Fréttablaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 6
6 22. desember 2007 LAUGARDAGUR
STJÓRNSÝSLA „Ég vona að ég sé
metinn eftir því hver ég er, en ekki
hverra manna ég er,“ segir Þor-
steinn Davíðsson, nýskipaður hér-
aðsdómari. Þorsteinn er sonur
Davíðs Oddssonar seðlabanka-
stjóra.
Nefnd sem metur hæfi umsækj-
enda taldi þrjá umsækjendur mun
hæfari en Þorstein. Árni Mathie-
sen, skipaður dómsmálaráðherra,
valdi Þorstein, meðal annars með
þeim rökstuðningi að hann hefði
starfað sem aðstoðarmaður Björns
Bjarnasonar dómsmálaráðherra.
Pétur Kr. Hafstein, formaður
nefndarinnar, segir þetta óvenju-
legt. „Það er venjulegt að ráðherra
sé að minnsta kosti í námunda við
niðurstöðu nefndarinnar,“ segir
Pétur. „Við rökstyðjum það mjög
ítarlega hvers vegna við teljum
þessa þrjá hæfasta.“
Pétur segir nefndina munu
koma saman á næstunni og íhuga
hvort eigi að bregðast við. Aðeins
tvenn viðbrögð séu í stöðinni.
„Nefndin getur ekkert annað gert
en að halda áfram störfum eða
leggja niður störf,“ segir Pétur.
Guðmundur Kristjánsson, einn
þeirra þriggja umsækjenda sem
nefndin mat hæfasta, segist hafa
talið víst að valið stæði milli þeirra
þriggja. Hann mun biðja ráðherra
um rökstuðning á ákvörðuninni.
„Ef að líkum lætur verður hann
svipaður og sá sem ráðherra hefur
gefið í fjölmiðlum, sem er alveg
fráleitur,“ segir Guðmundur.
„Í sjálfu sér er alveg rétt að það
kom á óvart hver fékk starfið,“
segir Halldór Björnsson, annar
þeirra þriggja. „Þessi ákvörðun
hefur verið tekin og henni verður
ekki breytt.“ Pétur Dam Leifsson,
sá þriðji, segist hugsi yfir málinu.
„Það vekur furðu að ráðherra
skuli ekki hafa litið til umsagnar
nefndarinnar.“
Sigurður Líndal lagaprófessor
segir að réttast hefði verið að fara
eftir ráðgjöf nefndarinnar. „Þarna
voru þrír taldir hæfastir svo að
ráðherra hefur val,“ segir
Sigurður. „Þeir sem eru minna
hæfir geta aflað sér reynslu síðar.“
steindor@frettabladid.is
Nefndin mun ræða
að leggja niður störf
Nefnd sem metur hæfi umsækjenda um embætti héraðsdómara mun hittast
og ræða hvort hún vilji starfa áfram eftir að Þorsteinn Davíðsson var skipaður.
Einn umsækjendanna ætlar að óska eftir rökstuðningi ráðherra fyrir valinu.
Ragnheiður Jónsdóttir, einn
umsækjenda um stöðu héraðs-
dómara, segir dómsmálaráðuneytið
brjóta stjórnsýslulög með því að
veita henni ekki tækifæri til að
andmæla mati nefndarinnar sem
mat hæfi umsækjenda. Bréf með
umsögn nefndarinnar barst Ragn-
heiði tveimur dögum eftir að frestur
til að andmæla rann út.
Bréfið var fyrst sent til Húsavíkur,
þar sem Ragnheiður er skráð til
heimilis, en hún dvaldi í Reykjavík
og var bréfið áframsent þangað.
Ragnheiður segir að þrátt fyrir að
bréfið hafi verið póstlagt fimm
dögum áður en fresturinn rann
út séu fimm dagar, þar af tveir
helgardagar, allt of skammur frestur,
sérstaklega í jólakortaösinni.
