Fréttablaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 70
58 20. desember 2007 FIMMTUDAGUR maturogvin@frettabladid.is Þó að fólk eigi allt á milli himins og jarðar er alltaf hægt að gleðja bragðlaukana með stútfullri og skemmtilegri gjafakörfu. Gjafa- körfur frá Ostabúðinni á Skóla- vörðustíg hafa löngum verið vin- sælar, og eins hrósa kaffiunnendur happi yfir gjafakörfum frá Te og kaffi eða kaffiskrínum Kaffitári. Í Hagkaupum í Kringlunni og Smáralind má svo grípa með sér gjafakörfur frá Kokkunum, en þeir reka þar svokölluð sælkeraborð. Rúnar Gíslason, einn eigandi Kokk- anna, segir körfurnar aldrei hafa verið vinsælli. „Þetta tók svolítið stökk í fyrra, og það virðist ætla að halda sér núna,“ segir Rúnar. Kokk- arnir bjóða upp á sex gerðir af gjafakörfum, og í stærri tegundun- um komast sælkerar heldur betur í feitt. „Þá er þetta orðinn sérgerður matur. Paté-in eru til dæmis okkar handverk, og eitthvað sem við leggjum mikinn metnað í,“ útskýrir Rúnar. Í körfunum leynast einnig heimagerð Cumberland-sósa, mangó- og epla-chutney og pipar- rótarsósa, auk þeirra erlendu osta sem fyrirtækið flytur inn. Rúnar segir einnig mikið um að fólk líti við til að kaupa eitthvað gómsætt í eigin ísskáp. „Það fer alveg rosalegt magn af hrein- dýrapaté og sveitapaté hjá okkur. Svo eru það auðvitað ostarnir, og við bjóðum líka upp á tvær tegund- ir af hunangi, fíkjuhunang og val- hnetuhunang, sem fer rosalega vel með þeim,“ útskýrir Rúnar. Þeir sem vilja gleðja sælkerana ættu því að kynna sér gjafakörf- urnar sem í boði eru, eða velja sjálf- ir ofan í ætilegan pakka. - sun Gjafakörfur aldrei vinsælli SÆLKERAGLAÐNINGUR Rúnar Gíslason segir gjafakörfur aldrei hafa verið vin- sælli, en þar að auki kaupir fólk gjarnan eitthvað góðgæti fyrir sjálft sig. FRÉTTABLAÐIÐ/ Hjónin Jón Jóhannesson og Sigrún Magnúsdóttir gefa í hjáverkum út matreiðslu- bækur undir merkjum Altungu. Þau eiga marga metra af slíkum bókum í eigin hillum. Bókaforlagið Altunga er fjöl- skyldufyrirtæki hjónanna Jóns og Sigrúnar, sem eru mikið áhuga- fólk um mat. Þau hafa áður gefið út þrettán litlar matreiðslubækur, sem Sigrún hreifst af í Danmörku fyrir nokkrum árum. „Hún keypti nokkur stykki af þessum bókum, og þá helltist yfir hana þörf til að gefa þær út. Við börðumst nú lengi gegn því, enda kunnum við svo sem ekkert á bókaútgáfu,“ útskýr- ir Jón og hlær við. Úr varð þó að þau fengu útgáfuréttinn, og hafa „dundað“ við útgáfu síðan, að sögn Jóns. Fyrir þessi jól gefa þau út bókina Eldað í hægum takti, en í henni er að finna uppskriftir frá Ítalíu, Frakklandi og Norður-Afríku, svo eitthvað sé nefnt. „Ég fór að prófa að elda upp úr þessari bók og lík- aði það alveg ofboðslega vel, árangurinn varð svo góður,“ útskýrir Jón. „Svo nær hún í raun og veru yfir allt, því í henni eru uppskriftir að forréttum, aðalrétt- um og eftirréttum, auk meðlætis,“ bætir hann við. Þó að þessi uppskrift, sem er úr bókinni komin, geri ráð fyrir heil- um kjúklingi sem er hlutaður niður segir Jón lítið mál að skipta honum út fyrir vængi eða leggi. Flysjið epli og fjarlægið kjarna, fínsaxið hálft epli en skerið afgang í 12 báta. Veltið þeim upp úr sítr- ónusafanum. Hitið helminginn af smjörinu í stórum potti og steikið kjúklinga- bitana með skinnið niður, þar til þeir verða gullnir. Snúið og steikið í 5 mín. Takið kjötið frá og hellið fitunni af. Hitið svolítið minna af smjöri í sama potti. Steikið lauk, sellerí og söxuð epli við meðalhita í 5 mín., án þess að brúna. Takið af hita, dreifið hveiti yfir grænmetið og hrærið saman. Bætið calvados út í og setjið aftur yfir hita. Hrærið soðinu smám saman í og hitið að suðu. Setjið kjúklinginn saman við og látið malla undir loki í 15 mín. eða þar til kjúklingurinn er soðinn í gegn og meyr. Á meðan er afgangurinn af smjörinu bræddur á lítilli pönnu og eplabátarnir steiktir þar til þeir verða brúnir og meyrir. Takið þá frá og haldið heitum. Takið kjúkling úr pottinum og haldið heitum. Fleytið fitunni ofan af og setjið sýrðan rjóma saman við sósuna. Sjóðið í 4 mín. eða þar til sósan loðir við bakhlið á tré- sleif. Saltið og piprið og hellið yfir kjúklinginn. Berið fram með epla- bátunum. Matreiðslubækur í