Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.12.2007, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 11.12.2007, Qupperneq 44
36 11. desember 2007 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is >VILL VAXTARLAG SVELTANDI BARNA Söngkonan Mariah Carey hefur hjartað á réttum stað og segist ekki geta annað en grátið þegar hún sér sveltandi börn þriðja heims- ins í fréttum. „Ég væri alveg til í að vera jafn grönn og þau en ekki með allar flugurnar og dauðann og það allt,“ bætir hún reyndar við. Hljómsveitin Sprengju- höllin hélt ferna tónleika á heldur óvenjulegum stöðum í Reykjavík í gær. Áfanga- staðirnir voru leikskóli, barnaskóli, barnaspítali og elliheimili og voru mót- tökurnar mjög góðar þrátt fyrir að áheyrendur hafi verið á ólíkum aldri. Sprengjuhöllin hóf fyrst leik í leik- skólanum Sólhlíð í Engihlíð. Eftir það tók Hlíðaskóli við og því næst var röðin komin að barnaspítala Hringsins, þar sem liðsmenn sveitarinnar gáfu börnunum jóla- gjafir. Lauk yfirreiðinni með tón- leikum á elliheimilinu Grund þar sem sumir dönsuðu við lagið Keyr- um yfir Ísland. „Þetta gekk frábærlega og okkur tókst að gleðja fólk á öllum aldri. Þetta var ótrúlega skemmti- legt og okkur var vel tekið hvar sem við komum,“ segir Atli Bolla- son úr Sprengjuhöllinni. Hann vonast til að þessi tónleikaröð verði að árlegum viðburði. „Ætli þetta verði ekki jólagjöf Sprengju- hallarinnar til landsmanna um ókomin ár.“ freyr@frettabladid.is Glöddu fólk á öllum aldri MIKIÐ STUÐ Hljómsveitin Sprengjuhöllin spilaði lög af sinni nýjustu plötu í Hlíða- skóla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÁHUGASAMIR NEMENDUR Nemendur Hlíðaskóla hlustuðu með athygli á tónlist Sprengjuhallarinnar. ATLI OG BERGUR Atli Bollason og Bergur Ebbi náðu vel saman á tónleikunum. Á ELLIHEIMILINU Meðlimir Sprengju- hallarinnar slógu í gegn á elliheimilinu Grund. Kryddpían Victoria Beckham segist hafa átt erfiða æsku og lent í slæmu einelti í barnaskóla. „Öll skólaganga mín var skelfileg. Ég var alltaf ein og átti enga vini. Hinir krakkarnir fleygðu drullu í mig, hrintu mér, eltu mig og hótuðu að berja mig eftir skóla. Ég reyndi að eignast vini en passaði hvergi inn,“ segir Victoria. Britney Spears fagnaði á dögun- um 26 ára afmælinu sínu og vildi óð og uppvæg að fyrrverandi eigin- maður hennar, Kevin Federline, mætti í teitið. Meðan veislan stóð sem hæst hringdi hún í hann úr farsíma Parisar Hilton og grátbað hann að koma. Hún skellti hins vegar móðguð á barns- föður sinn þegar hann minnti hana á syni þeirra og sagði einhvern þurfa vera heima hjá þeim. FRÉTTIR AF FÓLKI Vífill Atlason, frægasti hrekkja- lómur Íslands, verður í Gettu betur-liði Fjölbrautaskólans á Vesturlandi sem sendir lið eftir árs fjarveru. „Já, það er víst rétt,“ segir Víf- ill, sem komst í fréttirnar í síðustu viku þegar honum tókst næstum því að fá símafund hjá George W. Bush Bandaríkjaforseta eftir að hafa kynnt sig sem Ólaf Ragnar Grímsson. Og gerði gott betur þegar hann sendi vin sinn í viðtal á Stöð 2 og mætti síðan sjálfur í Kastljósið. Vífill telur sig ekki hafa neitt eitt sérsvið innan Gettu betur- fagsins, nema kannski hvert sé símanúmerið í Hvíta húsinu. „Ég er eiginlega góður í öllu nema náttúrufræði. Annars verður