Fréttablaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 78
66 20. desember 2007 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum hefur Hlynur Sigmarsson, stjórnarmaður hjá HSÍ, fengið umboð frá þýska úrvalsdeildarfélaginu Flensburg til að halda leik félagsins gegn Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni hér á landi. Leikurinn mun fara fram hinn 2. febrúar næstkomandi og eigi draumur Hlyns að verða að raunveruleika þarf hann sárlega stuðning fyrirtækja eða fjársterkra aðila. Hlynur fær ekki mikinn tíma til viðbótar í að ganga frá fjár- hagslegu hliðinni en staðan er ekki björt í augnablikinu þar sem Hlyni hefur ekki gengið sem skyldi að finna stóra styrktaraðila. „Þeir aðilar sem ég hef þegar rætt við eru ekki eins spenntir fyrir þessu dæmi og ég er. Það er miður og staðreyndin er sú að ég fæ ekki mikinn tíma í viðbót til þess að ganga frá þessu. Ég þarf að gefa Flensburg einhver svör fljótlega,“ sagði Hlynur en það kostar sitt að flytja slíkan stórleik hingað til lands. „Ég þarf að borga Flensburg 22 milljónir fyrir leikinn og svo þarf að borga flugið fyrir mannskapinn sem kost- ar svona 7 milljónir. Þess utan er kostnaður við leigu á íþróttahúsi og ef ég til að mynda fer með leikinn í Egilshöll þá er kostnaður við hvert sæti 1.000 krónur að lágmarki. Svo á eftir að koma upp klukku, leggja gólf, fá starfsfólk og fleira þannig að kostnaðurinn er mjög mikill en ekki það mikill að þetta sé ekki hægt með góðri aðstoð, til að mynda stórfyrirtækis.“ Um er að ræða stórleik i þýska boltanum enda hér á ferðinni tvö af betri liðum deildarinnar og með liðunum leika íslenskir landsliðsmenn. Einar Hólmgeirsson og Alexander Peterson spila með Flensburg en Guðjón Valur Sigurðs- son, Róbert Gunnarsson og Sverre Jakobsson með Gummersbach en liðið þjálfar síðan Alfreð Gíslason. Hlynur segist verða á ferðinni einhverja næsta daga í leit að stuðningi og vonast eftir góðum móttökum. „Annars verður ekkert af þessu og það væri miður enda um sannkallaðan stórviðburð að ræða.“ HLYNUR SIGMARSSON: REYNIR ÁKAFT AÐ SAFNA FÉ FYRIR LEIK FLENSBURG OG GUMMERSBACH Hlyni gengur illa að finna styrktaraðila KÖRFUBOLTI Körfuknattleikssam- bandið samdi við A-landsliðsþjálf- ara sína í gær. Ágúst Björgvinsson verður nýr landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta en Sigurður Ingimundarson, sem hefur þjálfað karlaliðið frá árinu 2004, heldur áfram með liðið næstu tvö ár. Það kom fram á blaðamanna- fundi í gær að Körfuknattleiks- sambandið ætlar sér að færa landsliðsstarfið upp á hærra plan. Hannes Jónsson, formaður KKÍ, segir drauminn að komast með bæði karla- og kvennaliðið upp í A-deild Evrópukeppninnar og nýr styrktarsamningur við Skeljung hefur gefið sambandinu tækifæri á að yfirfara mál landsliðanna. Sigurður Ingimundarson gerði frábæra hluti í sumar með karla- landsliðið, sem vann þá Smáþjóða- leikana í fyrsta sinn í fjórtán ár og endaði Evrópukeppnina á þremur sigurleikjum í röð. „Þetta sumar segir mér það að liðið sé á réttri leið. Það er alveg klárt að við erum með gott lið og það er alveg framkvæmanlegt að komast upp í A-deildina,“ segir Sigurður en verkefnið er erfitt. „Við erum að keppa í tvö ár í þessari keppni og annaðhvort verðum við meðal 24 bestu þjóða í Evrópu eða mistekst. Ég held að við höfum sýnt það að við eigum erindi í þessa Evrópukeppni og rúmlega það,“ segir