Fréttablaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 20. desember 2007 3
Í verslunum þar sem verðið er hóflegt eru jólin
mikil vertíð og því mikið um dýrðir. Vandamálið
er hins vegar að útsölur eru á næsta leiti og því
þarf að finna ákveðið jafnvægi í innkaupum
fyrir veturinn til þess að ekki sé alltof mikið af
vetrarfötum sem liggur eftir þegar jólaverslun-
inni linnir.
Í fínu tískuhúsunum er þessu ekki eins farið.
Þar er vetrartískan nú þegar að syngja sitt
síðasta. Góðu viðskiptavinirnir koma í september
og október til að fata sig upp og lítið er eftir af
stærðum, í það minnsta af því sem vinsælt er.
Bestu viðskiptavinunum er gjarnan boðið á
einkaútsölur í kringum jól, ekki verra ef það er
fyrir jól til þess að kaupa jólagjafir en þessar
útsölur eru bannaðar þar sem allir viðskipta-
vinir eiga að hafa jafna möguleika á því að
versla á útsölum. Því er mikið pukur í kringum
þessar svokölluðu einkaútsölur. Svo eru það þeir
heppnustu sem komast á „pressu-útsölu“. Það
eru sérstakar útsölur á varningi sem hefur verið
notaður í myndatökur og lánaður til blaða og
tímarita. Þangað er blaðamönnum boðið, blaða-
mönnum sem að öllu jöfnu njóta þrjátíu pró-
senta afsláttar allt árið hjá tískuhúsunum og
eiga svo að skrifa hlutlaust um tískuna! Spurn-
ing hvort ekki sé hægt að segja að tískublaða-
mönnum sé mútað.
En svo eru þeir sem ekki vilja gamlar lummur
fyrir jólin og eru boðnir í fín samsæti um hátíð-
ir. Fyrir þá er „siglingatískan“ (croisière) alveg
fyrirtak. Þessi tíska sem var fundin upp á fyrri
hluta tuttugustu aldar – á árunum ´20-´30 – fyrir
hefðarfrúr sem vissu ekki hvað þær áttu að nota
þegar þær fóru í siglingar til heitra landa á lysti-
snekkjum í svartasta skammdeginu. Dálítið eins
og sumartíska um hávetur en um leið flott og
skrautleg. Þessi lína er því tilvalin fyrir
hátíðarnar sem eru fram undan með veislum og
kampavínsboðum. Um leið boðar hún vor- og
sumartískuna sem er á næsta leiti.
Siglingatískan er því það sem er heitast hjá
fínu tískuhúsunum um þessar mundir og sum
þeirra bjóða jafnvel upp á tískusýningar til að
kynna hana. Þetta á til dæmis við um Chanel
sem kynnti á dögunum „cruise-línuna“ í Lund-
únum. Karl Lagerfeld var í þetta skipti undir
áhrifum frá Amy Winehouse (sem mætti ekki)
og fyrirsæturnar allar með hina frægu heysátu-
greiðslu hennar á höfðinu. Fötin voru einnig í
anda sjötta áratugarins, skreytt ullargrifflum
og leðurstígvélum með eins konar leðurlegghlíf-
um líkt og hjá hermönnum áður fyrr. Ekki bein-
línis neinar byltingar í gangi hjá Lagerfeld enda
ekki mjög frumlegur um þessar mundir. Spurn-
ing hvort uppspretturnar séu nú þurrausnar.
Ég vona að þið eigið öll gleði- og friðarjól.
bergb75@free.fr
Siglingatíska fyrir kampavínsboð hátíðanna
Úr háborg tískunnar
BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ
PARÍS
Festina-Candino Watch Ltd candino.com
a company of the Festina Group
TIMING YOUR OWN CHALLENGE
Xenia Tchoumitcheva
Candino swissnesk gæðaúr fást
hjá úrsmiðum!
undirfatnaður og náttfatnaður
í miklu úrvali
Gefðu
glæsilega gjöf
Olympía Mjódd Reykjavík Olympia Glerártorgi Akureyri olympia.is
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
6
0
3
3
5
Þægilegur, saumlaus og fallegur fatnaður. S. Gunnbjörnsson ehf.
Nýtt á Íslandi! NO STRESS