Fréttablaðið - 11.12.2007, Qupperneq 56
GÓÐAN DAG!
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík
Akureyri
Heimild: Almanak Háskólans
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000
BAKÞANKAR
Karenar D.
Kjartansdóttur
Í dag er þriðjudagurinn 11.
desember, 345. dagur ársins.
11.08 13.21 15.33
11.21 13.05 14.49
Svikahrappar og lygalaupar eru skemmtileg fyrirbrigði. Bók-
menntir heimsins eru fullar af
skemmtilegum platsögum, enda er
sú saga sem aðeins segir frá grand-
vörum góðmennum leiðinleg saga.
Hleypur fjölmiðlafólk því oftast til
við fregnir af gáskafullum ósann-
indamönnum. Fólk hefur svo
gaman af brellum og brögðum.
FORELDRAR mínir ólu okkur
systurnar upp í aðdáun á hrekkja-
lómum. Því voru sögupersónur
Astridar Lindgren í hávegum á
mínu heimili, sem og Ugluspegill,
ævintýraverur Grimms-ævintýra
og ill skeyttir kappar Íslendinga-
sagna. Bærust okkur bækur á borð
við hið drepleiðinlega Lyklabarn,
sem hefði getað haft mannbætandi
áhrif á okkur, pökkuðum við þeim
inn í gjafapappír og gáfum öðrum.
ALLIR skemmtu sér vel yfir klækj-
um hins knáa Vífils Atlasonar, sem
vann sér það til frægðar að reyna
að gera símaat í Bush. Næstum
jafnmargir hlógu þegar hann sendi
félaga sinn í viðtal á Stöð 2. Við-
brögð fréttamannsins eru þó
skiljan leg, enda ekki vani að rengja
menn sem segja til nafns. Viðbrögð
hæstráðanda fréttastofunnar voru
þó broslegasti þáttur atburðarásar-
innar enda skondið að sjá frétta-
menn vífilengjast.
EINAR Ben skipar stóran sess í
hjörtum þjóðarinnar. Ég man vel
þegar pabbi sagði mér frá þessum
merkismanni, fór með kvæði eftir
hann og tilkynnti mér svo með
stolti að þessi maður hefði reynt að
selja Dönum norðurljósin. Hlógum
við mikið að heimsku Dana og
græsku þessa merka Íslendings.
KONUNGUR brellumeistaranna
held ég þó að sé Jónas Hallgríms-
son, bjargvættur íslenskrar skáld-
skaparlistar sem orti þó megnið af
sínum skáldskap undir ítölskum
bragarhætti og rægði rímur.
Þennan mann vildu Íslendingar
ekki láta liggja í danskri moldu og
var danskur iðnaðarmaður því
grafinn á Þingvöllum. Jónas á mína
aðdáun óskipta fyrir blekkingar-
leikinn sem og skáldskap sinn.
GOTT grín gerir gæfumuninn og
það sést á Gamla testamentinu.
Hver man ekki eftir því þegar Guð
gabbaði Abraham og sagði honum
að drepa son sinn? Allt í plati sagði
hann og Ísak slapp með skrekkinn.
Eða þegar Satan og Guð voru að
spauga í Job. Ég vil ekki að neitt
barn alist upp án slíkra skemmti-
sagna og finn til með nemendum
samtímans sem missa af því að
lesa bráðskemmtilegar og blóðug-
ar Biblíusögur en þurfa í staðinn
að lesa skelfilega leiðinlegan boð-
skap um að allir eigi að vera vinir.
Vífilengjur