Sigurður. „Uppistaðan í liðinu er ungir leikmenn sem eru að komast á fínan aldur. Þeir hafa farið frá því að vera ungir og efnilegir í það að vera góðir leikmenn í dag. Þeir vita líka betur út í hvað þeir eru að fara. Ég sé fyrir mér mikla sam- keppni um að komast í hópinn og við munum að sjálfsögðu nota marga menn og vera með nokkuð stóran hóp til þess að finna réttu blönduna,“ segir Sigurður, sem getur vel hugsað sér að þjálfa Keflavíkurliðið áfram. „Þetta eru tvær ólíkar ákvarð- anir og allir sem þjálfa landslið í dag eru félagsþjálfarar og verða eigilega að vera það. Þú nærð ekk- ert að vera á tánum með því að þjálfa bara landslið í tvo til þrjá mánuði,“ segir Sigurður. Þekkir vel til hjá stelpunum Ágúst Björgvinsson þekkir vel til kvennaboltans. Hann náði frá- bærum árangri með Haukaliðið, vann níu titla með því á síðustu þremur árum, og þá hefur hann þjálfað margar stelpurnar í ungl- ingalandsliðinu undanfarin ár. „Það er mjög spennandi að fá að þjálfa íslenska landsliðið. Það hefur verið eitt af mínum mark- miðum að þjálfa A-landslið Íslands og þetta er því frábær áfangi fyrir mig,“ segir Ágúst, sem vonast til að sem flestir af eldri og reyndari leikmönnunum gefi kost á sér. „Mitt fyrsta markmið með liðið er að stilla saman sterkasta liðinu og ég vonast til þess að allar séu tilbúnar að leggja á sig það sem þarf til að ná árangri. Ég veit að það vilja allir vinna en það eru ekki allir tilbúnir að leggja það á sig sem þarf til þess að vinna,“ segir Ágúst, sem veit að liðsins bíða erfiðir leikir. „Það væri mjög flott markmið til þess að byrja með að vinna heimaleikina og sjá síðan til hvað við getum gert í útileikjunum. Ég held að þetta séu allt þjóðir sem við eigum alveg að geta unnið á góðum degi. Það er engin þjóð sem við eigum enga möguleika í en ég veit að þarna eru þjóðir sem eru sterkar og við þurfum að eiga góðan dag til þess að vinna þær. Við erum ekki stór þjóð í kvenna- körfunni en í framför ef við tökum mið af þeim úrslitum sem við höfum náð í yngri landsliðunum. Ég veit að ef ég næ að þjappa lið- inu saman geta ótrúlegustu hluti gerst,“ segir Ágúst, sem ætlar að láta liðið æfa meira en það hefur gert undanfarin ár. ooj@frettabladid.is Nýr landsliðsþjálfari hjá konunum Körfuknattleikssambandið samdi við A-landsliðsþjálfara karla og kvenna í gær. Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðsins, framlengdi um tvö ár en Ágúst Björgvinsson þjálfar kvennaliðið næstu fjögur árin. VELKOMNIR Hannes Jónsson, formaður KKÍ, óskar þeim Ágústi Björgvinssyni og Sigurði Ingimundarsyni til hamingju með nýja starfið en þeir þjálfa A-landsliðin næstu árin. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR BADMINTON Ragna Ingólfsdóttir tryggði sér sæti í átta liða úrslitum á alþjóðlega badmin- tonmótinu Hellas Victor International í gær þegar hún vann þýsku stúlkuna Carolu Bott. Ragna byrjaði leikinn illa og tapaði fyrstu lot- unni 15-21 en sigraði næstu tvær örugglega 21-11 og 21-10. „Ég var svo stressuð í fyrstu lotu að ég náði ekki að spila minn leik og tapaði. Síðan náði ég að róa mig aðeins niður og náði að vinna næstu tvær loturnar,“ sagði Ragna Ingólfsdóttir sem var mjög ánægð með fyrsta daginn sinn á mótinu sem fer fram í Thessaloniki í Grikk- landi. Ragna Ingólfsdóttir vann dönsku stúlkuna örugglega 21-13 og 21-10 í fyrsta leik. „Þetta var frekar léttur sigur í morgun