Fréttablaðið - 22.12.2007, Side 10

Fréttablaðið - 22.12.2007, Side 10
10 22. desember 2007 LAUGARDAGUR JÓLASVEINAR Á HLAUPUM Um 5.000 manns tóku þátt í jólasveina- hlaupi sem fram fór í þýsku borginni Hamborg 16. desember síðastliðinn. Markmiðið var að slá met sem sett var í bresku borginni Liverpool þar sem 3.299 jólasveinar hlupu árið 2005 í svipuðu hlaupi. NORDICPHOTOS/AFP PAKISTAN, AP Lögreglan í Pakistan réðst inn í íslamskan kóranskóla í bænum Sherpao og handtók þar sjö námsmenn. Fáeinum klukkustundum áður hafði sjálfvígsárásarmaður sprengt sprengju í mosku á heimili fyrrverandi innanríkis- ráðherra landsins. Þar fórust að minnsta kosti fimmtíu manns. Ráðherrann fyrrverandi, Aftab Khan Sherpao, slapp þó ómeiddur, en þetta er í annað skiptið á átta mánuðum sem reynt er að ráða hann af dögum. Hann átti stóran þátt í aðgerðum stjórnarinnar gegn talibönum og Al Kaída. - gb Sprengjuárás í Pakistan: Fimmtíu fórust í árás á mosku DÓMSMÁL Fyrirtaka var í gær í máli Alcan gegn olíufélögunum þremur, Olíufélagi Íslands, Keri og Skeljungi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fer Alcan fram á 186 milljónir króna í bætur fyrir skaða sem það telur félagið hafa orðið fyrir vegna ólögmæts verðsamráðs félaganna. Mál Alcan gegn Olíufélögunum var þingfest í september og var fyrirtakan í gær önnur tveggja sem farið hafa fram. Í þetta sinn voru kvaddir til matsmenn sem meta eiga skaðann sem Alcan varð fyrir. Málið snýst um útboð sem fram fór haustið 1997. Olíufélögin þrjú sammæltust þá um að viðhalda því fyrirkomulagi að Skeljungur sæti einn að viðskipt- um við ÍSAL, dótturfélag Alcan, og héldi áfram að greiða hinum félögunum hlutdeild í framlegð af viðskiptum við ÍSAL. Fyrirkomulagið var við lýði fram til ársins 2001. Fjölmörg önnur fyrirtæki, stofnanir og einstakl- ingar gætu átt skaðabótakröfu á hendur olíufélögun- um. Í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins í máli olíufélaganna eru tilgreindir tugir brotaþola, auk þess sem hver og einn viðskiptavinur félaganna á tímabilinu frá 1994 til 2001 er sagður brotaþoli. - sh Fyrirtaka í máli Alcan gegn olíufélögunum þremur fór fram í gær: Alcan vill 186 milljónir fyrir samráð OLÍA Fyrirtækin sammæltust um að leyfa Skeljungi að sitja einum að viðskiptum við Alcan, gegn því að hin fengju greitt fyrir. JAPAN, AP Hnúfubakar við Suður- skautið verða áfram óhultir fyrir japönskum hvalveiðimönnum – að minnsta kosti fyrst um sinn. Japanska stjórnin skýrði frá því í gær að hvalveiðiflotinn, sem kominn er á suðurskautsslóðir í hina árlegu veiðiför sína, muni láta þessa fágætu hvalategund í friði. Japanar hafa þar með látið undan harðri gagnrýni sem barst hvaðanæva að eftir að hvalveiði- flotanum var í síðasta mánuði heimilað að veiða hnúfubaka í fyrsta sinn í fjóra áratugi. Hvalveiðiflotinn mun hins vegar, eins og fyrr var áætlað, stefna að því að veiða 935 hrefn- ur og 50 langreyðar. Japanskir hvalveiðimenn sendu sex hvalveiðiskip til Suður- skautsins fyrir mánuði og höfðu ætlað sér að veiða fimmtíu hnúfu- baka á vertíðinni í vetur. Þegar upplýst var um það brugðust umhverfisverndarsamtök ókvæða við. Þau eru á móti öllum hvalveiðum, en blöskraði sér- staklega áformin um að veiða hnúfubakinn. „Hvalveiðimál verða oft svo tilfinningaþrungin, en við vonum að umræðan fari fram af fyllstu rósemd á grundvelli vísindalegra staðreynda,“ segir Nobutaka Machimura, talsmaður japanskra stjórnvalda, þegar hann skýrði frá því að hætt hefði verið við hnúfubaksveiðarnar. Ákvörðunin kom á óvart því Japanar hafa til þessa haldið fram skýlausum rétti sínum til þess að veiða hvali. Hvalveiðarnar eru stundaðar á vegum opinberrar rannsóknarstofnunar í samræmi við reglur Alþjóðahvalveiðiráðs- ins sem heimilar takmarkaðar hvalveiðar í vísindaskyni. Ákvörðun Japana var fagnað, meðal annars af áströlsku stjórn- inni sem hyggst fylgjast grannt með hvalveiðum Japana í vetur og gera allt sem hægt er til að stöðva þær. „Þótt þetta sé ánægjulegt skref er Ástralíustjórn eindregið þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að réttlæta neinar hvalveiðar með trúverðugum hætti,“ segir Stephen Smith, utanríkisráð- herra Ástralíu. Hvalveiðar á hnúfubak voru bannaðar í Suður-Kyrrahafi vegna útrýmingarhættu árið 1963. Þremur árum síðar voru þær bannaðar um heim allan. gudsteinn@frettabladid.is Hnúfubakur ekki veiddur Hörð gagnrýni umhverfissinna hefur haft áhrif á hvalveiðistefnu Japana. Þeir ætla að veiða hrefnur og langreyðar, en láta hnúfubak í friði. HNÚFUBAKUR Fyrir fjörutíu árum voru veiðar á hnúfubak bannaðar um heim allan vegna útrýmingarhættu. Stofninn hefur eflst og er nú talið að þrjátíu til fjörutíu þús- und dýr séu á sveimi í höfunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Stór og lítil heimilistæki, símtæki og ljós í miklu úrvali. Gæðaryksugur frá Siemens. Virkilega þrífandi hrífandi. Þessi er nauðsynleg við jólabaksturinn. Er ekki upplagt að fá sér ný ljós fyrir jólin? SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 39 98 6 11 /0 6 Dúnúlpur frá The North Face Verð frá 19.990 kr. Úlpa á mynd 26.990 kr.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.