Fréttablaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
JAKOB FRÍMANN MAGNÚSSON
Sátt í Klaufamálinu
Útvarpsstjóri lofar Rás 2 auknum fjármunum
FÓLK 60
Sími: 512 5000
FIMMTUDAGUR
20. desember 2007 — 346. tölublað — 7. árgangur
VEÐRIÐ Í DAG
Samheldni,
kærleikur og
gleði
Kvenfélagið Gefn í
Garði er 90 ára.
TÍMAMÓT 44
Síðasti skiladagur
fyrir jólakort
innanlands er
í dag
www.postur.is H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
0
7
-1
5
3
5
Mamma
segir,
mamma
segir
BT bæklingur fylgir Fréttablaðinu í dag
Umdeild erótík
Skiptar skoðanir eru
á auglýsingu fyrir
glæpasögu Þórunn-
ar Erlu-Valdi-
marsdóttur.
FÓLK 74
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL.
Jens Ólafsson gengur í jakka afa síns ogalnafna
Júdas í jakka afa síns
Jens æfir þessa dagana stíft fyrir hlutverk Júdasar í söngleiknum Jesus Christ Superstar og er greinilega í karakter á milli æfinga.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FLOTT UM JÓLINFalleg jólanærföt undir sparifötin setja punktinn yfir i-ið og ekki er verra að hafa þau rauð.
TÍSKA 2
JÓL Í GARÐINUMEf jólin verða rauð eins og allt stefnir í er um að gera að lífga upp á garðinn með skemmti-legum ljósum.
JÓL 5
Bækur halda sjó
„Nær öll hátekjulönd nema Banda-
ríkin gefa nú út fleiri bækur á
mann en áður,“ skrifar Þorvaldur
Gylfason.
Í DAG 36
VERSLUN „Óveðrið hefur greinilega ekki komið að sök
því þeir verslunarmenn sem ég hef heyrt frá úr
miðbænum eru gríðarlega ánægðir með jólasöluna
og segja að síðustu þrír laugardagar hafi verið á við
góða Þorláksmessu,“ segir Sigrún Lilja Guðbjarts-
dóttir, framkvæmdastjóri Miðborgar Reykjavíkur.
Hákon Jónsson, framkvæmdastjóri Jóns og
Óskars, sem er með verslun við Laugaveg, tekur í
sama streng. „Það hefur verið mjög mikið að gera
þótt vissulega hafi verið rólegt þegar allra verst
viðraði en þá hefur bara verið þeim mun meira að
gera þegar veður gengur niður.“
Sigrún segir því ljóst að stóru verslunarmiðstöðv-
arnar séu síður en svo að ganga af verslun í miðbæn-
um dauðri. „Síður en svo enda hafa allir lagst á eitt
að gera þetta sem skemmtilegast sem vilja halda í
þessa hefð að versla í miðbænum fyrir jólin. Til
dæmis hefur Hjálpræðisherinn og Norræna félagið
boðið vegfarendum upp á kakó, veitingahúsaeigend-
ur hafa síðan verið með tilboð og Bílastæðasjóður
hefur komið til móts við okkur með því að hafa
bílastæðahúsin opin lengur. Að ógleymdum jóla-
sveinunum sem hafa glatt marga með fjöri og
góðgæti í poka.“
Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn
lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að
undanfarin ár hafi aðsókn í miðbænum á Þorláks-
messu aukist. „Að jafnaði eru um 12 til 15 þúsund
manns á Laugaveginum og í miðbæjarkvosinni á
Þorláksmessu,“ segir hann. „Þetta geta orðið 20
þúsund manns þegar mest er. Og aðsóknin eykst
frekar með árunum en hitt.“
En þrátt fyrir góða aðsókn í miðbænum virðist
ekkert lát vera á aðsókninni í Kringluna og Smára-
lind. „Jólin í fyrra voru algjört met og er aðsókn og
verslun það sem af er desember meiri en í fyrra,“
segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri
Kringlunnar. „Við eigum svo von á því að þetta nái
hámarki um næstu helgi.“ Hann segir að um 50
þúsund manns hafi komið í Kringluna á Þorláks-
messu í fyrra.
Kristinn Jóhannesson, rekstrarstjóri Smáralindar,
segir einnig aðsóknina meiri nú en á sama tíma í
fyrra. - jse
Miðbærinn stendur
af sér vonda veðrið
Óveður hefur ekki áhrif á sölu í miðbænum. Sú hefð að versla í miðbænum á
Þorláksmessu á síður en svo undir högg að sækja. Það sem af er desember hefur
aðsókn og verslun verið meiri í Kringlunni og Smáralind en á sama tíma í fyrra.ÞURRT FYRIR AUSTAN - Í dag
verður sunnan strekkingur. Rigning
og síðar skúrir en þurrt austan til á
landinu. Hiti 5-12 stig.
VEÐUR 4
JENS ÓLAFSSON
Tók ástfóstri við jakka
afa síns og alnafna
tíska jól
Í MIÐJU BLAÐSINS
TILBÚNIR AÐ SLÁTRA AÐ HÆTTI ABRAHAMS Í gær var tíundi dagur Dihijja-mánaðar samkvæmt dagatali múslima en þá er venjan að slátra lömbum og skal viðhöfð aðferð
Abrahams líkt og þegar hann fórnaði lambinu sem guð færði honum forðum daga og þakkaði honum þannig trúfestuna. Þetta getur reynst örðugt á Íslandi en þessir ellefu
trúbræður fengu öll leyfi til að gera þetta líkt og hefð kveður á um í sláturhúsinu á Selfossi. Sjá síðu 22
Ágúst tekur við
stelpunum
Ágúst
Björgvins-
son var í gær
ráðinn
landsliðs-
þjálfari kvenna í
körfubolta.
ÍÞRÓTTIR 66
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/PJETU
R
Á LAUGAVEGINUM Þó illa hafi viðrað að undanförnu lætur
landinn það lítið á sig fá og leggur í verslunarleiðangur í mið-
bæinn. Kaupmenn eru kampakátir með aðsóknina það sem af
er desembermánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
LÖGREGLUMÁL Tveir unglings-
drengir vopnaðir kylfum rændu
verslun 10-11 í Grímsbæ við
Bústaðaveg um klukkan átta í
gærkvöldi. Þeir komust undan
með peninga og tóbak en náðust
skömmu síðar. Enginn slasaðist.
Samkvæmt lögreglu vaknaði
grunur um hverjir voru að verki
þegar starfsfólk lýsti útliti
ræningjanna, sem voru grímu-
klæddir. Lögregluþjónar fóru
heim til annars þeirra og fundu
þar fyrir drengina og góssið. - sþs
Verslun 10-11 í Grímsbæ:
Kylfum beitt í
vopnuðu ráni