Fréttablaðið - 14.12.2007, Síða 80

Fréttablaðið - 14.12.2007, Síða 80
44 14. desember 2007 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Menntamál Alla jafna er fremur dauft yfir skóla-málaumræðu á Íslandi. Það er helst þegar alþjóðakannanir sýna árangur undir meðallagi sem fjölmiðlar taka við sér, almenningur býsnast og skólayfirvöld eru sökuð um að standa ekki í stykkinu. Svo lognast umræðan útaf að nýju fram að næstu könnun. Auðvitað eru það vonbrigði þegar íslensk börn virðast ekki standa sig jafn vel og jafn- aldrar þeirra í þessum blessuðu „löndum sem við viljum bera okkur saman við“. En það versta sem við getum gert er að hrökkva í afturábakgírinn og halda því fram að allt hafi verið svo miklu betra þegar við vorum börn, þá hafi maður nú lært eitthvað í skólan- um. Þennan tón má heyra hjá Haraldi Ólafs- syni í Fréttablaðinu 12. desember. Hann til- tekur gamalt námsefni í því sem einu sinni hétu lesfögin, heldur fram ágæti þess og minnist utanbókarlærdómsins með ánægju. Nú er það svo að tímarnir breytast og – vonandi – skólarnir með. Bækur sem börn lásu fyrir tveimur eða þremur áratugum eru ef til vill skemmtileg nost- algíu-lesning, en þær eru ekki gott kennsluefni fyrir nútíma- börn. Orðaforði barna hefur breyst gífurlega á síðustu tíu árum eða svo. Það þýðir lítið að lesa bók sem maður skilur ekki. Auðvitað þarf að snúa vörn í sókn og vinna að því að bæta orðaforða og málskilning, en það verður ekki gert með lestri tyrfinna fræði- texta, heldur stórauknum yndislestri og áherslu á umræður. Markvisst átak í þá veru er mikilvægasta verkefnið sen bíður bæði skóla og heimila og þar megum við engan tíma missa. Það á auðvitað að vera löngu liðin tíð að námsbókin sé eina kennslugagnið sem notast er við. Þetta á alveg sérstaklega við um nátt- úrufræðifögin. Myndefni af ýmsu tagi, verklegar tilraunir og vett- vangsferðir skila miklu dýpri skilningi á viðfangsefninu en ein- hæf yfirferð texta. Íslenskir kennarar eru þó margir hverjir enn býsna bundnir við bókina og myndu að mínum dómi ná miklu betri árangri ef þeir nýttu sér fjölbreyttari kennsluaðferðir. Ég vil líka halda því fram að börnin læri mun meira í náttúru- fræði nú en fyrir tíu eða tuttugu árum, ég hafði til dæmis litlar spurnir af eðlis fræði, jarðfræði, veðurfræði eða stjörnufræði fyrr en á unglingsárunum, en þessar greinar fléttast nú allar inn í náms- efni grunnskólabarna frá upphafi. Haraldur er varla einn um að eiga góðar minningar úr gamla barnaskólanum sínum. Duglegir nemendur nutu þess margir að lesa og læra, romsa upp staðreyndum og láta ljós sitt skína. Hinir voru þó líka margir sem áttu erfitt með utanbókarlærdóminn og kviðu yfirheyrslunum í skólanum. Á síðari árum hefur skilningur á greind og námi aukist til muna og við vitum að hefðbundnar kennslu- aðferðir gagnast alls ekki öllum. Við notfær- um okkur þessa vitneskju allt of lítið í skóla- starfinu enn sem komið er, en væntanlega eru flestir sammála um að afturhvarf til utanbókarlærdómsins væri mikil tíma- skekkja. Íslenskir skólar gætu vissulega margir verið betri en þeir eru nú. En þeir batna ekki við að hrökkva í sama farið og þeir voru í fyrir áratugum síðan. Þeir batna þegar vel menntuðum kennurum verða greidd mann- sæmandi laun fyrir vandasöm sérfræðistörf. Þá þurfum við ekki lengur að búa við flótta úr kennarastéttinni. Þá getum við foreldr- arnir líka gert auknar kröfur til handa börn- unum okkar, kröfur um að allir nemendur fái kennslu við hæfi, að hæfileikar þeirra fái að njóta sín til fulls og að þeim líði vel í skólan- um sínum. Höfundur er rithöfundur. Aftur til fortíðar? UMRÆÐAN Mennta- og trúmál Síðastliðinn vetur vann starfshópur nokkur á vegum Leikskóla- og Menntasviðs Reykjavíkur skýrslu um stefnu í samstarfi leik- og grunnskóla við trúar- og lífsskoðunarhópa. Í skýrslunni er minnt á trúfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og Mannréttinda- sáttmála SÞ, sem tryggir rétt foreldra til