Fréttablaðið - 11.12.2007, Qupperneq 50
42 11. desember 2007 ÞRIÐJUDAGUR
FÓTBOLTI Í kvöld verður síðasta
umferðin leikin í riðlum A, B og C
í riðlakeppni Meistaradeildar Evr-
ópu. Sex af tólf liðum komast svo
áfram í sextán liða úrslit keppn-
innar, en Chelsea er eina liðið af
þessum tólf sem hefur þegar
tryggt sig áfram.
Spennan er gríðarleg í A-riðli
þar sem aðeins tvö stig skilja að
topplið riðilsins, Porto, og botnlið
þess, Besiktas, en liðin mætast
einmitt í Portúgal í lokaumferð-
inni. Marseille og Liverpool eru
svo jöfn aðeins einu stigi á eftir
Porto, en franska liðið stendur
örlítið betur að vígi fyrir leik
liðanna í Frakklandi.
Hvort liðið um sig, Mars-
eille og Liverpool, kemst
áfram með sigri, en Mars-
eille nægir jafntefli gegn
Liverpool ef Porto vinnur
eða gerir jafntefli gegn
Besiktas.
Margir möguleikar í
stöðunni
Vinni Besiktas aftur á
móti Porto og Mars-
eille og Liverpool
gera jafntefli, kemur
upp sérstök staða.
Tyrkirnir enda þá á
toppi riðilsins með níu stig, en
Porto, Marseille og Liverpool
verða jöfn með átta stig, og þar
sem Liverpool stendur best að
vígi úr innbyrðisviðureignum
liðanna þriggja kemst það áfram.
Í B-riðli mætast einnig topplið-
ið, Chelsea, og botnliðið, Valencia,
í lokaumferðinni, en munurinn er
sá að enska liðið
er þegar búið
að tryggja sig
áfram og
spænska liðið á ekki möguleika á
að komast áfram.
Það er því úrslitaleikur á milli
Schalke og Rosenborg um það
hvort liðið fylgir Chelsea.
Norska liðið stendur betur
að vígi og nægir jafntefli
en leikurinn fer hins
vegar fram í Þýskalandi.
Tölfræðilega séð eiga
öll liðin í C-riðli möguleika
á því að komast áfram, en Real
Madrid og Olympiakos standa
best að vígi og eru jöfn með níu
stig fyrir lokaumferðina og eiga
enn fremur bæði heimaleik í loka-
umferðinni.
Real Madrid nægir jafntefli
Toppliði Real Madrid nægir því
jafntefli á móti Lazio, sem er neðst
með fimm stig og verður að vinna
á Spáni til þess að eiga möguleika
á áframhaldandi þátttöku í keppn-
inni. Líkurnar eru hins vegar ekki
Rómarliðinu í hag þar sem Real
Madrid hefur aðeins tapað einum
af síðustu 24 heimaleikjum sínum
í keppninni. Olympiakos nægir að
sama skapi jafntefli gegn Werder
Bremen, en ef þýska liðið vinnur
kemst það örugglega áfram.
Sú staða gæti komið upp að ef
Bremen vinnur Olympiakos og
Lazio vinnur Real Madrid verður
Bremen efst með níu stig og hin
þrjú liðin verða jöfn með átta
stig. Vinni Lazio leik sinn við
Real Madrid með aðeins einu
marki fer spænska liðið áfram en
ítalska liðið fer aftur á móti áfram
á besta innbyrðisárangrinum ef
liðið vinnur með tveimur mörkum
eða meira á Spáni. - óþ
Mikil spenna fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er lokaumferðin hefst:
Allt eða ekkert hjá Liverpool
LYKILMAÐUR HJÁ LIVERPOOL
Það er mikil pressa á Steven
Gerrard í kvöld.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
NBA Jamaal Tinsley, leikmaður
Indiana Pacers, er iðinn við að
koma sér í vandræði þessa dag-
ana. Hann mátti þakka fyrir að
sleppa lifandi úr skotárás um helg-
ina. Þetta var í þriðja sinn síðan í
október sem Tinsley lendir í vand-
ræðum utan vallar.
Enginn lést í árásinni en einn
maður slasaðist en hann er liðs-
stjóri hjá Pacers. Hann fékk skot í
olbogana en er kominn af sjúkra-
húsi.
Tinsley hafði fyrr um kvöldið
farið á næturklúbb ásamt félögum
sínum. Þeir mættu á svæðið í þrem
af glæsikerrum Tinsleys – Benz,
Rolls Royce og Dodge Charger.
Fjöldi fólks kom að bílunum fyrir
utan staðinn og sá ástæðu til
þess að tjá sig um ríki-
dæmi Tinsleys og bílana.
