Fréttablaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 12
12 20. desember 2007 FIMMTUDAGUR Í 500 METRA HÆÐ Austurríkismaður- inn Felix Baumgartner virðist svífa í loftinu rétt áður en þyngdaraflið tekur við. Fallhlífin á baki hans bjargaði honum þó frá bráðum dauða þar sem Baumgartner kaus að stökkva fram af hæstu fullkláruðu byggingu heims, 101 Turninum í Taívan, sem er 509 metra hár. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL Nýsamþykkt fjárlög fela í sér um 18 prósenta hækkun á ríkisútgjöldum milli ára. Með þessari efnahagsstefnu vinnur ríkisstjórnin gegn Seðlabankan- um, sem reynir að koma verðbólgu undir sett markmið, segir Magnús Stefánsson, þingmaður Framsókn- arflokksins. Þingmenn flokksins hafa gagn- rýnt aukin ríkisútgjöld í umræð- um um fjárlögin, og segja þau hafa bein áhrif á hagstjórnina, sem byggi á því að Seðlabankinn viðhaldi lágri verðbólgu. „Ég er á því að þetta kerfi eigi að geta virkað, en það byggir á því að menn vinni samhent í því að ná þessu markmiði. Við erum alls ekki sáttir við stöðuna þar eins og stendur,“ segir Magnús. Ríkisstjórnin og Seðlabankinn komust að samkomulagi vorið 2001 um að halda verðbólgu innan við 2,5 prósent. Í dag stendur verð- bólgan í 5,9 prósentum, og hefur ekki verið innan markmiðanna síðan í apríl 2004, fyrir tæplega fjórum árum. „Við höfum haft ríkisstjórn sem hefur verið óábyrg við stjórn efna- hagsmála. Það hefur komið í veg fyrir að verðbólgumarkmið Seðla- bankans, sem hann er þrátt fyrir allt að beita sér fyrir, nái fram að ganga,“ segir Ögmundur Jónas- son, þingflokksformaður Vinstri grænna. Hann segir Seðlabankann hafa tvö tæki í baráttu við verðbólguna. Áherslan hafi verið á stýrivext- ina, og þeir hækkaðir of mikið. Seðlabankinn hafi reynt of lítið að beita fortölum við ríkisstjórnina, sem megi kalla hitt tæki bankans. „Vandinn er sá að við erum með þrískiptan lánamarkað á Íslandi,“ segir Pétur Blöndal, formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis. Það séu óverðtryggð lán í krónum, verðtryggð lán í krón- um, og lán í erlendri mynt. Gallinn við verðbólgumarkmið Seðlabankans er að stýrivaxta- hækkanir bankans hafa áhrif á óverðtryggðu lánin, en aðeins tak- mörkuð áhrif á löngum tíma á verðtryggðu lánin, og engin áhrif á þau erlendu, segir Pétur. Það að verðbólgumarkmiðið hafi ekki náðst er ekki merki um að kerfið virki ekki, segir Pétur. Vandinn hafi verið óvenjulegar aðstæður á húsnæðismarkaði und- anfarin ár, lækkandi vextir og aukin þensla. „Heilt yfir hefur gengið illa að ná verðbólgumarkmiðinu, en menn hljóta frekar að líta til efna- hagslífsins í heild, hvort við séum á réttri leið,“ segir Lúðvík Berg- vinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. brjann@frettabladid.is Ríkisstjórnin vinnur gegn Seðlabankanum Hækkun ríkisútgjalda í fjárlögum 2008 vinnur gegn því að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist segir þingmaður Framsóknarflokks. Vandinn er veikt tæki Seðlabankans og þrískiptur lánamarkaður segir þingmaður Sjálfstæðisflokks. SEÐLABANKINN Verðbólgan var síðast innan verðbólgumarkmiðs Seðlabankans í apríl 2004. Vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA ÁSTRALÍA, AP Áströlsk stjórnvöld munu hugsanlega senda skip í einkaeigu vopnað vélbyssum og öflugum myndavélabúnaði til að hafa eftirlit með árlegum hvalveið- um Japana á suðurheimskauts- svæðinu, að því er ástralska