Fréttablaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 24
24 20. desember 2007 FIMMTUDAGUR Samkeppniseftirlitið hef- ur sektað Eimskipafélag Íslands um 310 milljónir króna fyrir að misnota ráðandi stöðu sína á sjó- flutningamarkaði á árunum 2001 til 2002. Forsvarsmenn Eimskipafélagsins vísa ábyrgðinni á brotunum frá sér þar sem félagið sé í dag allt annað fyrirtæki en það sem bar sama nafn fyrir fimm árum. Samkeppniseftirlitið (SE) gerði húsleit hjá Eimskipafélagi Íslands 4. september 2002 í kjölfar kæru frá Samskipum. SE birti ákvörðun sína í gær eftir rannsókn sem stað- ið hefur í rúman hálfan áratug. Niðurstaðan er að félaginu er gert að greiða 310 milljónir í stjórn- valdssekt, langhæstu upphæð sem SE hefur lagt á fyrirtæki fyrir sambærilegt brot. Alvarleg lögbrot Í ákvörðun SE segir að Eimskip hafi gerst brotlegt við samkeppn- islög með tvennum hætti. Annars vegar hafi félagið með markviss- um aðgerðum reynt að bola helsta samkeppnisaðila sínum í sjóflutn- ingum, Samskipum, út af mark- aðnum. Hins vegar hafi það gert fjölmarga svokallaða einkakaup- samninga, og er þar átt við samn- inga sem skuldbundu viðskipta- vini til að skipta einungis við Eimskip. Það er ólöglegt ef fyrir- tæki hefur markaðsráðandi stöðu. SE segir brotin hafa verið „alvarleg og til þess fallin að valda atvinnulífinu og almenningi miklu samfélagslegu tjóni.“ Ljóst sé að „hefðu áætlanir Eimskips að fullu náð fram að ganga var veruleg hætta á því að Samskip hefðu hrökklast út af markaðnum. Hælasetning og framhjáhald Í ákvörðun SE er meðal annars stuðst við tölvupóstsamskipti þar sem æðstu menn Eimskipafélags- ins ræða fjálglega um fyrirætlan- ir sínar. Þar kemur fram að ákveð- ið hafi verið að gera það sem kallað er „árás“ gegn Samskipum. Aðgerðirnar sem grípa átti til eru þar kallaðar „markaðsatlaga“ og rætt er um að nýta „mátt“ Eim- skips í því skyni að setja Samskip „á hælana“. Auk þess tilkynntu þeir forsvarsmönnum viðskipta- vina að einkakaupsamningar kæmu í veg fyrir að unnt væri að „halda framhjá“ Eimskipi. Skipulagsbreytingar töfðu Rannsókn málsins tafðist mjög og á því eru ýmsar skýringar. Sú veigamesta er að stórfelldar skipulagsbreytingar urðu á Eim- skipafélagi Íslands á upphafsár- um rannsóknarinnar, sem kölluðu á aukna gagnaöflun af hálfu SE. Flutningastarfsemi þess var færð undir dótturfélagið Eimskip hf., sem varð Eimskipafélag Íslands þegar móðurfélagið tók upp nafnið Burðarás. Burðarás seldi síðan Eimskipafélagið til Avion Group, og var í kjölfarið skipt upp og sam- einað annars vegar Landsbankan- um og hins vegar Straumi. Avion og dótturfélagið, Eimskipafélag Íslands, sameinuðust undir nafni 48.102 0-19 ára 25-39 ára 45-59 ára 65 ára og eldri Svona erum við fréttir og fróðleikur FRÉTTASKÝRING STÍGUR HELGASON stigur@frettabladid.is Tvínefni Einnefni 5.848 15.648 14.628 SJÓFLUTNINGAR Flóknar skipulagsbreytingar og eigendaskipti á Eimskipafélaginu gera það að verkum að ágreiningur er um hvar ábyrgð á brotunum liggur. Hugðust setja Samskip „á hælana“ Sektin sem Eimskipafélaginu hefur verið gert að greiða, 310 milljónir, er sú langhæsta sem Samkeppniseftirlitið hefur lagt