Fréttablaðið - 22.12.2007, Side 12

Fréttablaðið - 22.12.2007, Side 12
12 22. desember 2007 LAUGARDAGUR UNNUR JÖKULSDÓTTIR STAÐARHALDARI Í ELLIÐAVATNSBÆNUM Jólastemningin er í hámarki í Heiðmörk enda halda þar til jólasveinar, ferfætl- ingar, börn, listamenn og huldufólkið er ekki langt undan. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR JÓLASTEMNING Í HEIÐMÖRK Það er reisn yfir Elliðavatnsbænum, fæðingarstað Einars Benediktssonar. MYND/ÁRNI TRYGGVASON BÚIN AÐ FINNA RÉTTA JÓLATRÉÐ Jóhann Eyfjörð dregur jólatréð sem hann hefur höggvið og nýtur aðstoðar Matthíasar, Andra og Guðrúnar Ýrar. JÓLAGLEÐI Á HLAÐINU Sveinki er ósmeykur að láta til sín taka en stundum týnist hann og þá verða börn frá Náttúruskólanum að hafa uppi á honum. Jólamarkaðurinn í Heið- mörk hefur verið opinn alla laugardaga og sunnudaga frá 24. nóvember síðast- liðinn. Unnur Jökulsdóttir staðarhaldari var í essinu sínu þegar blaðamaður tók tal af henni í vikunni enda var fallegt í Heiðmörkinni á heiðskírum degi og góðir gestir búnir að setja svip sinn á starfsemina í Elliða- vatnsbæ og nágrenni. Hún var að undirbúa helgina í Heiðmörk þar sem nóg verður um að vera. „Þetta er sannkallaður griðastaður fyrir borgarbúa sem eru búnir að fá nóg af stressinu,“ segir Unnur. „Hingað getur fólk komið og keypt muni eftir íslenska hönn- uði, handverks- og listiðnaðar- fólk. Að sjálfsögðu er fólkinu boðið upp á heitt kakó og rithöf- undar lesa úr verkum sínum. Til dæmis var hún Kristín Helga Gunnarsdóttir að lesa úr bók sinni fyrir börnin um síðustu helgi og höfðu þau verulega gaman af. Og um þessa helgi er síðan von á Reyni Jónassyni sem mun galdra nokkra slagara fram úr harmon- ikkunni sinni.“ Elliðavatnsbær er ekkert kot en þar eru nú bækistöðvar Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur sem hefur veg og vanda af jólamark- aðinum. Þetta steinhús lét Bene- dikt Sveinsson alþingismaður reisa og þar fæddist sonur hans og þjóðskáld okkar, Einar Bene- diktsson, árið 1864. Svo er nóg um að vera umhverfis bæinn. „Hingað getur fólk komið og keypt jólatré af ýmsum gerðum á hlaðinu hjá okkur en svo komum við líka til móts við þá sem vilja höggva sitt tré sjálfir og þá fá þeir verkfæri hjá skógarmönnunum okkar og ganga svo bara vasklega til verks. Reyndar mega menn eiga von á því að Sveinki láti á sér bera meðan á ósköpunum stendur.“ Upplestur fer einnig fram utan- dyra en þá er slegið upp varðeldi sem hægt er að orna sér við. „Svo er Náttúruskólinn með ýmis uppátæki fyrir börnin. Til dæmis er farið í ratleik þar sem leitað er að jólasveinum,“ segir Unnur. Náttúruskólinn er fyrir alla grunnskólanemendur á höfuð- borgarsvæðinu en þar er lögð áhersla á að kenna krökkunum á kynstur náttúrunnar. Eins og bókhneigðir vita gaf Unnur út bók um huldufólk fyrir þessi jól og því er ekki úr vegi að spyrja hana hvort slíku fólki sé fyrir að fara í Heiðmörkinni. „Að sjálfsögðu er nóg af huldufólki hérna og ekki er hróflað við neinu nema með góðfúslegu leyfi frá því,“ segir hún og brosir. jse@frettabladid.is Jólafjör í húsi skáldsins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.