Fréttablaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 4
4 22. desember 2007 LAUGARDAGUR SAMKEPPNI Ingimundi Sigurpáls- syni er sætt á formannsstóli Sam- tökum atvinnulífsins eins og mál standa, þrátt fyrir að Eimskipa- félag Íslands, sem þá laut hans stjórn, hafi verið fundið sekt um stórfelld brot á samkeppnislög- um. Þetta er samhljóða mat þeirra formanna aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins sem Fréttablaðið ræddi við í gær. Bíða þurfi endan- legrar niðurstöðu í málinu. Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra tekur í svipaðan streng. „Það verður bara að bíða og sjá hvernig málið þróast. Þá kemur í ljós hver þáttur Ingi- mundar var, hvort hann telur sér sætt eða ekki og hvernig samtök- in og hann meta þetta. Ég ætla ekki sem ráðherra að fella ein- hverja dóma um það núna,“ segir hann. Samkeppniseftirlitið lagði 310 milljóna króna sekt á Eimskipa- félagið vegna alvarlegra brota sem meðal annars miðuðu að því að bola Samskipum af sjóflutn- ingamarkaði. Ingimundur hefur sjálfur sagst ósammála forsend- unum fyrir niðurstöðunni og að hann sjái því ekki ástæðu að svo stöddu til að láta af formennsku hjá Samtökum atvinnulífsins. Eimskipafélagið áfrýjaði niður- stöðu Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar. Ekki liggur fyrir hvenær endanleg niðurstaða fæst í málið. - sh Formenn aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins vilja formanninn ekki burt: Ingimundi sætt á formannsstóli GENGIÐ 21.12.2007 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 121,4348 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 63,64 63,94 126,32 126,94 91,4 91,92 12,248 12,32 11,386 11,454 9,683 9,739 0,5615 0,5647 99,39 99,99 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR LÖGREGLUMÁL Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Stefán Eiríksson, hefur boðið ritstjóra Lögreglublaðsins, Gísla Jökli Gíslasyni, að taka þátt í hug- myndastarfi um bætt starfs- umhverfi lögreglumanna. Margir lögreglumenn hafa á undanförnum vikum og mánuðum gagnrýnt ýmis atriði í stjórnun, starfsfyrirkomulagi og aðbúnaði harðlega. All- margir viðmæl- endur Frétta- blaðsins úr þeirra röðum benda á alvar- legan skort á lærðum lög- reglumönnum, gríðarlegt vinnu- álag, ófullnægj- andi tækjakost að hluta, skort á upplýsingaflæði innan embættisins, of mikla yfir- byggingu á embættinu og miðstýr- ingu, sem valdi meðal annars því að lögreglumenn séu pikkfastir á sýnileikastöðum. Þeir vilja fá fleiri tækifæri til að vinna frum- kvæðisvinnu við að finna bestu leiðirnar. Raddir þeirra sem eru að jafnaði á vettvangi eigi að heyr- ast við skipulagningu starfsins, sem eigi ekki einungis að fara fram við skrifborð á efri hæðum. En „þetta bíti allt hvað í skottið á öðru“ því í álagsvinnunni vilji menn eyða sínum litla frítíma með fjölskyldunni. Ef þeir hafni auka- vöktum „komi það bara niður á starfsfélögunum“. Í nýju Lögreglublaði birtist grein eftir ritstjórann sem varðar mörg þau atriða sem viðmælend- ur Fréttablaðsins hafa nefnt. Lögreglustjóri segir stöðugt unnið að málum sem snúi að bætt- um starfsanda, betra skipulagi starfs og aukinnar starfsánægju lögreglumanna. „En okkur ber að halda okkur innan þess ramma á fjárlögum sem okkur er markaður og við því er ekkert að gera,“ segir lögreglu- stjóri. „Því verðum við að stilla upp okkar rekstri með eins mikilli hagkvæmni og kostur er. Við höfum metnað á því sviði eins og á öllum öðrum sviðum.“ Lögreglustjóri segir að stór hluti þess vanda sem glímt er við í dag sé að menntaða lögreglumenn vanti til starfa. „Að vísu hefur verið fjölgað í sérsveit og fíkniefnalögreglu, en Lögregluskólinn hefur ekki náð að framleiða nægilega hratt. Að auki hafa menn farið úr lögreglunni í betur launuð störf,“ segir lög- reglustjóri en minnir jafnframt á þrjátíu þúsund króna launauppbót til lögreglumanna sem gildir út samningstímann. „Við erum að reyna að finna leiðir til að minnka álag á lög- reglumenn, en höldum jafnframt fast við þá stefnu að auka öryggi borgaranna með sýnileika lög- reglu.