Þegar félagarnir
héldu heim á leið tóku
þeir eftir því að þeim
var veitt eftirför.
Þeir keyrðu því
inn að anddyri
lúxushótels á
Rolls Royce-
bifreiðinni og
þegar bílinn
stöðvaðist
hófst skothríð-
in. Þrátt fyrir
að einn maður
lægi í valnum
eltu Tinsley og
félagar byssumenn-
ina og svöruðu fyrir
sig með því að skjóta
á eftir þeim en þar fór
fremstur í flokki bróðir
Jamaals, James.
Tinsley fundaði með forseta og
þjálfara Pacers í gær en hann
hefur leikið einstaklega vel í vetur
og er með tæplega 15 stig að meðal-
tali í leik og tæplega 9 fráköst.
- hbg
Leikmaður Indiana Pacers í vandræðum:
Jamaal Tinsley slapp
lifandi frá skotárás
ALLTAF Í VANDRÆÐUM
Jamaal Tinsley er búinn að
lenda í óheppilegum atvikum
í þrígang síðan í október.
Hann má þakka fyrir að
halda lífi eftir uppákomu
helgarinnar.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI David Healy, framherji
norður-írska landsliðsins, verður
að öllum líkindum heiðraður
sérstaklega af UEFA fyrir að
skora þrettán mörk í undan-
keppni Evrópumótsins og setja
nýtt markamet.
„Michel Platini, forseti UEFA,
hefur gefið grænt ljós á að Healy
verði heiðraður og hann ítrekaði
jafnframt að afrek Healys væri
frábært fyrir leikmann frá jafn
fámennri þjóð,“ sagði Raymond
Kennedy, formaður knattspyrnu-
sambands Norður-Írlands. - óþ
Michel Platini, forseti UEFA:
Healy hrósað
KÖRFUBOLTI Pat Riley, þjálfari
Miami Heat í NBA-deildinni í
körfubolta, vann sinn 1200. leik á
ferlinum þegar Miami Heat batt
enda á fimm leikja taphrinu sína
með 100-94 sigri gegn LA
Clippers.
Riley er aðeins þriðji þjálfarinn
í sögu NBA til þess að vinna 1.200
leiki, en hann þurfti aðeins 1.842
leiki til þess að ná afrekinu á 24
leiktímabilum. Riley stýrði LA
Lakers frá árinu 1981 til ársins
1990 og vann NBA-titilinn fjórum
sinnum. Eftir það stýrði hann
New York Knicks á árunum 1991-
1995, áður en hann tók við Miami
Heat árið 1995 og er á sinni
elleftu leiktíð með liðið.
Miami Heat vann
NBA-
titilinn
undir
stjórn
Rileys
tímabilið
2005-2006.
- óþ
NBA-deildin í körfubolta:
Pat Riley vann
sinn 1200. leik
FÓTBOLTI Sam Allardyce, stjóri
Newcastle, svaraði gagnrýnend-
um leikstíls liðs síns fullum hálsi
í nýlegu viðtali við breska
dagblaðið Daily Telegraph.
„Það er búið að stimpla mig
sem knattspyrnustjóra fyrir að
láta lið mín spila á ákveðinn hátt,
með löngum sendingum fram
völlinn. En ég held að þetta sé
bara einhver öfund og minni-
máttar kennd í öðrum stjórum í
deildinni sem hafa tapað fyrir
liðum undir minni stjórn og þegar
ég var hjá Bolton fengum við
alltaf að heyra gagnrýni eftir að
hafa unnið stórlið eins og Chelsea
og Liverpool. Ég get hins vegar
ekki séð að Newcastle spili á
annan hátt en til dæmis Liverpool
eða Arsenal. Öll lið þurfa að beita
löngum sendingum til þess að
komast inn fyrir varnir andstæð-
inganna og Arsenal gerir til að
mynda meira af því núna en áður
og liðið er því orðið betra og
hættulegra fyrir vikið.“ - óþ
Enska úrvalsdeildin:
Stóri Sam svar-
ar gagnrýninni
ÁKVEÐINN Allardyce vísar gagnrýni á
bug og segir öll lið þurfa að spila með
löngum sendingum. NORDICPHOTOS/GETTY LEIKIR KVÖLDSINS:
Marseille-Liverpool Sýn kl. 19.45
Porto-Besiktas kl. 19.45
Chelsea-Valencia kl. 19.45
Schalke-Rosenborg kl. 19.45
Real Madrid-Lazio Sýn Extra kl. 19.45
Olympiak.-Bremen Sýn Extra 2. 19.45