Fréttablaðið - 11.12.2007, Side 40
32 11. desember 2007 ÞRIÐJUDAGUR
menning@frettabladid.is
ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is
12 - 24V “booster”
Frábært verð.
Start- og
hleðslutæki
Áfram heldur upplestrarkvöldum í Súfistanum
á Laugavegi í Reykjavík yfir Bókabúð Máls og
menningar. Í kvöld er það Bókaútgáfan Salka em
býður upp á lestur kl. 20. Þar verða matreiðslu-
bókin Eldaðu maður, og bækurnar Talað út um
lífið og tilveruna og Maður gengur með kynntar.
Eldaðu maður, eftir Thomas Möller, er
bráð skemmtileg matreiðslubók sem kemur
karlmönnunum að eldavélinni. Thomas kennir
réttu handtökin við að heilla hvern sem er upp
úr skónum.
Í Talað út um lífið og tilveruna fjallar Jónína
Leósdóttir í léttum dúr um ýmsar hliðar mann-
legra samskipta. Jónína segir hispurslaust frá
eigin reynslu og kryddar með hárbeittum húmor.
Maður gengur með, eftir Darra Johansen, segir
frá níu mikilvægum mánuðum. Þetta er sagan af
meðgöngu barns séð með augum verðandi föður.
Þessar þrjár bækur skoða mannlífið með
öðrum brögðum en skáldskaparins þótt höfund-
arnir beiti brögðum frásagnrlistarinnar til að fjalla
um þætti mannlífsins sem flestallir hafa bein
kynni af.
Súfistakvöld með Sölkuhöfundum
BÓKMENNTIR Jónína Leósdóttir les upp á Súfistan-
um í kvöld.
kl. 20.30
á rás 1 Ríkisútvarpsins eru síðustu
forvöð að heyra þá félaga Eirík G.
Stephensen og Hjörleif Hjartarson í
Hundinum fræga flytja nokkur
ódauðleg lög í íslenska lagabankan-
um með sínum einstaka hætti.
> Ekki missa af
endursýningum á öllum þáttum
Næturvaktarinnar sem hófust í gær á
Stöð 2. Þar verða þættirnir daglega á
dagskrá kl. 19.50 en þeir eru þrettán
talsins og tólf eftir.
Sjálfseignarstofnunin
Gásakaupstaður var stofn-
uð á fimmtudag í síðustu
viku við hátíðlega athöfn á
Minjasafninu á Akureyri.
Að stofnuninni standa
Akureyrarbær, Dalvíkur-
byggð, Eyjafjarðarsveit,
Gásafélagið, Grýtubakka-
hreppur, Hörgárbyggð,
Minjasafnið á Akureyri,
Svalbarðsstrandarhreppur
og Laufáshópurinn (Gása-
hópurinn). Við þetta merka
tækifæri veittu bæði
fjárfestingarbankinn Saga
Capital og KEA svf. stofn-
uninni styrk sem mun fara
í uppbyggingu þjónustu á
Gásum strax á næsta ári.
Gásakaupstaður, sem eru friðlýst-
ar fornleifar í umsjá Fornleifa-
verndar ríkisins, er 11 km norðan
við Akureyri. Hvergi á Íslandi eru
varðveittar jafnmiklar mannvistar-
leifar frá verslunarstað frá mið-
öldum eins og á Gásum, en Gása-
kaupstaður var helsti
verslunarstaður á Norðurlandi um
tíma. Á árunum 2001-2006 stóð
yfir viðamikil fornleifarannsókn
sem gaf margar forvitnilegar
niður stöður sem ýttu enn frekar
undir hugmyndavinnu varðandi
uppbyggingu þjónustu á svæðinu.