Ragnheiður var metin hæf sam-
kvæmt nefndinni, eins og Þorsteinn
Davíðsson, sem var ráðinn. Þrír aðrir
umsækjendur voru metnir tveimur
flokkum hæfari. Ragnheiður vildi
andmæla þessu mati og íhugar nú
að kæra málið til Umboðsmanns
Alþingis.
FÉKK EKKI FÆRI Á AÐ ANDMÆLA
RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR PÉTUR KR. HAFSTEINÞORSTEINN DAVÍÐSSON
SJÁVARÚTVEGUR Dala-Rafn VE 508 kom til
heimahafnar í Vestmannaeyjum í fyrsta
skipti í gær. Skipið er smíðað í Póllandi og er
fimmta skip útgerðar í eigu hjónanna Þórðar
Rafns Sigurðssonar og Ingu Eymundsdóttur.
Þórður Rafn er skipstjóri á Dala-Rafni, en
auk hans sigldu skipinu frá Póllandi sonur
hans Eyþór og sonarsonur Ingi Rafn. Þrír
ættliðir voru því við stjórnvöl skipsins á
heimleiðinni. Þeir lögðu af stað á laugardag-
inn og fengu gott veður á leiðinni.
Það er ávallt hátíðarbragur yfir því þegar
nýtt skip kemur til heimahafnar í fyrsta
skipti, og það átti sannarlega við í gær. Eftir
að prestar Landakirkju höfðu blessað skipið
og áhöfn þess, var bæjarbúum boðið að skoða
hið glæsilega fley.
Þórður skipstjóri tilkynnti við það tilefni
að eftir fimmtíu ára sjómennsku væri nóg
komið og hann hefði ákveðið að fela syni
sínum Eyþóri skipsstjórnina.
Dala-Rafn er sjötta skipið sem bætist við
flota Vestmannaeyinga á árinu. - shá
Togskipið Dala-Rafn VE 508 kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í gær:
Þrír ættliðir sigldu skipinu til hafnar
ÞRÍR ÆTTLIÐIR Eyþór, sonur hans Ingi Rafn og Þórður
Rafn útgerðarmaður.
DALA-RAFN VE 508 Skipið er allt hið glæsilegasta og
var fagnað þegar það kom til hafnar í Eyjum. MYND/ÓSKAR
STJÓRNSÝSLA Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra lýsti sig van-
hæfan við skipan héraðsdómara
vegna meðmæla sem hann hafði
veitt Þorsteini Davíðssyni,
umsækjandanum sem fékk stöð-
una, þegar Þorsteinn sótti um
starf hjá lögreglustjóra höfuð-
borgarsvæðisins í haust.
Björn vék ekki þegar Þorsteinn
sótti um stöðu héraðsdómara í
Reykjavík í fyrra. Á þeim tíma
starfaði Þorsteinn sem pólitískur
aðstoðarmaður Björns.
Björn segir að þá hafi hann
ekki verið búinn að gefa Þorsteini
meðmæli. „Ef tekin hefur verið
afstaða eins og ég gerði með með-
mælum, leiðir það til vanhæfis,“
segir Björn.
Sigurður Líndal lagaprófessor
segir rétt hjá Birni að lýsa sig
vanhæfan. „Allur er varinn
góður,“ segir Sigurður. „Mér
hefði fundist réttara af honum að
víkja sæti í fyrra skiptið líka, þar
sem hann var aðstoðarmaður ráð-
herrans. En það er ekki skylda.“
Í 3. grein stjórnsýslulaga segir
að ef fyrir séu ástæður til að
draga óhlutdrægni í efa, sé starfs-
maður vanhæfur til meðferðar
máls.
Geir H. Haarde forsætisráð-
herra neitaði að tjá sig um málið
þegar eftir því var leitað.
- sgj
Dómsmálaráðherra vék sæti vegna meðmæla sem hann hafði veitt Þorsteini:
Vanhæfur vegna meðmæla
SIGURÐUR LÍNDALBJÖRN BJARNASON
STJÓRNSÝSLA „Ég vona að menn
láti af þessum pólitísku afskipt-
um af ráðningu dómara,“ segir
Atli Gíslason,
þingmaður
Vinstri
grænna, um
ráðningu
Þorsteins
Davíðssonar
sem héraðs-
dómara.