á fyrirtæki vegna brota á 11. grein samkeppnislaga um misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Sú næsthæsta var lögð á Iceland Express í mars, 190 milljónir fyrir brot gegn Icelandair, en áfrýjunarnefndin lækkaði þá sekt í 130 milljónir. Olíufélögin voru sektuð fyrir samtals 2,6 milljarða á sínum tíma fyrir brot á aðskilinni grein samkeppnislaga, sem kveður á um verðsamráð. Sú upp- hæð lækkaði svo í 1,5 milljarð. LANGHÆSTA SEKTIN „Þessi niðurstaða kemur okkur á óvart,“ segir Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Eimskip. Félagið hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðunni til áfrýjun- arnefndar Samkeppniseftirlitsins. „Við erum ekki sammála þessari niðurstöðu og höfum því ákveðið að áfrýja,“ segir hún. Helstu rökin eru eru að hið nýja Eimskipafélag beri ekki ábyrgð á brotunum vegna breytinga á félaginu. Auk þess leiki vafi á að félagið hafi verið í markaðsráðandi stöðu á tíma brotanna. Heiðrún segir ámælisvert hversu langan tíma rann- sóknin tók. Þá sé valinn sérkennilegur tími til að birta ákvörðunina. „Við höfum fjögurra vikna áfrýjunarfrest. Þetta tók þá fimm og hálft ár og þess vegna vekur það athygli okkar að þeir birti þetta einmitt þegar hrina frídaga er að skella á. Það styttir okkar tíma til að vinna að málsvörninni.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er nær öruggt að áfrýjað verði til dómstóla komist áfrýjunarnefndin að sömu niðurstöðu. Líklega fáist því ekki endanleg niðurstaða í málið fyrr en eftir tvö til þrjú ár. UNA EKKI NIÐURSTÖÐUNNI Eimskipafélagsins og varð þannig til Eimskipafélag Íslands í núver- andi mynd. Forsvarsmenn hins nýja Eim- skipafélags hafa hafnað ábyrgð á brotunum og vísað henni til félag- anna sem að þeirra sögn yfirtóku að endingu réttindi og skyldur gamla Eimskipafélagsins, Lands- bankans og Straums-Burðaráss. Þar að auki er bent á að enginn af þáverandi stjórnendum Eimskipa- félagsins starfi enn hjá fyrirtæk- inu. SE segir ábyrgðina hins vegar liggja hjá hinu nýja Eimskipafé- lagi, þar sem það reki sömu sjó- flutningastarfsemi og rekin var í nafni þess eldra, og skýrt sé að Eimskip hf., dótturfélag gamla Eimskipafélagsins, hafi tekið yfir ábyrgðina á þeirri starfsemi. Ágreiningur um markaðsstöðu Einnig lagði Eimskipafélagið fram álit hagfræðinganna Gylfa Magn- ússonar og Friðriks Más Baldurs- sonar þess efnis að félagið hefði ekki haft markaðsráðandi stöðu og því mátt gera einkakaupsamninga. Þeim rökum hafnar SE. Markaður málsins sé „farmflutningar í reglu- bundnum áætlunarsiglingum milli Íslands og hafna í Evrópu annars vegar og Norður-Ameríku hins vegar,“ auk þjónustu sem slíkum siglingum fylgir. Þar hafi Eim- skipafélagið haft mikla yfirburði, eða 70 til 80 prósenta markaðs- hlutdeild. Í ákvörðun SE eru tafirnar sagð- ar óhjákvæmilegar en óviðunandi, og að vonast sé til að nýtilkomnar breytingar á samkeppnislögum muni framvegis hraða málsmeð- ferð. HEIÐRÚN JÓNSDÓTTIR Sífellt færist í vöxt að stjórnendur fyrirtækja geri þá kröfu til starfsmanna að þeir hringi bæði í yfirmann sinn og sérstakt skráningar- fyrirtæki til að tilkynna veikindi sín og fjarveru frá vinnu af