Fréttablaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 66
54 20. desember 2007 FIMMTUDAGUR
Vinátta, ást, afbrýðisemi, öfund,
hatur og morð – þetta er sígilt inn-
tak bókmennta, þar á meðal
Njálu... sem Þórunn Erlu-Valdi-
marsdóttir spinnur eftir í Kalt er
annars blóð: þar með geta Njálu-
stúdíósar skemmt sér við saman-
burðinn, skoðað nútímaútfærslu
Þórunnar og spáð í hliðstæður,
hvort þeir séu sammála hennar
útleggingum eða hefðu gert öðru-
vísi. Mér fannst makalaust gaman
að lesa mig fram á hliðstæður við
þekkta snilldarparta Njálu eins og
þegar Halla er kynnt til sögunnar,
álög Gunillu og lát Gunnars.
Er augljósasta nútímaútgáfa
Gunnars kókaínsniffandi selló-
leikari á niðurleið – og Hallgerðar
fyrirsæta sem er að falla á aldri?
Það finnst mér eiginlega ekki, ef
beint er spurt – finnst nú meira
spunnið í Hallgerði dóttur Njálu-
höfundar en svo – en í útgáfu Þór-
unnar lúta persónurnar lögmálum
hennar sögu og þar gengur þetta
öldungis ágætlega upp.
Undirtitillinn, „skáldsaga um
glæp“, beinir sögunni inn á kjör-
lendur íslenskra bókmennta þessi
árin, glæpasögur – þar sem bæði
gamalreyndir krimmahöfundar
og nýhöfundar leggja í púkkið.
Læmingjahugur Íslendinga þarf
ekki að koma á óvart, sbr. fóta-
nuddtækin um árið – og þó: það
tekur tíma að skrifa bók, enga
stunda að kaupa dót sem aðrir
mæla með. En glæpasögur eru
auðvitað stór grein í bókabúskap
heimsins og útflutningur á þessu
sviði hefur gengið stórvel.
Það er þó snöggtum meira af
andagift og snilldartöktum í bók
Þórunnar en gerist og gengur um
glæpasögur. Ég er enginn lófa les-
ari slíkra bóka, hef varla opnað
glæpasögu síðan ég las Simenon
og Agöthu Christie fyrir margt
löngu en hef þó lesið Ég heiti
Rauður eftir Orhan Pamuk sem er
líkt og bók Þórunnar fremur skáld-
saga um glæp en venjuleg glæpa-
saga.
Í báðum er stjörnuflug í stíln-
um, slett úr klaufunum í ýmsar
áttir – morðinginn talar/kemur
fram í báðum bókum án þess að
við vitum hver hann er, dýr tala og
báðar sögur skiptast í marga
stutta kafla þar sem er fylgst með
mörgum persónum í margslung-
inni sögu. Þórunn vísar til annars
höfundar, Peter D. Deutermann,
með því að láta Leó lesa Cat Danc-
ers – hef ekki lesið þá bók en sýn-
ist af lýsingum að sú bók byrji á
líkan hátt.
Andagift Þórunnar lýsir sér
meðal annars í mörgum stórsnið-
ugum lýsingum. Þegar flugvél
tekur dýfur „verða hjörtun eftir
ofan við vinstri öxl. Eru í teygju,
sem betur fer, og skríða inn í
brjóstkassann aftur, sjúskuð og
rugluð eins og maginn.“ (Bls. 167).
„Klukkuverkið í (Höllu) er stillt á
andstyggð þegar hún er í sam-
keppnisham.“ (Bls. 192-3). Lýsing-
arnar á því þegar gengið er í
skrokk, í orðsins fyllstu merkingu,
á líki Ödda og yfirleitt viðskipti
við lík og skrokka eru, hmm, kjöt-
legar og sláandi vel skrifaðar.
Almennt er ekki flæði í textanum,
hann er að mestu í stuttum setn-
ingum og yfirbragðið því í stacc-
ato – auðvitað stílbragð en ég varð
ögn þreytt á því á köflum.
Morðingjar eru sem betur fer
iðulega of vitlausir og/eða tauga-
spenntir til að fremja hinn full-
komna glæp og/eða löggan of klár
og tæknivædd. Það er heldur ekk-
ert auðvelt að fremja hinn full-
komna bókmenntaglæp. Sam-
kvæmt krufningunni sem lesendur
eru viðstaddir er Öddi skotinn
aftan frá en ég fæ það ekki alveg
til að ganga upp í lýsingum á morð-
inu í 15. og 54. kafla, sama er með
gerandann – fæ mig þó ekki til að
kryfja það nánar hér til að spilla
ekki lesningunni fyrir þeim sem
hafa ekki lesið bókina.
Hluti af plottun glæpasagna er
hver veit hvað og hvenær og hvað
afhjúpast hvenær. Það er firna
snjallt þegar Ása sér samlíkingu
milli Hrúts í Njálu og nafna hans í
hennar veruleika en að sama skapi
erfitt að skilja af hverju hún hug-
leiðir ekki frekari hliðstæður mál-
anna síðar þegar hún er á kafi í
málinu með ástmanni sínum. Eitt
er að Ása detti ofan á líkið en ögn
strekktara að hausinn finnist líka.
En kannski er allt í lagi að allt
gangi ekki upp – svo margt annað
í gangi hér en „hver-gerði-það“
mál: saga um ástir og ástleysi,
svipmyndir af Reykjavíkurlífi
samtímans, krufning á samskipta-
og kynhegðun kynjanna.
Fyrst lesandinn er leiddur svo
skemmtilega út í að hugleiða Njálu
er erfitt að komast hjá að velta
fyrir sér persónum Þórunnar í því
samhengi. Það er kannski ómak-
legur samanburður – Njála er
fræg fyrir ótrúlega skarpar og
meitlaðar persónulýsingar – en í
persónum Þórunnar er grunnt á
klisjunum sem er kannski með
vilja þó mér þyki það ekki lukkað,
aldurseinkenni grautarleg og per-
sónurnar óskýrar og ekki sérlega
sannfærandi, til dæmis Gunnar.
Opinskáar síhugsanir um kynlíf
einkenna flestar persónurnar, ekki
fjarri lagi þegar Njála er annars
vegar þó nútímalesendum sé það
að hluta hulið. En bók Þórunnar er
ekki aðeins drifin áfram af per-
sónum heldur vel heppnuðum lýs-
ingum, útúrdúrum og athuga-
semdum – í mörgum lögum, algjör
randalína, sem mér finnst spenn-
andi. Og já, í heimi þessarar skáld-
sögu hefur Séð og heyrt greinilega
skákað Njálu – sem er auðvitað
rok hnyttið! Sigrún Davíðsdóttir
Úr Njálu í Séð og heyrt
BÓKMENNTIR
Kalt er annars blóð
Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir
★★★★
Saga í mörgum lögum – algjör
randalína
ÞÓRUNN ERLU-VALDIMARSDÓTTIR
Gefum góðar stundir
Gjafakort í Þjóðleikhúsið er frábær jólagjöf
fyrir alla fjölskylduna!
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 551 1200
www.leikhusid.is
Gjafakort fyrir tvo á
Skilaboðaskjóðuna og
geisladiskur á kr. 5.500
Jólatilboð
7. og 8. des uppselt
30. des
LA TRAVIATA
GIUSEPPE VERDI
Frumsýning 8. febrúar 2008
GJAFAKORT
á eina ástsælustu óperu allra tíma
www.opera.is – Miðasala 511 4200
Jólagjöf sem jafn gaman er
að gefa og þiggja: