Fréttablaðið - 22.12.2007, Síða 8
8 22. desember 2007 LAUGARDAGUR
Þrjátíu þúsund fyrir jól
Allir starfsmenn Seltjarnarnesbæjar
fá þrjátíu þúsund króna eingreiðslu
sem verður lögð inn á reikning
þeirra fyrir jól samkvæmt ákvörðun
bæjarstjórnar. Upphæðin miðast við
fullt starf.
SELTJARNARNES
Skemmdir á kirkjugarðinum
Skemmdir voru unnar á jólaskreyt-
ingum á leiðum í kirkjugarðinum
í Ólafsfirði. Voru meðal annars
krossar á leiðum brotnir og ljós
skemmd.
ÓLAFSFJÖRÐUR
1. Hvað heitir nýskipaður
héraðsdómari á Norðurlandi
eystra og Austurlandi?
2. Hvern heiðra Kirgistanar
með því að nefna fjall í höfuðið
á honum?
3. Hver skoraði langflest mörk
á árinu fyrir kvennalandslið
Íslands í handbolta?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 94
Óspektir í Keflavík
Maður gisti fangageymslur lögregl-
unnar á Suðurnesjum eftir óspektir
í miðbæ Keflavíkur aðfaranótt
föstudags. Samkvæmt varðstjóra var
maðurinn meðal annars með ólæti
gagnvart lögreglu og má hann búast
við sekt fyrir óspektir og ölvun á
almannafæri. Var manninum sleppt
þegar hann hafði sofið úr sér áfengis-
vímuna.
LÖGREGLUFRÉTTIR
FÉLAGSMÁL Össur Skarphéðinsson
iðnaðarráðherra gaf styrktar-
sjóðnum Faðmi 400 þúsund
krónur á
föstudag.
Upphæðin er
andvirði
hefðbundinna
jólakorta með
kveðjum
ráðherra og
starfsfólks, sem
Össur hefur
ákveðið að
senda ekki út í
ár.
Faðmur er styrktarsjóður
samtakanna Heilaheill, sem vinna
að velferðar- og hagsmunamálum
þeirra sem hafa orðið fyrir skaða
af völdum heilablóðfalls. Faðmur
styrkir foreldra sem hafa fengið
heilablóðfall eða heilaslag og eru
með börn á framfæri. - sgj
Iðnaðarráðherra:
Gefur Faðmi
jólakortapening
ÖSSUR
SKARPHÉÐINSSON
GENF, AP Jólasveinninn mun fá
meira en sex milljón bréf í póstin-
um í ár að því er stofnun á vegum
Sameinuðu þjóðanna, sem tengir
póstþjónustur víða um heim,
greindi frá í gær. Að auki fara
milljón bréf til jólasveinsins
gegnum bandarísku póstþjónust-
una árlega.
Starfsmenn póstþjónusta í
tuttugu löndum hið minnsta safna
saman og svara bréfum sem stíluð
eru á Norðurpólinn sem annars
yrðu merkt sem „ekki hægt að
afhenda“ eða „heimilisfang
óþekkt“.
Flest bréf stíluð á jólasveininn
berast til Finnlands erlendis frá
eða 150 löndum. Mestur heildar-
fjöldi bréfa er í Frakklandi og bár-
ust 1,22 milljónir bréfa til jóla-
sveinsins þar í landi í fyrra. Næst
kom Kanada með 1,06 milljónir,
Bretland og Finnland með 750.000
hvort, Þýskaland með 500.000,
Portúgal með 255.000 og Spánn
með 232.000.
Bandaríska póstþjónustan hefur
lengst svarað börnum sem skrifa
jólasveininum eða frá árinu 1912.
Yfir 120.000 bréf berast að utan til
Norðurpólsins í fámennt sam-
félagið í Alaska þar sem 1.600
manns búa og vinna sjálfboðaliðar
við það að svara bréfunum.
Í sumum löndum býðst börnum
að senda jólasveininum tölvupóst
og fá svar en langflest kjósa þau
enn að senda honum handskrifað
bréf. - sdg
Aðstoðarmenn jólasveinsins sitja víða sveittir við að svara póstinum hans:
Sjö milljón bréf til jólasveinsins í ár
JÓLASVEINN Í FRAKKLANDI Starfsmenn
frönsku póstþjónustunnar aðstoða
jólasveininn við að svara pósti.