þeim orsökum. Margir krefjast þess að starfsmennirnir hringi daglega í yfir- manninn. Verkalýðshreyfingin telur að semja þurfi sérstaklega um þetta og vill taka það fyrir í kjarasamningaviðræðunum. Hvað segir í kjarasamningum um veik- indatilkynningar? Í kjarasamningum aðildarfélaga ASÍ segir að tilkynna beri atvinnurekanda um veikindi og hefur það verið skilið þannig að tilkynna beri til næsta yfirmanns. Í Kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkur er skýrt kveðið á um þetta. Þar segir: „Ef starfsmaður verður óvinnufær vegna veikinda eða slyss, skal hann þegar tilkynna það yfirmanni sínum sem ákveður hvort læknisvottorðs skuli krafist og hvort það skuli vera frá trúnaðarlækni hlutaðeig- andi stofnunar.“ Þar segir jafnframt: „Skylt er starfsmanni sem er óvinnufær vegna veikinda eða slyss að gangast undir hverja þá venjulega og viðurkennda læknisrannsókn sem trúnaðar- læknir kann að telja nauðsynlega til þess að skorið verði úr því hvort forföll séu lögmæt, enda sé kostnaður vegna viðtals við lækni og nauðsynlegra læknisrannsókna greidd af vinnuveitanda.“ Hvað segir verkalýðshreyfingin? Í sameiginlegri kröfugerð aðildarfélaga ASÍ segir að þessi þróun kalli á meiri skýrleika kjarasamninga og vísað til persónuverndar starfsmanna. Starfsmanni sé ekki skylt að gefa neinum upplýsingar um veikindi sín nema það sem hann sjálfur kýs. Ef beðið sé um læknisvottorð þá eigi starfsmaðurinn að leita til þess læknis sem hann sjálfur treystir. Í heildina sé um íþyngjandi frávik frá kjara- samningi sé að ræða. FBL-GREINING: STARFSMENN TILKYNNI VEIKINDI TIL YFIRMANNS OG SKRÁNINGARFYRIRTÆKIS Kallar á meiri skýrleika kjarasamninga Fjöldi einnefna og tvínefna í þjóðskrá eftir aldri frá árinu 2004. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Vasaþjófar stálu veski úr hliðar- tösku konu í verslun á Lauga- veginum á þriðjudag. Hún varð ekki vör við þjófnaðinn. Afar sjald- gæft er að vasaþjófnað- ur sé stundaður hér á landi, þó eitthvað sé um að töskur séu hrifsaðar af fólki með valdi. Geir Jón Þórisson er yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglu höfuðborg- arsvæðisins. Leikur grunur á því að erlend- ir ríkisborgarar komi hingað gagngert til að fremja glæpi? Það hefur ekki verið sannað, en það eru grunsemdir um það. Það eru dæmi um menn sem hafa verið teknir sem hafa komið hingað til þess að stela, en það hefur ekki verið sannað nema í nokkrum tilvikum. Hvernig er hægt að bregðast við vasaþjófum? Þetta virðist vera betur skipu- lagður vasaþjófnaður en við höfum upplifað hér í einhverj- um mæli. Lögreglan bendir fólki á að gæta að verðmætum sínum og gæta þess að komast ekki í þannig aðstöðu að það sé þrengt að því og hægt að komast að verðmætum, eða vera með veski í rassvasa. Það er ekki auðvelt fyrir lögregluna að verða vitni að svona brotum, og það verður að standa menn að verki eða taka þá með þýfið til að upplýsa svona mál. SPURT & SVARAÐ VASAÞJÓFAR HERJA Á LANDANN Vel skipulagð- ur þjófnaður GEIR JÓN ÞÓRISSON Yfirlög- regluþjónn Kryddin frá Pottagöldrum eru ómissandi í matreiðsluna Ilmur af jólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.