metratali ELDAR Í HÆGUM TAKTI Jón Jóhannesson og eiginkona hans hafa gefið út bókina Eldað í hægum takti, en uppskriftin að kjúklingnum með calvados og eplum er einmitt úr henni komin. MYND/ÞÓRIR TRYGGVASON Enn er tími … … til að gera jólakonfekt, ef þú hefur það eins einfalt og auðið er. Fylltu mjúkar og girnilegar döðlur af marsípani, og hjúpaðu með súkkulaði. Afar einfalt og skelfilega gott! Hvaða matar gætirðu síst verið án? Um jólin gæti ég ekki hugsað mér að missa af hrein- dýrasteikinni sem ég matreiði með kærastanum á annan í jólum. Besta máltíð sem þú hefur fengið: Sushi á veitingastaðnum Nobu í London, ég er mikill sushi-aðdáandi. Nobu-staðirnir eru geggjaðir og klikka aldrei. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Hrogn, lifur og siginn fiskur, honum þurfti að troða ofan í mig þegar ég var barn. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Enginn notar svartan pipar eins mikið og ég. Ég er alltaf að kaupa svartan pipar því hann klárast á undan öllu öðru. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Godiva-konfekt eða konfekt frá Hafliða. Ég er svo mikill súkkulaðigrís. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Þar sem ég er söngkona á ég alltaf til súrsaða engiferrót í ísskápnum. Hún hreinsar svo hálsinn. Svo á ég líka alltaf kók; er haldin þeim sjúkdómi. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Veiðistöng til að redda sushi í matinn og kær- astann því þá er allt gott. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borð- að? Ígulker á Krít. Maður borðar þau hrá, en ég mæli ekki með þeim. MATGÆÐINGURINN BIRGITTA HAUKDAL SÖNGKONA Eldar alltaf hreindýrasteik um jólin Hjá frændum okkar Svíum er bakstur Lúsíubolla, eða Lúsíu- katta, ómissandi fyrir jólin. Lúsíu- bollur eru til í nokkrum útgáfum, en allar skarta þær þó fagurgulum saffranslitnum. Þessa uppskrift er að finna á heimasíðunni recept- en.se, en hún gerir ráð fyrir um 50 bollum. 50 g ger fyrir sætt deig 150 g smjör 5 dl mjólk 250 g kotasæla 1 poki saffran (0,5g) 1 ½ dl sykur ½ tsk. salt Um 17 dl hveiti Myljið gerið í skál. Bræðið smjör í potti, hellið mjólk út í og hitið að 37ºC. Hellið hluta blönd- unnar yfir gerið og hrærið þar til það hefur leyst upp. Bætið afgang- inum af blöndunni út í, ásamt kot- a sælu, saffrani, sykri og salti. Hnoðið deigið. Leggið í skálina, breiðið viskastykki yfir og látið lyfta sér í um 30 mínútur. Hnoðið deigið þar til það er slétt, og skiptið í fimm hluta. Mótið 10 bollur úr hverjum hluta. Rúllið deiginu aðeins út og mótið vel sveigt S. Skreytið hverja bollu með tveimur rúsínum, penslið með eggi og bakið við 225°C í um 8 mínútur. Ljúfar Lúsíubollur Ófáir landsmenn leggja leið sína í vínbúðirnar á Þorláksmessu og daginn fyrir gamlársdag til að fylla barskápinn fyrir hátíðirnar. Í ár verða verslanirnar þó lokaðar á þessum dögum, þar sem þá ber upp á sunnudag. Lögum sam- kvæmt er óheimilt að hafa áfeng- isverslanir opnar á sunnudögum, og þurfa þeir sem vilja vín með jólamatnum því að vera fyrr á ferðinni í ár. Í fréttatilkynningu frá Vínbúð- unum segir að reynt verði að koma til móts við þarfir viðskiptavina í kringum hátíðarnar, og verður afgreiðslutími á höfuðborgar- svæðinu og í stærri verslunum, svo sem á Akureyri, Selfossi og í Keflavík, til tíu um kvöldið laug- ardaginn 22. desember. Þeir sem eru hvað seinastir í tíðinni hafa svo möguleika á að kaupa jólavín- ið á aðfangadag, þegar opið verð- ur frá 9-13, og á gamlársdag frá 9- 14. Nánari upplýsingar um afgreiðslutíma vínbúðanna er að finna á heimasíðunni vinbud.is. Vínbúðirnar lokað- ar á Þorláksmessu VÍNVERSLUN FÆRIST FRAM Samkvæmt lögum um áfengissölu verða vínbúðir landsins lokaðar á Þorláksmessu og degi fyrir gamlársdag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FAGURGULAR AÐVENTUBOLLUR Frænd- ur okkar Svíar borða Lúsíubollur alla aðventuna. NORDICPHOTOS/GETTY POULET VALÉE D’AUGE Fyrir 4 1,6 kg kjúklingur 2 græn epli (græn) 1 msk. sítrónusafi 60 g smjör ½ laukur, fínsaxaður ½ sellerístilkur, fínsaxaður 10 g hveiti 80 ml calvados eða brandí 375 ml kjúklingasoð 100 ml sýrður rjómi Hlutið kjúklinginn í 8 hluta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.