NORDICPHOTOS/AFP
DÓMSMÁL Þrennt var sýknað af
skaðabótakröfu í Héraðsdómi
Reykjavíkur á föstudag fyrir að
hafa tekið hundinn Akkiles
ófrjálsri hendi og týnt honum.
Akkiles var hundur af Leonberger-
tegund, keyptur á 250 þúsund
krónur, en ekkert hefur spurst til
hans síðan í maí í fyrra.
Kaupandi hundsins hafði beðið
seljandann um að geyma hann
fyrir sig, en sá seldi hann pari frá
Stykkishólmi. Parið hafði sam-
þykkt að skila hundinum en hann
týndist á leiðinni heim. Héraðs-
dómur taldi ekki sannað að
seljandinn hefði tekið hundinn og
selt með ólögmætum hætti. - sgj
Þrjú sýknuð í hundsmáli:
Akkiles hvarf
en seljandi sýkn
FANGELSISMÁL Fangelsi landsins
voru svo til fullnýtt á árinu sem nú
er að líða. Þegar nýtingin er svo
mikil er erfiðara að mæta óvænt-
um uppákomum og að koma að
viðhaldi á byggingunum. Þetta
kemur fram í frétt á vef Fangelsis-
málastofnunar.
Nýting afplánunarplássa á Litla-
Hrauni og í Kópavogsfangelsinu
hefur verið á bilinu 95 til 100 pró-
sent á árinu. Sambærileg nýting á
Kvíabryggju var tæp 99 prósent í
byrjun október.
Nýtingin var nokkuð lægri í
Hegningarhúsinu, eða rúm 93 pró-
sent. Nýtingin var 86 prósent í
fangelsinu á Akureyri fyrstu mán-
uði ársins, en því var lokað vegna
endurbyggingar í maí. - bj
Mikið álag á íslensk fangelsi:
Fangelsin nær fullnýtt á árinu
KVÍABRYGGJA Nýting afplánunarplássa á Kvíabryggju var um 99 prósent á síðasta ári.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
VINNUMÁL Nýir vetrarjakkar lög-
reglumanna verða að líkindum
styttir.
„Lagt verður fyrir næsta fund
fatanefndar ríkislögreglustjóra að
bjóða upp á að stytta jakkana og að
næstu sendingar komi í styttri
útgáfu,“ segir Jónas Ingi Péturs-
son, framkvæmdastjóri rekstrar
hjá embætti ríkislögreglustjóra.
Jónas segir það hafa verið vegna
óska frá lögreglumönnum sjálfum
sem ákveðið var að síkka jakkann
frá dönsku fyrirmyndinni og sam-
ræma síddina við eldri jakka lög-
reglunnar. „Menn eru oft úti við og
vilja hafa jakkann niður fyrir mitti
svo ekki blási upp undir,“ segir
hann.
Vetrarjakkarnir eru fóðraðir og
saumaðir úr eldtefjandi efni. Hver
jakki kostar 36 þúsund krónur.
Eins og sagt var frá í Fréttablað-
inu er mikil óánægja með jakkann
meðal lögreglumanna, sem reyna
að komast í minni númer svo jakk-
inn virðist styttri og klæðilegri.
Jónas segir hluta af vandamálinu
vera að tekin hafi verið röng mál
af lögreglumönnum, afgreiðslur
hafi verið rangar auk þess sem
staðlað snið passi ekki fyrir alla.
„Við höfum óskað eftir ábending-
um um það hvað megi betur fara
og fengið ýmsar sem við erum að
skoða,“ segir hann.
Í nýjasta Lögreglublaðinu er
rætt við fjóra lögreglumenn um
nýjar vinnuflíkur. Segjast þeir
mjög ánægðir með margt. Vetrar-
jakkinn fær hins vegar slæma
útreið:
„Örugglega góður fyrir lög-
reglumenn úti á landi. Það eru ekki
öll föt hönnuð fyrir 101 Reykja-
vík,“ sagði Ingólfur Már Ingólfs-
son um jakkann.