Hugmyndirnar að uppbygging-
unni eru mótaðar til þess að vernda
fornleifarnar og miðla með
skemmtilegum og fróðlegum hætti
sögu og náttúru staðarins á fagleg-
an hátt. Hugmyndirnar felast
meðal annars í því að gera mið-
aldakaupstaðinn á Gásum lifandi á
ný þar sem handverksfólk verður
að störfum og leik. Áherslan verð-
ur á miðaldir: verslun, viðskipti,
handverk og iðnað. Gásir verður
um leið afþreyingargarður með
menningarlegu ívafi sem byggist á
fornleifum, sögu og náttúru stað-
arins. Byggja á upp spennandi og
einstakt leiksvæði í miðaldastíl,
reisa þjónustubyggingu, sem hýsa
mun framúrskarandi sýningu þar
sem skemmtimennt er höfð að
leiðarljósi, en hún myndi einnig
hýsa minjagripaverslun, veitinga-
sölu, fjölnota sal og síðast en ekki
síst veita fræðimönnum á ýmsum
sviðum afdrep til rannsókna.
Á næsta ári er ætlunin að setja
upp fræðsluskilti og stíga auk þess
sem unnið verður að því í sam-
vinnu við Fornleifavernd ríkisins
að ganga frá búðartóftunum sem
grafið hefur verið í síðustu árin. Í
síðustu viku úthlutaði þjóðhátíðar-
sjóður veglegum styrk til þess að
vinna að frágangi og varðveislu á
búðartóftunum.
Menningarráð Eyþings hefur
styrkt stofnunina til þess að skrifa
barnabók um Gásir og hefur Bryn-
hildur Þórarinsdóttir, margverð-
launaður barnabókarithöfundur
og bæjarlistamaður Akureyrar
2006, tekið það spennandi verk-
efni að sér. Stefnt er að því að
bókin verði tilbúin til útgáfu árið
2009. Næsta sumar, nánar tiltekið
19. og 20. júlí, mun miðaldakaup-
staðurinn lifna við eins og undan-
farin ár þegar innlent og erlent
handverksfólk kynnir gestum og
gangandi lífið á miðöldum. Það
eru því margir spennandi hlutir
sem ný sjálfseignarstofnun sér
fram á að vinna með á komandi
árum. pbb@frettabladid.is
Uppbygging
hafin á Gásum
FORNELIFAR Uppgröftur á Gásum í Eyjafirði. Grunnur kirkju frá um 1300.
MYND/ORRI VÉSTEINSSON – FORNLEIFASTOFNUN ÍSLANDS
Á aðventu hefur Langholtskirkjukórinn haldið
þeim sið að efna til tónleika helgaða jólatónlist og
verður þeim sið haldið áfram í vikunni í þrítugasta
sinn. Fyrstu jólasöngvarnir fóru fram í Landakots-
kirkju 1978 og voru þá nýmæli hérlendis. Þessi
siður hefur nú öðlast miklar vinsældir og ótöluleg-
ur fjöldi jólasöngva fer nú fram um allt land.
Í þetta skipti eru tvennir tónleikar á föstudegi
líkt og verið hefur á laugardögum allmörg
undanfarin ár, hinn 14. desember kl. 20 og 23, og
15. desember kl. 20 og 23.
Sterk hefð hefur myndast á efnisskránni.
Kórarnir flytja jólalög hvor fyrir sig og einnig
saman, bæði hátíðleg lög og með léttri sveiflu.
Áheyrendur taka virkan þátt í almennum söng.
Hljóðfæraleikarnir Hallfríður Ólafsdóttir og Arna
Kristín Einarsdóttir leika á flautur, Monika
Abendroth á hörpu og Lára Bryndís Eggertsdóttir
á orgel. Um létta djasssveiflu sjá Kjartan Valde-
marsson á píanó, Gunnar Hrafnsson á bassa og
Pétur Grétarsson á trommur.
Einsöngvarar að þessu sinni eru þau Bragi
Bergþórsson og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Einnig
syngja sex kórfélagar einsöng.
Nýmæli á þessum tónleikum er jólalag sem
byggt er á stefi úr 6. sinfóníu Tsjaíkovskíj og
Glenn Miller gerði vinsælt á sínum tíma. Jón
Stefánsson útsetti fyrir kórinn en Björn Ingiberg
Jónsson gerði íslenskan jólatexta og syngur
jafnframt einsöng. - pbb
Jólasöngvar í Langholtskirkju
TÓNLIST Langholtskirkjukórinn flytur jólasöngvadagskrá í
vikunni þrítugasta árið í röð.
Auglýsingasími
– Mest lesið