að ráða menntun barna sinna. Jafnframt er minnt á rétt barna til frjálsrar hugsunar, sannfæringar og trúar í Barnasáttmála SÞ. Í skýrslunni er líka minnt á aðalnámskrá leik- og grunnskóla. Í henni kemur fram að skólinn er fræðslustofnun en ekki trúboðsstofnun. Og ekki gleymdist að minna á lög um grunnskóla og leikskóla, en í þeim er lagt bann við mismunun nemenda vegna trúarbragða. Í tillögum hópsins er lögð áhersla á að í skólum fari fram fræðsla um mismunandi lífsskoðanir og trúarbrögð en ekki stunduð boðun trúar. „Forðast skal aðstæður þar sem börn eru tekin út úr hópnum eða skylduð til að taka þátt í atburðum sem ekki samræmast trúar- eða lífsskoðunum þeirra.“ Slagorð þjóðkirkjunnar er „boðandi“ kirkja, hún er evangelísk. Yfirlýst markmið og stefna er að gera alla að lærisveinum Krists. Í formála að Stefnumörkun Lútherska heimssambandsins, Mission in Context, segir biskup: „Orðið mission er margrætt og hlaðið. Í kirkjulegu samhengi er það gjarna þýtt kristniboð.“ „Kirkjan er send með boðskap. Það er hlutverk hennar og verkefni hennar öll eru með einum eða öðrum hætti liður í þeirri sendiför.“ Í inngangi segir: „Kjarni boðunarstarfs kirkjunnar er prédikun fagnaðarerindisins – að kalla fólk til trúar á Jesú Krist og þátttöku í hinu nýja samfélagi við Krist“. Í meginmáli segir svo: „Boðun er ekki valkostur kirkjunnar. Boðun er grundvöllur veru hennar.“ Fyrir nokkrum árum fór sóknarprestur í Selja- hverfi að venja komur sínar í leikskóla í hverfinu til að stunda það sem hann sjálfur kallar kristniboð. Í reglulegum heimsóknum hans í leikskólana voru nokkur börn tekin til hliðar vegna lífsskoðana- ágreinings prests og foreldra. Í þessari stöðu þurftu leikskólastjórar annaðhvort að brjóta á áður- nefndum mannréttindum foreldra eða mismuna nemendum vegna trúarbragða. Því ákváðu þeir að taka fyrir þessar heimsóknir prestsins. Í útvarpsviðtali við biskup kenndi hann „litlum hópi“ manna um þessa ákvörðun skólastjórnendanna og sagði: „Það virðist vera að þeim heppnist að taka skólana á taugum og forráðamenn skólanna.“ Í fullum skrúða fordæmdi hann enn þennan litla hóp úr ræðu- og valdastóli sínum og hneykslaðist á kröfum þeirra, sem hann sagði vera þessar: „Fjarlægja verði Biblíusögurnar úr skólunum, banna eigi að dreifa Nýja testamentinu til skólabarna, meina prestum aðgang að leikskólunum, hætta að lesa og túlka jólaguðspjallið á litlujólunum. Svona er vaðið áfram með fána umburðarlyndisins og mannrétt- indanna við hún.“ Norskir foreldrar töldu brotið á rétti sínum vegna einhliða kristinnar trúarinnrætingar í skólum þar í landi og leituðu til Mannréttindanefndar SÞ. Hún kvað upp þann úrskurð síðla árs 2005 að áðurnefnd mannréttindi væru á þeim brotin, meðal annars með einhliða framsetningu, dreif- ingu trúarrita í skólum, nemendur voru látnir taka þátt í helgileikjum, fara í kirkjur, læra bænir, sálma o.s.frv. En norska ríkið er ekki bundið af úrskurði SÞ og því þurftu aðrir foreldrar að bera sams konar kæru fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Sá komst að sömu niðurstöðu nú í sumar. Í ljósi alls þessa og skýrslu Menntasviðs er alveg ljóst að stjórnendur leikskóla í Seljahverfi létu fagmennsku ráða ákvörðun sinni. Í Fréttablaðinu 5. desember tjáði meistari nokkur í trésmíði sig um málið og sagði: „Sú einstaka heimska, eða skilningsleysi, sem kom yfir ráðamenn nokkurra leikskóla borgarinnar, að meina prestum að flytja þar guðsorð eins og tíðkast hefur, er útlendingum síst til góðs.