„Ég fékk minnsta númerið en
það er alltof stórt. Hann verður
kannski fínn þegar ég fæ jakka
sem passar,“ bætti Helga Margrét
Gunnarsdóttir við.
Jónas tekur undir að mjög margt
gott megi segja um nýju flíkurnar
en að það sé líka margt sem þurfi
að bæta: „Einmitt þess vegna
höfum við verið að kalla eftir
athugasemdum til að geta brugð-
ist við.“ gar@frettabladid.is
Lögreglan
styttir jakka
Fatanefnd ríkislögreglustjóra mun á næsta fundi
sínum ræða tillögu um að stytta umdeilda vetrar-
frakka sem lögreglumenn segja óklæðilega síða.
TÍSKA „Flestir lögreglum
enn hafa skipt út jökkum
sínum fyrir stærðir mör
gum númerum minni til
að
jakkinn – eða kápan – sé
að einhverju leyti klæð
ilegur,“
segir G. Jökull Gíslason
, ritstjóri Lögreglublaðs
ins.
Jökull fjallar um nýju e
inkennisbúninga lögreg
l-
unnar í grein í Lögreglu
blaðinu. Þar segir hann
Dani
hafa eytt hundruðum m
illjóna króna í hönnun n
ýrra
lögreglubúninga sem Ís
lendingar hafi síðan haf
t að
fyrirmynd fyrir nýja bú
ninga. Íslenska lögregla
n
hafi valið tiltekinn dans
kan einkennisjakka en
ákveðið að síkka hann –
úr hófi að mati margra
:
„Hafa menn jafnvel val
ið að fórna innra fóðri
til að passa í minni núm
er sem klæða þá
betur,“ lýsir Jökull ritst
jóri ástandinu í blaði
sínu. Hann segir breytin
gar þó í aðsigi.
„Nýjustu fréttir eru að
í næstu framleiðslu
eigi að að stytta jakkann
, en ekki að taka upp
hið danska verðlaunasn
ið heldur gera enn
eina útgáfu sem yrði mi
llistig danska
jakkans og síðu kápunn
ar,“ skrifar Jökull.
Snið nýja einkennisbún
ingsins er að sögn
Jökuls ekki eina sérísle
nska breytingin sem
valdið hefur lögreglum
önnum vandræðum. Í
Danmörku séu búninga
rnir gráleitir en hér séu
þeir svartir.
„Er það ein skýringin á
þeim töfum sem hafa
orðið á afhendingu en þ
að segja mér fróðir men
n
að svart efni sé erfiðara
í framleiðslu,“ segir
Jökull, sem kveður svo
langan drátt hafa orðið
á
afhendingu að ekki séu
„einu sinni allar flíkurn
ar
komnar þrátt fyrir að á
r sé liðið frá ráðgerðum
afhendingartíma“.
- gar
Ósáttir lögreglumenn
troða sér í litla jakka
Heimagerðar breytinga
r á danskri verðlaunah
önnun falla illa að sme
kk ís-
lenskra lögreglumanna
, sem troða sér í lítil nú
mer svo jakkar þeirra l
íti ekki út
eins og kápur.
Gísli segir hæp
af þessu tagi standist l
ög. „Það er aðarlega
kosti 595
FRÉTTABLAÐIÐ Í gær grei
ndi Fréttablað-
ið frá ósáttum lögreglum
önnum sem
ganga í of litlum jökkum
svo þeir virðist
styttri.
Ég fékk minnsta númerið
en það er allt of stórt.
HELGA MARGRÉT GUNNARSDÓTTIR
Það eru ekki öll föt hönn-
uð fyrir 101 Reykjavík.
INGÓLFUR MÁR INGÓLFSSON522 44 00 • www.hertz.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/H
E
R
4
03
00
1
2/
07
Nú fá allir sem leigja
Toyota Aygo, Toyota Prius Twin
eða Toyota Prius vetnisbíl
frítt í stöðumæla miðborgarinnar.*
Leggðu frítt
í miðbænum
*Hámark 90 mín í senn í hefðbundum stæðum bílastæðasjóðs
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
39
98
6
11
/0
7
Leki göngustafir
fyrir þá sem gera kröfur
Verð frá
3.990
parið
VEISTU SVARIÐ?