“ jss@frettabladid.is Boðar bætt starfs- umhverfi lögreglu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Stefán Eiríksson, boðar að vinna verði hafin til að bæta starfsumhverfi lögreglumanna. Óánægja hefur ríkt meðal þeirra vegna ýmissa atriða varðandi starfsfyrirkomulag og stjórnun. BÆTT STARFSUMHVERFI Þótt sterkar óánægjuraddir hafi verið uppi meðal lögreglu- manna sem Fréttablaðið hefur rætt við hafa þeir jafnhliða lýst því hve vænt þeim þyki um starf sitt, hve starfsandinn milli þeirra sé góður og hve gaman sé að vinna verkefnin þegar vel takist til. MYNDIN ER ÚR SAFNI. STEFÁN EIRÍKSSON VINNUMARKAÐUR VM, félag vélstjóra og málmtæknimanna, hefur undirritað kjarasamning við Landssamband smábátaeig- enda, LS, ásamt Sjómannasam- bandi Íslands og Farmanna- og fiskimannasambandinu. Þetta er fyrsti kjarasamningur félaganna við smábátaeigendur. Hann er til þriggja ára. Magnús Magnússon, fram- kvæmdastjóri VM, segir að samningurinn kveði á um lágmarkskjör, skýrt sé tekið fram hvernig aflinn skuli gerður upp og hver skiptaprósentan sé, tekið sé á tryggingamálum og öðrum réttindum. - ghs Sjómenn semja við eigendur: Fyrsti kjara- samningurinn DÓMSMÁL Karlmaður á fimmtugs- aldri hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir innflutning á fíkniefnum. Hann var handtek- inn á Leifsstöð við komuna frá Amsterdam með um fimm og hálft gramm af heróíni og 24 grömm af kókaíni í fórum sínum. Maðurinn játaði brot sitt greiðlega. Hann hlaut á árunum 1984 til 2000 fjórtán refsidóma, einkum fyrir auðgunar- og fjármunabrot. Í ljósi sakaferils- ins og styrkleika heróínsins og kókaínsins þótti rétt að skilorðs- binda refsinguna. - sh Síbrotamaður á skilorð: Flutti heróín frá Amsterdam INGIMUNDUR SIGURPÁLSSON Honum er sætt í formanns- stóli Samtaka atvinnulífsins að mati formanna aðildarfélaga. HORNAFJÖRÐUR Lögreglan á Eskifirði gerði á fimmtudag húsleit í fjárhúsum bónda í Nesjum í Hornafirði. Er bóndinn sakaður um sauðaþjófnað en fimm bændur í sveitinni sökuðu hann um að hafa breytt merkjum og mörkum á lömbum áður en hann sendi þau til slátrunar sem sín eigin. Bóndinn sem um ræðir er einn fjárflesti bóndinn í sveitinni og skilaði hann meðal annars rúmlega 1.500 dilkum til slátrun- ar haustið 2005 samkvæmt ársriti Búnaðarsambands Suðurlands. Málið er í rannsókn lögreglu. - ovd Sakaður um stuld á sauðfé: Meintur sauða- þjófur við Höfn ÍSLENSKT SAUÐFÉ Þrjátíu lambshausar voru sendir til rannsóknar hjá Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins að Keldum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Hæstiréttur braut mannréttindi íslenskrar konu í skaðabótamáli sem höfðað var á hendur henni. Mannréttindadóm- stóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í dómi sem féll á dögunum. Ríkið skal greiða henni sem nemur 225 þúsund krónum í skaðabætur og 1,6 milljónir í málskostnað. Brotið fólst í því að konan fékk ekki að koma með munnlega greinargerð í málinu. - sþs Mannréttindadómstóll Evrópu: Hæstiréttur braut á konu RÚSSLAND, AP Vladimír Pútín Rússlandsforseti, sem er með svarta beltið í júdó, hefur gert kennslumyndband með japanska júdómeistaranum Yasuhiro Yamashita. Myndbandið kemur út á DVD- diski eftir áramótin og mun fylgja með júdókennslubók. Þeir Pútín og Yamashita tóku báðir þátt í júdónámskeiði í Pétursborg fyrir tveimur árum. Þá höfðu þeir nýverið hist í fyrsta sinn í Japan. - gb Pútín Rússlandsforseti: Gefur út júdó- kennsludisk PÚTÍN OG YAMASHITA Kennslumynd- band þeirra fylgir júdóbók. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.