“ Halldór Reynisson, verkefnisstjóri fræðslusviðs biskupsstofu (spunameistari), ætti að vera nokkuð upplýstari en trésmíðameistarinn. En í greinarstúfi í sama blaði segir hann að erfitt sé að sjá hvernig hér geti verið um brot á mannrétt- indum að ræða. Ég skora á verkefnisstjórann, biskup, presta, ráðamenn, fjölmiðlamenn, háa og lága að kynna sér skýrslu starfshóps Menntasviðs Reykjavíkur og jafnvel lög og rétt. Reyndar átti Biskupsstofa fulltrúa í þessum starfshópi, sjóndapra spunameist- arann, Halldór Reynisson. Höfundur er sálfræðingur. Mannréttindi í skólum RAGNHEIÐUR GESTSDÓTTIR REYNIR HARÐARSON UMRÆÐAN Varnarmál Tökum sénsinnÞað er mikið rætt um varnarmál Íslendinga þessi misser- in. Mér hefur sýnst að sumir, helst þá stjórn- málamenn, hafi gleymt sér á fundum og skrif- stofum og hafi yfirgefið okkar heittelskaða raun- veruleika í þessu máli. Varnarþörf er orð sem hefur verið notað óspart í þessari umræðu, og hefur þá komið frá stjórnmálamönnum. „Meta verður varnarþörfina“, segja þeir. Það þýðir á mannamáli að mér skilst; að meta áhættuna á því að erlendir aðilar, ríki eða hryðjuverkasamtök, ráðist á Ísland með þeim hætti að við þurf- um að grípa til vopna. En bíðum nú hæg. Sér ekki hver maður að það mun ekki gerast? Hvorki í náinni framtíð né fjar- lægri. Í þeim heimi sem ráðist verður á Ísland munu ekki nokkrar þotur erlendra ríkja eða heræf- ingar duga til að hrinda árás. Sá heimur þar sem ráðist er á Ísland, er heimur þar sem að það eina sem við getum gert er að spenna greipar og vona það besta. Raunar hafa samtök múslima einu sinni ráðist á Ísland. Á Ráðhústorginu í Kaup- mannahöfn þegar þeir brenndu í misgripum íslenskan fána. Þeir ætl- uðu víst að brenna Union Jack, fánann breska. Þau mistök voru auð- skiljanleg, enda fljótt á litið þessir fánar nauða- líkir. En það er ekki jafn auðskilið að stjórnmála- menn, sem hafa það að atvinnu að eyða skattpeningum okkar, telji að einhverjum krónum verði best varið í að vígbúa Ísland gegn árásum. Með einum eða öðrum hætti. Helsti vágestur sem við getum varist með einhverjum hætti er sennilega sjórinn. Ég held að fáir myndu gráta það ef land- helgisgæslan fengi til þess ráð og tæki til að bjarga sjómönnum úr háska frekar en að við förum að standa í einhverju hernaðarbrölti. Sama með hvaða formerkjum það brölt er. Mín tillaga er þessi, maður getur jú ekki bara gagnrýnt, það verða einhverjar tillögur að fylgja; tökum sénsinn. Einmitt, við skul- um taka sénsinn á því að það muni enginn ráðast á okkur. Ef það gerist þá stöndum við varnarlaus, en ef ekkert gerist og við þurfum ekki að grípa til vopna, þá stöndum við eftir með allt það sem við getum frekar eytt pening- unum í. Ekki amaleg skipti það. Svo lengi sem heimurinn fari ekki allur og endanlega til fjand- ans höfum við ekkert að óttast. Við skulum ekki leyfa íslenskum ráðamönnum að gleyma sér á NATO-fundum og gera það eina sem öfgalaus skynsemin segir okkur: Tökum sénsinn. Höfundur er blaðamaður og nemi. Tökum sénsinn GÚSTAF HANNIBAL ÓLAFSSON Sárreið í minnihluta UMRÆÐAN Lóðaúthlutanir í Kópavogi Fyrirsögnin á Fréttablaðsgrein Guðríðar Arnardótt- ur, oddvita Samfylk- ingarinnar í bæjar- stjórn Kópavogs, „sannleikanum verð- ur hver sárreiðastur“, hæfir einmitt skrif- um hennar best þegar hún reynir að gera lítið úr þætti minnihlutans í bæjarstjórn Kópavogs í úthlutun lóða. Hún kvartar sáran undan því að vera ekki boðið á fundi meiri- hlutans um lóðaúthlutanir, „hvorki í fundargerðum, tölvu- pósti eða símtölum“. Ég vil nota tækifærið og upplýsa Guðríði Arnardóttur um að hún verði að skrá sig annaðhvort í Framsóknarflokkinn eða Sjálfstæðisflokk- inn vilji hún fá boð á meirihlutafundina. Hins vegar notaði ég ekki fundargerðir, tölvupóst eða síma þegar ég bauð Guðríði að leggja fram tillögur minnihlutans um lóða- úthlutun í Vatnsenda- hlíð. Ég talaði bara við hana. Hún afþakkaði. Svo kom hún síðar og vildi vera með. Það þótti mér sjálfsagt. Minnihlutinn kom ýmsu til leiðar, eins og oftast áður við úthlutun lóða, og samþykkti svo lóðaúthlutunina í bæjarstjórn. Ég fagna samstöðunni. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. GUNNAR I. BIRGISSON En það er ekki jafn auðskilið að stjórnmálamenn, sem hafa það að atvinnu að eyða skattpeningum okkar, telji að einhverjum krónum verði best varið í að vígbúa Ísland gegn árásum. Með einum eða öðrum hætti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.