Fréttablaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 2
 Samkeppniseftirlitið (SE) hefur gert Eimskipafélaginu hf. að greiða 310 milljónir í sekt fyrir að hafa misnotað gróf- lega stöðu sína á sjóflutninga- markaði á árun- um 2001 til 2002. Það er langhæsta sekt sem SE hefur lagt á fyrirtæki fyrir slíkt brot. Brotin beind- ust gegn Sam- skipum og í tölvupóstssamskipt- um sín á milli ræddu æðstu menn Eimskips fjálglega um að gera „árás“ á Samskip og setja það „á hælana“. Í ákvörðun SE segir að brot Eimskips séu mjög alvarleg og Samskip hefðu líklega hrökkl- ast af markaði hefðu áætlanir Eimskips að fullu náð fram að ganga. Forsvarsmenn Eimskipafélags- ins segja málið sér í raun óvið- komandi og hafa áfrýjað. Eim- skipafélagið sé í dag allt annað fyrirtæki en það sem bar sama nafn fyrir fimm árum og ábyrgðin hafi flust annað eftir miklar skipu- lags- og eignarhaldsbreytingar. Rannsóknin hófst eftir kæru Samskipa en Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, segist þó hissa á alvarleika brotanna. „Við kvört- uðum yfir óeðlilegum viðskipta- háttum en við gerðum okkur raun- verulega ekki grein fyrir því hversu skipulögð og umfangsmikil þessi aðför var að Samskipum og frjálsri samkeppni í landinu.“ Hann segir að skoðað verði hvort grundvöllur sé fyrir bóta- kröfu á hendur Eimskipafélaginu. Erla Ósk Arnardótt- ir Lilliendahl íhugar nú málsókn á hendur bandarískum stjórnvöld- um vegna ómannúðlegrar með- ferðar við komu hennar til New York hinn 9. desember. „Bandarískir lögfræðingar hafa sett sig í samband við mig og boðið mér að skoða málið. Við erum að skoða þetta í rólegheitum,“ segir Erla Ósk. Hún segir ekki langt að bíða þess að hún taki endanlega ákvörðun um málshöfðun. Carol van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna, fór með bréf frá heimavarnarráðuneyti Bandaríkj- anna til ráðuneytisstjóra utanrík- isráðuneytisins í gær. Þar kemur fram að heimavarn- arráðuneytið harmi atvikið, málið hefði átt að meðhöndla á annan og mildilegri hátt. Meðal annars af þessu tilefni verði starfsreglur ráðuneytisins vegna komu erlendra farþega til Bandaríkj- anna og um meðferð á fólki sem bíður brottvísunar endurskoðaðar og úrbóta leitað. Undir bréfið ritar Stewart Baker, aðstoðarráðherra í heima- varnarráðuneytinu. Hann stendur næstur Michael Chertoff, ráð- herra heimavarna, að völdum í málum tengdum stefnumörkun. Erla fór til New York með vin- konum sínum, en við komuna til Bandaríkjanna var hún hneppt í varðhald í um sólarhring og meðal annars leidd í hlekkjum að land- gangi flugvélar sem flutti hana úr landi eftir brottvísun. Ástæðan var sögð sú að fyrir 12 árum dvaldi hún nokkrum vikum lengur í land- inu en hún hafði heimild til. „Mér líst vel á þessa niður- stöðu,“ segir Erla Ósk. „Ég er ánægð með að málið hafi verið tekið föstum tökum, og að þetta skuli leiða til þess að ef til vill lendi ekki fleiri í svipuðum aðstæðum.“ Erla Ósk segist líta á bréf heima- varnarráðuneytisins sem afsökun- arbeiðni, en þar viðurkenni þeir þó ekki að mistök hafi verið gerð. Hún ræddi við van Voorst vegna málsins í gær. Hyggist Erla Ósk fara aftur til Bandaríkjanna verð- ur hún að fá vegabréfsáritun. Íhugar málshöfðun eftir niðurlægingu Íslensk kona sem þola mátti niðurlægjandi meðferð við komuna til Bandaríkj- anna nýverið hefur fengið afsökunarbeiðni bandarískra stjórnvalda. Þau segja að starfsreglur verði endurskoðaðar í kjölfar atviksins en viðurkenna ekki mistök. Árni, er þetta byggt á veikum forsendum? Reyndi að kafsigla Samskip Eldur var borinn að öllum þremur hæðum tóms húss við Hverfisgötu á ellefta tíman- um í