„Þetta hefur
ekki verið
svona þegar
héraðsdómur
er annars vegar,“ segir Atli. „Þar
er sérstök matsnefnd sem starfar
faglega.Því er engin skýring á að
ganga framhjá þremur hæfari
umsækjendum.“
Atli segir allt of mikið um
pólitískar ráðningar. „Sjálfstæðis-
flokkurinn stýrir þessu, hann fer
með dómsmálaráðuneytið,“ segir
Atli. „Ég held ekki að þetta sé
rætt í ríkisstjórn. Þetta er alfarið
Sjálfstæðisflokkurinn.“ - sgj
Atli Gíslason, þingmaður VG:
Sjálfstæðismenn
ráða pólitískt
ATLI GÍSLASON
DÓMSMÁL 28 ára karlmaður var á
föstudag dæmdur í Héraðsdómi
Reykjavíkur í níu mánaða
fangelsi fyrir að stela fimm
nærbuxum og einum bol úr
Hagkaupum í Kringlunni og rjúfa
þar með skilorð. Var átta mánaða
skilorðsbundnum dómi hans því
breytt í níu mánaða fangelsisvist.
Maðurinn á langan sakaferil að
baki. Árið 2001 hlaut hann dóm
fyrir kynferðisbrot og húsbrot,
árið 2003 fyrir nytjastuld og
ölvunarakstur, 2005 fyrir
fíkniefnabrot og 2006 fyrir
ölvunarakstur, svo fátt eitt sé
nefnt. Í ljósi ítrekaðra skilorðs-
rofa þarf hann nú að sitja inni. - sgj
Fékk níu mánaða dóm:
Stal nærbuxum
og rauf skilorð
FLOTKVÍIN Kvínni hefur verið búinn
staður í nýju höfninni.
SKIPULAGSMÁL Hafnarstjórnin í
Hafnarfirði vill að flotkví Orms
og Víglundar við Háabakka verði
komin á nýjan stað fyrir 100 ára
afmæli bæjarins í júní á næsta
ári.
„Kvíin er ekki til fegurðarauka
og samrýmist ekki starfseminni
sem er í kring um hana. Það hafa
orðið miklar tafir á að kvíin hafi
verið flutt og menn eru orðnir
óþolinmóðir. Menn vilja skilyrðis-
laust að hún verði farin fyrir
hundrað ára afmæli bæjarins í
byrjun júni,“ segir Eyjólfur
Sæmundsson, formaður hafnar-
stjórnar. Upphaflega átti kvíin að
vera til bráðabirgða við Háa-
bakka fyrir ellefu árum. - gar
Tiltekt í Hafnarfirði:
Flytji flotvkí
fyrir afmæli
Tveggja bíla í árekstur
Umferðaróhapp var á Snæfellsnesvegi
á föstudag. Samkvæmt upplýsingum
varðstjóra varð slysið með þeim hætti
að tveir bílar rákust saman. Engin slys
urðu á fólki en málið er í rannsókn.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Með minnihluta í gönguferð
Fulltrúi meirihlutans í bæjarstjórn
Voga á Vatnsleyströnd segir það vera
vísbendingu um allt sé í góðu lagi í
sveitarfélagi að eina breytingarillaga
minnihlutans við þriggja ára áætlun
sé að flýta framkvæmdum við ljósa-
staura. Bauð hann oddvita minnihlut-
ans í gönguferð um leið og lýsingin
kemur. Boðið var þegið.
VOGAR
Ertu sátt(ur) við ráðningu
Þorsteins Davíðssonar sem
héraðsdómara?
Já 30%
Nei 70%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Telur þú þörf á íslenskri öryggis-
þjónustu?
Segðu skoðun þína á visir.is
KJÖRKASSINN