Fréttablaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 30
30 20. desember 2007 FIMMTUDAGUR 15.300 1991 1995 2000 2003 2006 nám, fróðleikur og vísindi 18.100 22.000 21.600 26.100 „Af öllu listrænu starfi er tónlistin sú listgrein sem litlum börnum er aðgengi- legust,“ segir Pétur Hafþór Jónsson, tónmenntakennari í Austurbæjarskóla, sem hefur sérlega nýstárlegar hugmyndir um hvernig skólar ættu að nálgast tónlistarkennslu en gildi hennar segir hann hafa ver- ið stórlega vanmetið. Pétur hefur skrifað nýja námsbók um efnið fyrir Námsgagnastofn- un en með henni fylgja fjórir geisladiskar þar sem saga tónlist- arinnar er rakin allt frá Vestur- Afríku, Ameríku og Evrópu. Titill bókarinnar, Hljóðspor, hæfir efn- inu því vel. „Tónlist og fagið tónmennt er stórlega vanmetinn þáttur í skóla- starfi. Margir foreldrar einblína bara á árangur barna sinna í stærðfræði og ensku sem og færni þeirra á tölvur,“ segir hann. Þá bendir Pétur á að í listum tjái fólk veruleikann með táknum. Raunveruleikanum sé ekki komið til skila á nákvæman og áþreifan- legan hátt. Svipað og gerist í leik barna. Þar sé veruleikinn ekki endursagður með orðum. Þess í stað er farið í gegnum ýmis skap- andi ferli sem hjálpa barninu að lesa úr raunveruleikanum eins og hann kemur því fyrir sjónir. „Þeim mun fleiri tjáningarform sem börnum eru töm því fleiri möguleika hafa þau til að vinna úr og hafa stjórn á hugsunum sínum og hugmyndum. Tónlistin veitir þeim tækifæri til að tjá tilfinning- Tónlist mismunar ek þótt tungumálið ger TÓNLIST ER STÓRLEGA VANMETIN Pétur Hafþór segir tónlist fólki afar mikilvæg þótt tónlistarkennsla sé oft vanmetin námsgrein. Efla þurfi tónlistarkennslu í samfélaginu enda sé lítils að byggja stórt tónlistarhús ef fólk hefur ekki lært að meta það sem fram fer í því. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR Út er komin bókin Fjölmenning á Íslandi þar sem fjallað er um ýmsa þætti fjölmenningarsamfélagsins að því er greint er frá á vef KHÍ. Bókin er ætluð kennaranemum og öðrum háskólanemum, fræðimönnum, kennurum á öllum skólastigum og stefnumótendum. Ritstjórar eru Hanna Ragnarsdóttir, dósent við KHÍ, Elsa Sigríður Jónsdóttir, lektor við KHÍ, og Magnús Þorkell Bernharðs- son, dósent við Williams College. Helstu efnisþættir eru þróun fjölmenningarlegs samfélags og skólasam- félags, straumar og stefnur í fjölmenningarfræðum, tvítyngi og móðurmál, íslenska sem annað mál, staðalímyndir og fordómar, sjálfsmynd, menning og trúarbrögð, menningarlæsi og íslenskar rannsóknir, meðal annars á stöðu og reynslu barna og fullorðinna í fjölmenningarsamfélagi. ■ Útgáfa Fjölmenning á Íslandi Út er komin bók með greinum eftir Þór Magnússon, Á minjaslóð. Safn ritgerða og ljósmynda. Greinarnar eru frá löngum starfsferli Þórs og spanna efni sem tengist silfur- og gullsmíði, fornleifum, byggingarsögu, útskurði, þjóðháttum, bókbandi, minning- armörkum og sagnaþáttum. Sýnishorn úr merku ljósmyndasafni Þórs, sem varðveitt er í Þjóðminjasafni Íslands, er einnig birt í bókinni, ásamt heildarritaskrá hans, skrifum frá tímabilinu 1959-2007. Þjóðminjasafnið gaf bókina út í tilefni af sjötugsafmæli Þórs þann 18. nóvember síð- astliðinn en hann gegndi starfi þjóðminja- varðar á árunum 1968-2000. ■ Þjóðminjasafn Íslands Gefur út rit til heiðurs Þór Magnússyni Tímaritið Saga er komið út og er að vanda fullt af spennandi efni. Eru öll gömul hús merkileg? Voru stjórnvöld viðbúin kjarn- orkuárás á Ísland á 6. og 7. áratugnum? Hefði Fjölnismaðurinn Tómas Sæmundsson orðið forystumaður íslenskra íhaldsmanna ef honum hefði enst aldur? Er Landnáms- sýningin Reykjavík 871 ±2 raunveruleika- þáttur úr fortíðinni? Var frillulíf viðurkennt sambúðarform á miðöldum? Hvað getur íslenskt safnafólk lært af kollegum sínum í Skotlandi? Hver fann upp fjósið? Í hverju fólst gagnrýni á þingræðið á árunum milli stríða? Hver var þekking Íslendinga á Rúss- landi á 19. öld? Þetta eru aðeins nokkrar þeirra fjölmörgu spurninga sem höfundar efnis í hausthefti Sögu glíma við. Ritstjórar eru Eggert Þór Bernharðsson og Páll Björnsson. ■ Sögufélagið Tímaritið Saga komið út Svona erum við > Fjöldi sérmenntaðs starfsfólks á Íslandi Soffía Sveinsdóttir, meistaranemi í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands og veðurfréttamaður á Stöð 2, er bæði með BS og MS gráðu í efnafræði frá Háskóla Íslands. Hún segist alltaf hafa haft áhuga á stærðfræði en vissi varla hvað efnafræði var þegar hún byrjaði í framhaldsskóla. „Ég ætlaði að verða blaðamaður og var á félagsfræðibraut í FSu. Ég var hins vegar alltaf góð í stærðfræði og á þriðju önn tók ég efnafræði 103 og heillaðist af faginu. Eftir útskrift var ég að pæla í að læra íslensku eða efnafræði en það síðara varð fyrir valinu.“ Soffía segir að sér finnist efnisheimurinn heillandi, að milljónir efna skuli vera til úr örfáum frumefnum. „Það er magnað. Síðan hef ég líka gaman af efnafræði í daglegu lífi, matvælaefnafræði og næringarfræði.“ Soffía segir námið hafa nýst sér vel. Hún lauk að auki kennslu- réttindum frá HÍ árið 2004 og hefur kennt efnafræði við Menntaskólann við Hamra- hlíð síðan 2003. Soffía hefur einnig mikinn áhuga á stjórnun og ákvað þess vegna að taka meistarapróf í mannauðsstjórnun. „Mig langaði að víkka sjóndeildarhringinn. Ég útskrifast í febrúar næstkomandi og býst við að halda áfram að kenna. Ég hef reynt að tengja mannauðsstjórnina eins mikið og ég get við kennslu á framhaldsskólastigi. Það nám mun því líklega nýtast mér strax í starfi en ég bý líka að því til framtíðar; ég gæti til dæmis hugsað mér að fara út í einhvers konar stjórnun annaðhvort innan mennta- geirans eða annars staðar.“ NEMANDINN SOFFÍA SVEINSDÓTTIR, EFNAFRÆÐINGUR OG NEMI Í MANNAUÐSSTJÓRNUN Heillaðist af efnisheiminum í fjölbraut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.