en svo gekk illa í byrjun gegn þýsku stelpunni en svo náði ég yfirhöndinni og kláraði þetta á keppnis- hörkunni,“ segir Ragna sem segist hafa orðið reið eftir slaka fyrstu lotu og það hafi hjálpað henni í seinni tveimur lotunum. Ragna var sátt við spilamennskuna á mót- inu á Ítalíu um síðustu helgi. „Mótið á Ítalíu var miklu sterk- ara mót og það að vinna einn leik gaf jafn mörg stig eins og ég kæmist í undanúrslitin á þessu móti. Ég var sátt við spilamennskuna á Ítalíu þar sem ég tapaði fyrir stelpu sem var átján sætum fyrir ofan mig á heimslistanum,“ segir Ragna en játar að þétt mótadagskrá sé farin að taka sinn toll. „Ég er orðin mjög þreytt og er eigin- lega illt í öllum skrokknum. Ég er með hitakrem á öllum líkam- anum,“ segir Ragna í léttum tón en hún ætlar að taka sér gott frí eftir mótið í Grikk- landi en fyrst er að klára mótið og ná í einhver stig. Ragna vonast til að þetta borgi sig og hjálpi henni við að komast inn á Ólympíuleikanna. „Ég hlakka til að fara í frí en ætla að reyna að klára þetta mót áður en ég fer að hugsa um það. Ég mæti annarri þýskri stelpu í átta liða úrslitunum en ég veit ekkert hvernig hún er og hef aldrei séð hana spila,“ segir Ragna og bætir við í léttum tón. „Ég passa bara upp á að taka hita- kremið með og hita vel upp,“ segir Ragna en hún mætir CaroluBott í næstu umferð sem hefst kl. 15.20 að íslenskum tíma. Miðað við heimslistastöðu þeirra Carolu og Rögnu ætti Ragna að teljast sigurstranglegri fyrirfram en miðað við árangur hinnar þýsku undanfarin ár og öfluga æfingafélaga verður um erfiðan leik að ræða fyrir Rögnu. - óój Ragna Ingólfsdóttir komin í átta manna úrslit á alþjóðlegu badmintonmóti í Grikklandi: Ég kláraði leikinn á keppnishörkunni KÖRFUBOLTI Michael Jordan skellti sér á æfingu með Charlotte Bobcats en hann hefur þó ekki í hyggju að rífa fram skóna á nýjan leik. Jordan, sem er einn af eigend- um liðsins, ákvað að vera með til þess að rífa upp stemninguna í liðinu en liðið hefur tapað tíu af síðustu tólf leikjum sínum. Jordan hefur einnig verið að mæta á liðs- og myndbandsfundi liðsins. Jordan, sem orðinn er 44 ára, keypti sig inn í félagið á síðasta ári og hefur lokaákvörðun um körfuboltalegar ákvarðanir félagsins. Hann hefur algjörlega dregið sig úr sviðsjósinu og horfir á leiki þar sem ekki sést til hans. Starfsmönnum hallarinnar hefur síðan verið meinað að birta myndir af honum á skjám hallarinnar. Jordan hefur ekki gengið sem skyldi utan vallar en hann var rekinn sem forseti Washington Wizards og Bobcats-liðið er ekki beint að kveikja í deildinni. - hbg Michael Jordan: Æfði með Bobcats SLEGIÐ Á LÉTTA STRENGI Leikmenn Bobcats voru ánægðir að fá Jordan á æfingu með sér. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES > Kristinn fer á EM 2008 Milliríkjadómarinn frá KR, Kristinn Jakobsson, er einn af átta dómurum sem munu gegna starfi fjórða dómara á EM 2008 sem fram fer í Sviss og Austurríki næsta sumar. Alls voru tólf dómarar valdir til að dæma á EM og 24 aðstoðardómarar en tríóin koma öll frá sömu löndum. Þetta er mikil upphefð fyrir Kristin sem hefur sífellt verið að fá stærri verkefni hjá UEFA og nú síðast var það leikur Everton og Zenit á Goodison Park. Þrátt fyrir að hafa ranglega gefið rautt spjald sagðist Kristinn hafa fengið góðan heildardóm frá eftirlitsmanni leiksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.