Fréttablaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 18
Schengen-svæðið svo- nefnda stækkar á miðnætti í kvöld úr 15 löndum í 24. Þar með færast ytri landamæri svæðisins austur að landamærum Rússlands, Hvíta- Rússlands og Úkraínu, en hefð- bundið landamæraeftirlit fellur niður á innri landamærunum, svo sem milli Póllands og Þýskalands. „Næsta ótrúlegur hlutur hefur gerst – á mörgum sviðum er Evr- ópa að verða að einu ríki,“ sagði Lech Walesa af þessu tilefni í sam- tali við AP-fréttastofuna, en hann er fyrrverandi forseti Póllands og átti á níunda áratugnum virkan þátt í að fella járntjaldið í hlut- verki sínu sem leiðtogi verkalýðs- hreyfingarinnar Samstöðu. Til að búa sig undir þessi tíma- mót hafa yfirvöld í fyrrverandi austantjalds- og núverandi ESB- löndunum í Mið- og Austur-Evrópu lagt sig fram um að sýna og sanna að þau séu því verkefni vaxin að annast eftirlit á hinum nýju ytri landamærum svæðisins. Síðan þessi lönd – Eistland, Lettland, Lit- háen, Pólland, Slóvakía, Ungverja- land, Tékkland og Slóvenía – gengu til liðs við Evrópusambandið árið 2004 hefur það varið umtalsverð- um fjárhæðum í að styðja ríkin í þessum undirbúningi, til kaupa á fullkomnasta gæslubúnaði, þjálf- un landamæravarða og svo fram- vegis. Þessi breyting hefur í för með sér, að komist einhver óvelkominn yfir hin nýju ytri landamæri – svo sem eiturlyfjasmyglari eða hryðju- verkamaður – getur hann ferðast óhindrað alla leið til München eða Madrídar. Þetta veldur hinni miklu áherslu sem lögð er á að vel sé staðið að eftirliti þar eystra. „Þrýstingurinn er mikill,“ hefur AP eftir Waldemar Skarbek, yfir- manni landamæragæslusveitar með bækistöðvar í austur-pólska bænum Przemysl. „En Pólland er reiðubúið; það er búið að koma miklu í verk.“ Hið eina þeirra tíu ríkja, sem gengu í ESB vorið 2004 sem að eigin ósk gengur að sinni ekki til liðs við Schengen-svæðið er Kýpur. Það gerir hins vegar hitt Miðjarð- arhafs-ESB-eyríkið Malta. Bið verður á því enn um sinn að nýj- ustu ESB-aðildarríkin Rúmenía og Búlgaría fái aðild. Til að bjarga norræna vega- bréfasambandinu fengu bæði Ísland og Noregur aðild að Scheng- en árið 2001, um leið og hin Norð- urlöndin sem eru í ESB. Ferðafrelsis- svæði Evrópu stækkar Aðild níu nýrra ríkja að Schengen-svæðinu gengur í gildi á morgun. Þar með nær það frá Íslandi til Karpatafjalla og Finnmörku til Gíbraltarsunds. Starfsmenn land- læknisembættisins eru að fara yfir málefni hjúkrunar- og dval- arheimilisins Kirkjuhvols á Hvolsvelli vegna misklíðar sem þar hefur komið upp milli starfs- manna, að sögn Sigurðar Guð- mundssonar landlæknis. Heimil- inu hefur borist liðsauki frá LSH. Fréttablaðið greindi frá því í gær að tveir sjúkraliðar væru hættir störfum á Kirkjuhvoli og einn hjúkrunarfræðingur sömu- leiðis. Í fundargerð kemur fram að sjúkraliðarnir hafi lýst bréf- lega yfir til stjórnar heimilisins að þeir treystu sér ekki til að starfa undir stjórn hjúkr- unarfræð- ingsins sem hefði verið ráðinn hjúkr- unarforstjóri. „Við erum að meta þetta mál,“ segir Sigurður og kveðst ekkert geta sagt um það hvenær niðurstaðan liggi fyrir. „Þetta tekur einhvern tíma. Við erum að tala við fólk og erum að afla okkur upplýsinga.“ Spurður um hvernig stofnunin standi þegar svo margir faglærð- ir eru hættir segir hann að sú hætta sé alltaf fyrir hendi að „misklíðin komi niður á þeim sem síst skyldi, það er sjúklingum. Eitt af okkar hlutverkum er að fara ofan í saumana á málum þar sem möguleikar eru á slíku en ég er ekki að segja að það sé þannig í þessu tilviki. Þetta er krítíska spurningin en liðsauki hefur fengist frá Landspítalanum. Núna er starfsemin eins og hægt er að ætlast til þannig að ekki er uppi nein örvænting. Eigi að síður er það áhyggjuefni þegar svona gerist,“ segir hann. Liðsauki hefur borist frá LSH Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hrósað stjórnvöldum í Ungverjalandi fyrir að vera fyrst til að fullgilda hinn nýja Lissabon-sáttmála sambandsins. Hvatti hún hin ESB-ríkin 26 til að ganga rösklega fram við að fullgilda sáttmál- ann svo hann geti tekið gildi samkvæmt áætlun árið 2009. Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sagði atkvæðagreiðsluna í ungverska þinginu hafa snúist um „skilvirk- ara, lýðræðislegra, gegnsærra og sterkara Evrópusamband.“ Írar eru að óbreyttu eina ESB- þjóðin sem mun greiða þjóðarat- kvæði um fullgildinguna. Ungverjar full- gilda fyrstir Norski dómsmálaráð- herrann Knut Storberget telur að fleiri lögreglumenn vanti í borginni, að sögn norska ríkisút- varpsins NRK, því að einungis þeir hafi heimild til að sýna vald sitt. Því hafa fleiri nemar verið teknir inn í norska lögregluskól- ann. Í Osló eru nú um 6.500 öryggis- verðir og hefur þeim fjölgað um 1.500 á þremur árum. Lögreglu- mennirnir eru 1.680 talsins og hefur aðeins fjölgað um 30. Í norsku höfuðborginni eru því næstum fjórir verðir fyrir hvern lögreglumann. Fjórir verðir á hverja löggu Pókermót eru fjár- hættuspil og þar með ólögleg, samkvæmt úrskurði landsréttar í Danmörku. Rétturinn sneri við úrskurði héraðsdóms, sem komst að þeirri niðurstöðu í júlí að póker snerist um hæfni og slík mót væru því ekki fjárhættuspil. Úrskurðinum hefur verið áfrýjað til hæstaréttar í Dan- mörku. Sveinn Andri Sveinsson, hæsta- réttarlögmaður og talsmaður Póker- sambands Íslands, sagðist hafa frétt af úrskurðinum þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. Niður- staðan komi honum á óvart. „Ég er ekki alveg með á hreinu hversu lík lagaákvæðin eru hér og í Danmörku, þannig að það er ekki víst hvort þetta hafi áhrif á mál vegna pókermóta hér á landi,“ segir hann. „Ef ákvæðin eru eins eða mjög svipuð þá geta menn notað þetta sem hjálpargagn, en úrskurðurinn hefur ekki beinlínis for- dæmisgildi.“ Ekki náðist í Karl Inga Vil- bergsson, full- trúa lögreglu- stjórans á höfuðborgar- svæðinu, vegna málsins í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.