Fréttablaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 80
20. desember 2007 FIMMTUDAGUR
FÓTBOLTI Lögreglan í Manchester færði 19 ára gaml-
an mann til yfirheyrslu í fyrrakvöld í tengslum við
meinta nauðgun á 26 ára gamalli stúlku á Great
John Street-hótelinu í Manchester þar sem jóla-
fögnuður leikmanna Manchester United fór fram á
mánudagskvöld.
Í gær var það svo staðfest í fjölmiðlum að
umræddur maður í haldi lögreglu væri
norður-írski lands-
liðsmaðurinn Jonny
Evans, sem lék
síðast með United-
liðinu gegn Roma í Meist- aradeildinni á
dögunum. Talsmaður lögreglunnar í
Manchester sagði í gær að Evans hefði gefið
sig sjálfur fram við lögreglu þegar spurðist
út um ákæru stúlkunnar, en talsmaður
Manchester United vildi ekki tjá sig um
málið.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem mál sem
þetta kemur upp í ensku úrvalsdeildinni og
samkvæmt Ian Dovaston hjá Sky News er
ekki alltaf allt sem sýnist í þessum málum.
„Margir knattspyrnustjórar í ensku úrvalsdeild-
inni kvíða jafnan þessum leikmannafögnuðum þar
sem þeir eru meðvitaðir um það að leikmennirnir
sjálfir geta verið skotmörk. Þetta eru í
sumum tilfellum ungir menn sem eiga
nóg af peningum og fá mikla athygli og
liggja því vel við höggi. Það hafa marg-
ar ásakanir um nauðganir komið fram í
tengslum við fagnaði og veislur leikmanna
í ensku úrvalsdeildinni, en engin þeirra
hefur leitt af sér að dómsfellingu,“ sagði
Dovaston.
Málsatvik í umræddu máli Jonny Evans
eru aftur á móti enn sem stendur
óljós en honum var í gær sleppt úr
varðhaldið gegn tryggingu og málið
mun verða tekið fyrir að nýju þann
23. febrúar á næsta ári. - óþ
Lögreglan rannsakar kæru vegna meintrar nauðgunar í jólafagnaði Man. Utd:
Evans sleppt gegn tryggingu
LAUS ÚR VARÐHALDI
Jonny Evans gaf sig
sjálfur fram til lögreglu
vegna ákærunnar á
þriðjudagskvöld og
yfirheyrslur stóðu yfir
þangað til í gær þegar
honum var sleppt
gegn tryggingu.
NORDIC PHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Andlegt ofbeldi hefur
verið talsvert í umræðunni í sam-
bandi við ensku úrvalsdeildina og
bæði leikmenn og stjórar í deild-
inni hafa kvartað sáran undanfar-
ið yfir óhefluðum munnsöfnuði
áhorfenda í þeirra garð.
Gordon Taylor, stjórnarformað-
ur samtaka atvinnumanna í knatt-
spyrnu á Englandi, vill að leik-
menn njóti betri verndar frá
munnlegu ofbeldi á leikjum á Eng-
landi og telur að félögin í deildun-
um verði að axla meiri ábyrgð í
þeim efnum.
„Ef menn hafa til að mynda vitn-
eskju um að líklega verði mikið
um munnlegt ofbeldi eða óheflað
málfar gagnvart einhverjum sér-
stökum aðila, þá verður viðkom-
andi heimalið og starfsmenn þess
að gera ráðstafanir og búa sig sér-
staklega undir að kveða allt slíkt í
kútinn ef það fer yfir ákveðin
mörk.
Verður að stöðva menn með meið-
andi athugasemdir
Auðvitað er ekki hægt að setja
út á smá stríðnisköll frá áhorfend-
unum en um leið og menn eru með
meiðandi athugasemdir verður að
taka fyrir það og segja stopp. Eng-
lendingar geta verið stoltir af bar-
áttu sinni gegn bullum á knatt-
spyrnuleikjum og kynþáttahatri
og nú verðum við að halda barátt-
unni áfram og fara að taka munn-
söfnuð áhorfenda í gegn,“ sagði
Taylor.
Nokkrir leikmenn og knatt-
spyrnustjórar í ensku úrvalsdeild-
inni hafa komið fram og gagnrýnt
munnsöfnuð áhorfenda á leikjum í
ensku úrvalsdeildinni í vetur en
þeirra á meðal eru Sir Alex Fergu-
son, stjóri Manchester United,
Avram Grant, stjóri Chelsea,
Harry Redknapp, stjóri Port-
smouth, og Sol Campbell, leikmað-
ur liðsins.
Menn í úrvalsdeildinni þurf að hafa
þykkan skráp
Campbell kallaði eftir því í við-
tali við útvarpsstöðina BBC 4 að
Knattspyrnusamband Englands
axlaði meiri ábyrgð.
„Maður þarf vissulega að vera
með þykkan skráp til þess að þola
alls kyns munnsöfnuð á leikjum í
ensku úrvalsdeildinni, en mér
finnst ástandið nú vera orðið
óbærilegt og mér finnst að maður
eigi ekki skilið að standa undir
slíkum fúkyrðum undir neinum
kringumstæðum.
Ég veit að ég yfirgaf ákveðið lið
við misjafnlega góðar undirtektir
og ég skil alveg að einhverjir séu
ósáttir en andlegt ofbeldi á ekki
rétt á sér og ég geri í raun lítinn
mun á því og kynþáttafordómum.
Þetta á engan veginn rétt á sér
og mér finnst enska knattspyrnu-
sambandið verða að taka betur í
taumana,“ sagði Campbell, sem
yfirgaf Tottenham árið 2001 til
þess að ganga til liðs við erkifjend-
urna í Arsenal og er vegna þess
enn afar óvinsæll á White Hart
Lane, heimavelli Tottenham, þó
svo að hann leiki ekki lengur með
liði Arsenal.
omar@frettabladid.is
Munnsöfnuður áhorfenda
orðinn að stóru vandamáli
Ensk knattspyrnuyfirvöld hafa áður tekið fast á knattspyrnubullum og kyn-
þáttafordómum í stúkunni. Nú vilja samtök atvinnumanna í Englandi að tekið
sé á munnsöfnuði áhorfenda sem sé sífellt að verða stærra vandamál.
ÓSÁTTUR Sol Campbell lét í ljós óánægju sína með munnlegt ofbeldi sem leikmenn
ensku úrvalsdeildarinnar þyrftu að þola frá sumum áhorfendum.
NORDIC PHOTOS/GETTY