gærmorgun. Slökkviliðið segir öruggt að um íkveikju hafi verið að ræða. Greiðlega gekk að slökkva þann litla eld sem logaði þegar slökkviliðið bar að. Brennuvarg- urinn hafði sópað saman rusli til að brenna á öllum hæðum hússins, að sögn varðstjóra slökkviliðs. Níels Pálmar Benediktsson, framkvæmdastjóri fasteignafé- lagsins Festa, sem á húsið, segir að húsið hafi verið autt í rúma tvo mánuði og bíði niðurrifs. Borinn eldur að þremur hæðum 26 ára karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær fyrir að hafa skilið tvo ketti eftir á víðavangi. Maðurinn þarf að greiða 40 þúsund króna sekt eða sæta fjögurra daga fangelsisvist. Í dómnum segir að maðurinn hafi vanrækt að sjá köttunum fyrir viðunandi vistarverum og fullnægjandi fóðri, drykk og umhirðu með því að skilja þá eftir í lok febrúar eða byrjun mars við hesthús á Hólmsheiði. Þar fundust kettirnir 3. mars. Skildi kisulórur eftir á víðavangi Fimm franskir ríkisborgarar, sem Bandaríkjaher hafði haft árum saman í haldi í Guantanamo á Kúbu, voru í gær sakfelldir af frönskum dómstól fyrir þátttöku í hryðjuverkastarf- semi. Þeir þurfa þó ekki að afplána neinn fangelsisdóm í Frakklandi. Í gær voru enn fremur látnir lausir þrír breskir ríkisborgarar, sem hafa verið í haldi í Guant- anamo árum saman. Samtals hafa þá tólf breskir ríkisborgarar verið látnir lausir, en enn eru tveir eftir í Guantanamo. Hlutu dóm í Frakklandi Eldur kom í gær upp í Eisenhower-byggingunni, stjórnsýsluhúsi sem er við hliðina á Hvíta húsinu í Washington. Þar hefur varaforseti Bandaríkjanna aðstöðu. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni. Það tók slökkvilið ekki nema hálftíma að slökkva eldinn, en nokkrar skemmdir urðu á skrifstofum varaforsetans. Dick Cheney varaforseti var þó staddur í Hvíta húsinu, þar sem hann hefur einnig skrifstofu. Hann brá sér út fyrir ásamt George W. Bush forseta til að þakka slökkvi- liðinu fyrir vel unnin störf. Bush þakkaði slökkviliðinu Vestræn börn senda jólasveininum í Lapplandi langa og nákvæma óskalista yfir rándýr leikföng. Tónninn í bréfum sem koma frá börnum í löndum austan við Finnland er hins vegar annar. Taina Ollila, aðalsveinka í pósthúsi jólasveinsins, segir að börn í austurvegi segi fyrst frá sjálfum sér og fjölskyldu sinni, óski jólasveininum langs lífs og góðrar heilsu og síðan komi þau með hófsamar óskir sínar. Vestræn börn vilja leikföng Mikill verðmunur er á einstökum vörum og verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er niðurstaða verðkönnunar sem ASÍ gerði á neysluvörum sem vinsæl- ar eru fyrir jólin. Til dæmis kostar Fitty samloku- brauð 289 krónur í Samkaupum en 122 krónur í Bónus. Munurinn er um 137 prósent. Yfir 100 prósent munur var á kílóverði á mandarín- um sem er 119 krónur í Bónus en 239 krónur í Samkaupum. Í krón- um talið var munurinn mestur 709 krónur, á SS birkireyktu hangi- læri. Kílóverðið er 2.598 í Fjarðar- kaupum en 1.889 í Krónunni og Bónus. Það vekur athygli að af 28 vörum sem kannaðar voru í báðum versl- unum reyndist verðmunur hjá Bónus og Krónunni vera innan við 4 krónur í 23 tilfellum. Bónus var með flestar vörurnar á lægsta verði en Samkaup var oftast með hæsta verðið. Könnunin fór þannig fram að starfsmenn ASÍ tíndu vörurnar í körfu án þess að gera grein fyrir því að um verðkönnun væri að ræða þar til búið var að skanna allar vörurnar og gefa upp verð. Þá var óskað eftir því að fá verð- strimla til að vinna úr en í tveimur verslunum var því synjað. Það var í verslunum Hagkaupa í Skeifunni og Nóatúns við Hringbraut. Þær verslanir voru því ekki með í könnuninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.