Fréttablaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 60
48 20. desember 2007 FIMMTUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Passið ykkur,
öllsömul! Það er
einhver óþokki
í teiknideildinni
sem á Tipp-ex og
er ekki hræddur
við að nota það!
Út með það!
Er þetta að
verða alvar-
legt hjá þér
og Kamillu?
Alvarlegt og
alvarlegt! Við
erum svona
rétt að stíga
upphafsdans-
inn, skilurðu?
Get ég túlkað
það þannig
að dagar þínir
á kjötmark-
aðnum séu
bráðum taldir?
Það er ekki
ómögulegt!
þetta lofar
góðu!
Þannig að það plagar þig
ekkert að þú munir ekki
vakna í fyrramálið
með rakaðar lappir
og bráðinn ost
í naflanum við
hliðina á henni?
Þetta
hljómar
örugglega
fáránlegt,
en NEI!
Heyrðu
Pierce... Má ég fá
blýantinn
minn aftur?
Nú, já,
fyrirgefðu Hann er
hérna
einhvers
staðar
Nei, nei. Þú
mátt bara
eiga hann Aftur? Takk
fyrir
Klapp! Klapp! Klapp!
Klapp! Klapp! Klapp!
Klapp! Klapp! Klapp!
Klapp! Klapp! Klapp!
Klapp! Klapp! Klapp!
Klapp! Klapp! Klapp!
Klapp! Klapp! Klapp!
Byrjandamistök
Ertu einn þeirra sem átt
vini eða ættingja sem
þú vilt hætta að gefa
jólagjafir en þorir ekk-
ert að segja? Ef svo er,
ættirðu ef til vill að
prófa eftirfarandi:
1. Teldu viðkomandi trú
um að þú hafir tekið upp
Kabbalah-trú, dulhyggjustefnu í
gyðingdómi, og sért því hættur að
gefa jólagjafir. Þú verðir bara að
fylgja eigin trúarsannfæringu og
ætlir því ekki lengur að halda upp á
páska eða jól og hafnir allri efnis-
hyggjunni í kringum gjafastandið.
2. Önnur afsökun er að sálfræð-
ingurinn hafi sagt þér að hugsa
meira um sjálfan þig. Þú hafir
ákveðið að fara að þessu ráði og
fyrsta skrefið sé að sleppa öllum
jólagjöfum í ár. Þannig eigirðu
fyrir skemmtiferðasiglingunni sem
þig hefur dreymt um í mörg ár, en
ekki farið í þar sem þú hefur verið
upptekinn við að helga líf þitt þörf-
um annarra.
3. Þú fannst bara ekkert nógu
gott til að gefa viðkomandi. Eftir
miklar vangaveltur komstu að því
að vinátta ykkar sé þér svo mikils
virði að hún verði ekki tjáð með
veraldlegum hlutum. Þess vegna
hafirðu skilað Æ-fóninum. Hann
náði bara engan veginn yfir allan
kærleikann sem ríkir á milli ykkar.
4. Þú ætlar að láta andvirði gjaf-
arinnar, sem þú ætlaðir að gefa við-
komandi, renna í góðan málstað.
Mörg fyrirtæki stundi þetta og með
þessu viljir þú leggja hönd á plóg-
inn. Þú getur reitt þig á að viðkom-
andi þorir ekkert að segja af ótta
við að virðast kaldlyndur. Ef þú
endilega þarft skaltu segja að þetta
hafi verið verulega góður málstað-
ur, á meðan þú klappar veskinu.
5. Loks ein snyrtilegasta leiðin í
bransanum: jólakortið. Sendu jóla-
kort nokkru fyrir jól þar sem þú
þakkar fyrir árið og óskar gleðilegs
nýs ár. Það er vitað að jólakorti
fylgir ekki pakki og því hefurðu
fyrirbyggt frekari gjafaskipti án
útskýringa. Skiptir engu þótt hinn
aðilinn sé búinn að kaupa þína gjöf.
Hann getur þá gefið öðrum hana
næstu jól og sparað sér pening. Í
raun hefurðu gert hið fullkomna
góðverk.
STUÐ MILLI STRÍÐA Kabbalah-trú og góðgerðarmál
ROALD VIÐAR EYVINDSSON VEITIR RÁÐ UM HVERNIG MEGI FÆKKA JÓLAGJÖFUM ÁN ÞESS AÐ VALDA USLA
HEIMSBÓKMENNTIR
HANDA BÖRNUM
SKRUDDA
Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík
s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is
www.skrudda.is
Þessi sígildu verk Charles Dickens og Jules Verne
í myndasöguformi. Frábærar bækur handa börnum
frá 10 ára aldri.
KRAFTMIKIL SKÁLDÆVISAGA
Afar lifandi myndir
frá litríkum
æskuárum í
Keflavík. Bókin er
skrifuð af miklum
krafti, atburðarásin
er hröð og
textinn geislar af
frásagnargleði.
NÝ SÖNGBÓK GUNNARS
Árið 2005 kom út
bók með 40 vinsælum
lögum Gunnar
Þórðarsonar og seldist
fyrsta prentun upp
á skömmum tíma.
Nú hefur Gunnar
valið 40 lög til
viðbótar og birtast
þau í þessari bók.
BÓK FYRIR ALLA
TÓNLISTARMENN!
Tilvitnanir í
heimsþekkta húmorista
frá Shakespeare til
okkar daga.
Þorsteinn Eggertsson
tók saman.
Bók sem grípa má til
við öll tækifæri!
FYRSTA FLOKKS GRÍN!