Fréttablaðið - 22.12.2007, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000
LAUGARDAGUR
22. desember 2007 — 348. tölublað — 7. árgangur
VEÐRIÐ Í DAG
Að halda rétt á hönskunum
ÞAÐ ER STAÐHÆFING MARGRA AÐ VEGNA TILSAGNAR
OG ÁHRIFA UNNAR ARNGRÍMSDÓTTUR LIFI FJÖLMARGAR
ÍSLENSKAR KONUR BETRA LÍFI.
hús&heimili
Uppáhalds jóla-
skrautið, innlit og
frumlegar lausnir
á heimilið.
FYLGIR FRÉTTA-
BLAÐINU Í DAG
● HÖNNUNFrumlegar
lausnir
● INNLIT
Darri gengur með
● HEIMILIÐUppáhalds jólaskrautið
hús&heimiliLAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2007
LÖGREGLUHUNDURINN Neró við hlið lögreglumannanna Bylgju Baldursdóttur og Sveinbjörns Hilmarssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SAMGÖNGUR Fimmtán manns hafa látist í
umferðinni það sem af er ári. Það eru
rúmlega helmingi færri en í fyrra, þegar 31
lést í umferðinni.
Leita þarf aftur til ársins 1997 til að finna
jafn fá banaslys í umferðinni. Ágúst Mogen-
sen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar
umferðarslysa, segir fagnaðarefni að sjá
hversu vel hefur tekist að minnka hraðakstur
á þjóðvegum landsins í ár.
„Það er mjög gleðilegt að sjá tölur frá
Vegagerðinni um meðalhraða á þjóðvegum í
ár. Hann hefur lækkað umtalsvert á þessu
ári,“ segir Ágúst.
Vegagerðin mælir ökuhraða á tíu stöðum á
hringveginum. Meðalhraðinn hefur lækkað
úr 97 kílómetra hraða á klukkustund í fyrra í
94,1 í ár. „Fólki finnst þetta ekki mikið, en
það skiptir mjög miklu máli. Til að færa
meðalhraðann úr 97 í 94,1 þurfa mörg þúsund
manns að hætta að keyra á 100 kílómetra
hraða og fara að keyra á 90,“ segir Ágúst.
„Rannsóknir hafa sýnt að eftir því sem
meðalhraðinn er lægri fækkar banaslysum,“
bætir Ágúst við. „Þetta er breyting á
meðalhraða sem allar þjóðir yrðu sáttar við.
Við rekjum þetta til betri löggæslu og hærri
sekta. Það er ekki spurning að það hefur
skilað árangri.“
Algengasta tegund banaslysa undanfarin ár
hefur verið útafakstur. Nokkuð hefur dregið
úr banaslysum af þeim völdum og voru
árekstrar ökutækja sem komu úr gagnstæð-
um áttum helsta orsök slysanna í ár. Þrjú
slysanna urðu hjá ökumönnum bifhjóla.
steindor@frettabladid.is
Ekki færri banaslys í um-
ferðinni í heilan áratug
Fimmtán manns hafa látist í umferðarslysum á árinu. Það eru rúmlega helmingi færri banaslys en síðasta
ár. Aldrei hafa verið færri banaslys síðan 1997. Lægri meðalhraða á vegum má mögulega þakka fækkunina.Engar jólakveðjur
Framkvæmdastjóri Domino‘s
ábyrgist að jólakveðjur frá fyrir-
tækinu muni ekki raska jólahaldi
landsmanna í ár.
FÓLK 94
Nánast ósyngjandi
Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands og Schola cantor-
um flytja verkið Edda
I á nýútkomnum
geisladiski.
TÍMAMÓT 32
JÓL Móttöku á jólakveðjum sem
lesnar verða upp á Rás 1 í Ríkisút-
varpinu lauk á hádegi í gær og ljóst
er að um metfjölda er að ræða.
Lárus Guðmundsson, deildarstjóri
hjá RÚV, áætlar að kveðjurnar séu
um þrjú þúsund talsins og að það
muni taka um þrettán klukkustund-
ir að lesa þær. - sók / sjá síðu 80
Metár í jólakveðjum:
Stöðugur lestur
í þrettán tíma
LÖGREGLUMÁL Það var lögregluhundurinn Neró
sem hafði uppi á bareflum sem ungir piltar
notuðu þegar þeir frömdu rán í Grímsbæ fyrr í
vikunni.
Lögreglumennirnir Bylgja Baldursdóttir og
Sveinbjörn Hilmarsson voru stödd með Neró á
öðrum stað í borginni þegar útkallið barst. Í
tilkynningunni sagði að ránsmennirnir hefðu
verið með barefli, golfkylfu og rör og annar með
grímu en hinn með klút. Bylgja og Sveinbjörn
héldu þegar á ránsstaðinn.
„Þegar við komum þangað var búið að hand-
taka meinta gerendur og ná því sem þeir höfðu
stolið,“ skýrir Bylgja frá. „Lögreglumenn á
staðnum höfðu fundið grímuna en hvorki klútinn
né bareflin, þrátt fyrir leit, og voru búnir að
afskrifa að þau fyndust.“
Neró var þegar látinn hefja leit. Hann fór
rakleiðis að runna við Hulduland. Þar lágu
bareflin og klúturinn.
„Þarna var svarta myrkur, rigning og skyggni
mjög lélegt, en hann var fljótur að leiða okkur á
sporið,“ segir Bylgja.
„Í upptöku eftirlitsvélar af atvikinu sást svo
að piltarnir höfðu verið með sömu bareflin í
höndunum og hundurinn fann, þannig að þar
með var það staðfest,“ útskýrir Sveinbjörn.
„Málið lá því ljóst fyrir.“ - jss
Ferfættir laganna verðir gegna margvíslegum hlutverkum:
Hundurinn fann ránsbareflinGirnilegar
jólauppskriftir
á www.jolamjolk.is
Þrír yfir 100
mörkin í ár
Guðjón Valur
Sigurðsson er
markahæsti
landsliðsmaður-
inn í ár.
ÍÞRÓTTIR 90
46
Sunnan strengur við vestur-
ströndina, annars hægari. Kólnar
jafnt um allt land. Slyddu- eða
snjóél víða, en þurrt um austanvert
landið.
VEÐUR 4
STJÓRNMÁL Menn úti í samfélaginu
gera allt sem þeir geta til ógagns
nýju ríkisstjórninni, segir Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir,
vara formaður Sjálfstæðisflokksins.
Hún vill ekki nafngreina þessa
menn, en segir það „liggja nokkuð
ljóst fyrir“ að atlagan haldi áfram
út allt kjörtímabilið.
Erfitt sé fyrir margan sjálf-
stæðis manninn að kyngja sam-
starfi við fornan fjanda flokksins,
Ingibjörgu Sólrúnu. Þetta þykir
Þorgerði miður, enda líður henni
prýðilega vel í ríkisstjórnarsam-
starfinu. - kóþ / sjá síður 34 og 36
Menntamálaráðherra:
Atlagan mun
halda áfram