blaðið The Sydney Morning Herald greindi frá. Nýkjörinn forsætisráðherra Ástralíu, Kevin Rudd, hyggst tilkynna stefnu stjórnar sinnar gegn hvalveiðum í þessari viku. Hann hefur ekki útilokað að beita herskipum við eftirlit. Mikil andstaða er í Ástralíu við vísindaveiðar Japana sem eru í ár þær umfangsmestu hingað til. - sdg Vísindaveiðar Japana á hval: Vopnað eftirlit með veiðum Við höfum haft ríkis- stjórn sem hefur verið óábyrg við stjórn efnahagsmála. ÖGMUNDUR JÓNASSON ÞINGFLOKKSFORMAÐUR VINSTRI GRÆNNA SVÍÞJÓÐ Stöðugt fleiri dýr eru notuð í tilraunaskyni í Svíþjóð. Í fyrra var rúmlega hálf milljón dýra notuð í tilraunir en þá hafði dýratilraunum fjölgað um fimm prósent milli áranna 2005-2006 og nítján prósent 2004-2005. Algengast er að tilraunir séu gerðar á músum. Þetta gildir bara um Svíþjóð. Sænska landbúnaðarstofnunin hefur skoðað tilraunir á dýrum og segir að aukningin sé að hluta til vegna þess að fiskur sé tekinn með í tölfræðinni síðustu árin. „Þetta endurspeglar vísindastarfsem- ina að miklu leyti. Við höfum miklar og góðar lyfja- og háskólatilraunir,“ hefur sænska dagblaðið Dagens Nyheter eftir John Brautigam, dýralækni og deildarstjóra við landbúnaðarstofnunina. Um leið og dýratilraunum fjölgar fara stöðugt meiri peningar í lífrænar rannsóknir. Í réttu hlutfalli við aukið fjármagn er fjölgun tilraunadýra aðeins lítil, að hans sögn. „Við viljum gjarnan halda og vonum að tilraunir til að finna öðruvísi aðferðir gefi góðan árangur,“ segir hann. Algengasta tilraunadýrið er músin. Fjöldi tilraunamúsa eykst ár frá ári meðan fjöldi rottna, naggrísa og kanína minnkar. „Þýðing músarinnar fyrir rannsóknirnar eykst stöðugt og það er vegna þeirra genarannsókna sem hægt er að gera á músum,“ segir Dagens Nyheter. - ghs ALGENGASTA TILRAUNADÝRIÐ Algengasta tilraunadýrið í Sví- þjóð er músin. Sífellt fleiri mýs eru notaðar í tilraunum meðan rottum, naggrísum og kanínum fækkar. Stöðugt fleiri dýr eru notuð í tilraunaskyni í Svíþjóð: Músin oftast notuð í tilraunir BRUSSEL, AP Sjávarútvegsráðherr- ar Evrópusambandsríkjanna ákváðu í fyrrinótt að heimila á næsta fiskveiðiári mun meiri veiði á fisktegundum sem eru hætt komnar í lögsögu þeirra, svo sem á þorski, en fiskifræðingar höfðu mælt með. Samkvæmt samkomulaginu, sem var barið saman á maraþon- fundi sem stóð langt fram á nótt, er heildarkvótinn fyrir Norður- sjávarþorsk aukinn um ellefu pró- sent, en það er í fyrsta sinn í mörg ár sem þorskveiðiheimildir þar eru ekki skornar niður. Niður- skurður veiðiheimilda úr öðrum stofnum var minni en fiskifræð- ingar mæltu með. „Ákvörðun dagsins í dag við- heldur þriggja áratuga hefð ráð- herravangetu sem er að draga fiskimið Evrópu niður á óendur- kræft stig,“ var það sem Saskia Richartz, talsmaður grænfrið- unga, hafði um niðurstöðuna að segja. Meðal ráðstafana í ráðherra- samkomulaginu eru nýjar aðgerð- ir gegn brottkasti. Gagnrýnt er þó að hluti af þeim ráðstöfunum byggir á því að útgerðarmenn fiskiskipa velji sjálfviljugir að taka þátt í þeim. - aa MÓTMÆLI Grænfriðungar spöruðu ekki mótmælin gegn ofveiði í ESB-lögsög- unni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Árlegur kvótaákvörðunarfundur sjávarútvegsráðherra Evrópusambandsins: Ekki farið að ráði fiskifræðinga Þú getur alltaf treyst á prinsinn Hlíðasmára 8 • 201 Kópavogi s: 554 7200 • www.hafid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.