maður bara að hafa gaman af þessu,“ bætir hann við. Fjölbrauta- skólinn á Vesturlandi hefur reynd- ar ekki riðið feitum hesti frá þess- ari sívinsælu spurningakeppni framhaldsskólanna, hefur örsjald- an komist í sjónvarpið en yfirleitt fallið út rétt áður. Vífill segir liðið vera búið undir að gera enn betur og vonast til að geta gert sitt til að fleyta því áfram í keppninni. En það er ekki bara spurninga- keppnin sem á hug Vífils allan um þessar mundir því erlendir fjöl- miðlar hafa sýnt honum mikinn áhuga og vilja ólmir fá hann í spjall hjá sér. Útvarpsstöðvar í Portúgal og Bandaríkjunum höfðu þegar haft samband við hann og vefmiðlar höfðu fjallað ítarlega um málið enda ekki á hverjum degi sem sjálfur Bandaríkjafor- seti verður fórnarlamb síma- hrekks. Danska fríblaðið Nyheds- avisen birti frétt um málið á forsíðu sinni í gær og á vef blaðs- ins var Vífill og hrekkurinn í efsta sæti yfir mest lesnu fréttirnar. Vífill gefur lítið fyrir þær kenn- ingar að þetta fár og símahrekkur- inn sé í raun allt eitt stórt plat. Og honum þykir leitt að hafa valdið Guðjóni Helgasyni, fréttamannin- um knáa á Stöð 2, svona miklum vandræðum. „Ég hringdi í hann þegar það fréttist að hann vildi segja upp og útskýrði þetta fyrir honum. Ég bað hann afsökunar á þessu og hann tók henni,“ segir Vífill og Guðjón staðfesti það í samtali við Fréttablaðið. „Ég gerði honum grein fyrir því að við litum þetta mjög alvarlegum augum,“ segir Guðjón, sem var þó óðum að ná sér eftir tvífarahrekkinn. - fgg Vífill í Gettu betur KLÁR HREKKJALÓMUR Vífill keppir í Gettu betur fyrir hönd Fjölbrautaskólans á Vesturlandi. Tónlistarmaðurinn Mugison á langbestu íslensku plötu ársins, Mugi boogie, samkvæmt árslista sem var unninn upp úr svörum lesenda heimasíðu Dr. Gunna. Besta erlenda platan var kjörin Neon Bible með Arcade Fire. Gunni segir að stórsigur Mugison hafi komið dálítið á óvart. „Það voru margar sterkar plötur á listanum. Tvær með Megasi og plata með Sprengjuhöllinni sem hefur verið látið mikið með. Síðan er þarna fín plata frá Björk og gott byrjandaverk frá Ólöfu Arnalds. Þetta er kannski vísbending um það sem koma skal á Íslensku tónlistar verðlaununum,“ segir Gunni, sem hefur ekki verið áður með árslistakosningu á síðunni sinni. „Ég er að fara að sjá um uppgjörsþátt fyrir erlenda músík á Rás 2 á nýársdag og mér datt í hug að tékka á hvað almenningur hefur til málanna að leggja.“ Gunni lagði til fimmtán íslenskar plötur fyrir listann sem fólk gat valið úr. „Það var ekkert erfitt að finna fimmtán íslenskar plötur. Ég myndi segja að þetta væri frekar gott ár á Íslandi.“ Hvað varðar erlendu deildina segist hann ekkert vera sérlega hrifinn af plötu Arcade Fire. „Mér finnst til dæmis Of Montr- eal-platan miklu skemmtilegri en hún varð í þriðja sæti. Þetta sýnir að það eru ekkert nema gáfumannapopparar að lesa þesa síðu. Radiohead og Arcade Fire er gáfumannapopp eins og Prefab Sprout og Lloyd Cole and the Commotions. Þetta er fólk sem endar eins og Skúli Helgason og Dagur B. Eggertsson.“ -fb Sigur Mugison kemur á óvart DR. GUNNI Gunni segir að stórsigur Mugison hafi komið sér á óvart. MUGISON Platan Mugi- boogie trónir á toppnum á árslista Dr. Gunna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.