Fréttablaðið - 22.12.2007, Page 18

Fréttablaðið - 22.12.2007, Page 18
18 22. desember 2007 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 556 6.275 +0,94% Velta: 10.018 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 9,76 +0,00% ... Bakkavör 57,40 +1,06% ... Eimskipafélagið 35,35 -1,12% ... Exista 19,10 +7,00% ... FL Group 14,75 +0,34% ... Glitnir 21,85 +0,23% ... Icelandair 26,45 +2,92% ... Kaupþing 868,00 +0,58% ... Landsbankinn 35,60 +0,28% ... Straumur-Burðarás 15,30 +1,66% ... Össur 97,30 -0,71% ... Teymi 5,84 +6,18% MESTA HÆKKUN ATLANTIC PETROL. 7,64% EXISTA 7,00% TEYMI 6,18% MESTA LÆKKUN FLAGA 5,50% ATLANTIC AIRWAYS 2,56% ICELANDIC GROUP 1,52% Eignarhlutur Icebank í Spari- sjóðnum í Keflavík nemur um það bil 1,9 prósentum en ekki 8,3 pró- sentum líkt og lesa má úr lista sem birtist yfir stærstu eigendur í við- auka við stofnfjárútboðslýsingu SpKef sem lauk 14. desember. Samkvæmt upplýsingum frá Icebank þá skiptist stofnfjáreign- in sem skráð er á bankann þannig að 84,3 milljónir króna eru vegna eigin viðskipta hans, en 285 millj- ónir eru vörn bankans vegna afleiðusamninga viðskiptavina. Heildarhluturinn nemur að nafn- virði 369,2 milljónum króna, eða 8,42 prósentum af heildarstofnfé spariSjóðsins. Eign Icebank í SpKef er upphaf- lega frá því í haust, en síðan hefur bankinn tekið þátt í tveimur stofn- fjáraukningum í samræmi við eignarhlut sinn. Finnur Svein- björnsson, bankastjóri Ice- bank, segir að þar á bæ hafi menn velt fyrir sér að fara sömu leið og stóru bankarnir og stofna sér- stakt félag til að halda utan um eignarhluta sem mynda vörn á móti afleiðusamningum. Hingað til segir hann mat manna hafa verið að umsvif bankans væru ekki slík að til þess kynni að koma. „En ef til vill sýnir þetta SpKef- mál að heppilegt kunni að vera að stíga skrefið fyrr en við ætluð- um,“ segir hann. - óká FINNUR SVEINBJÖRNSSON Hugleiða félag um eignir móti afleiðusamningum „Væntanlega erum við að sjá áhrif af fjármálakreppunni koma fram í raunhagkerfinu á næsta ári,“ sagði Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, í hádegisviðtali Markaðarins á Stöð 2 í gær. Ásgeir sagði að raunveruleg fjármálakreppa væri nú vestan hafs. Hinn almenni borgari hér hefði ekkert fundið fyrir henni. Hér væri svo til ekkert atvinnu- leysi og fólk hafi verið tiltölulega bjartsýnt. „En mér finnst mjög líklegt að það muni breytast mjög snögglega á næsta ári og við sjáum þessi efnahagslegu áhrif undir- málskrísunnar koma fram.“ „Það verður miklu erfiðara að fá lán fyrir framkvæmdum og svo framvegis,“ sagði Ásgeir og bætti því við að hann væri ekki svart- sýnn. „Uppsveiflur og niður- sveiflur fylgjast að. Það væri barnaskapur að halda að íslenska hagkerfið geti haldið áfram á þessu stími sem það hefur verið á.“ Hann bendir á að fasteigna- markaðurinn sé viðkvæmur fyrir háum vöxtum og vísar til undirmálskrísunnar. „Aðilar sem eru í útlánum til fasteignakaupa á Íslandi munu stíga varlega til jarðar á næsta ári.“ Það hafi verið mark- mið Seðlabankans með gríðarlega háum stýri- vöxtum að ná þessari stöðu. Það hafi tekið hann þrjú til fjögur ár. „Aðalmálið er að markaðurinn frjósi ekki,“ sagði Ásgeir og sagði að það skipti ekki öllu máli þótt verðið lækkaði lítil- lega. Fasteignamarkaðurinn eigi þó líklega eftir að jafna sig um leið og hægt verði að lækka vexti. Ásgeir segir að næsta ár verði ár aðlögunar í hagkerf- inu. Fólki hætti til að vera of bjartsýnt í uppsveiflu og of svartsýnt í niðursveiflu. Fólk hefði getað búist við þessu og „nú verður að standa fast í ístöðunum, en ég held samt að 2008 verði ekki slæmt ár“. - ikh Segir að styttist í kreppuna ÁSGEIR JÓNSSON „Þessi samningur mun án efa gera bæði Vífilfelli og Dominos kleift að vaxa og dafna og halda áfram að vera í fararbroddi á sínu sviði á Íslandi næstu ár,“ sagði Árni Stef- ánsson, forstjóri Vífilfells, við undirritun samstarfssamnings fyrirtækjanna til næstu þriggja ára. Samningurinn felur meðal ann- ars í sér að vörum Vífilfells er dreift með vörum Dominos, sam- eiginlegar auglýsingar og fleira. Verðmæti samningsins er ekki gefið upp. Vífilfell og Dominos eru með mikla markaðshlutdeild hvort á sínum markaði hérlendis. Á heild- armarkaði fyrir gos og vatn hefur Vífilfell ríflega 60 prósenta mark- aðshlutdeild. Dominos er ein stærsta keðjan á íslenska skyndi- bitamarkaðnum. Dominos rekur fjórtán staði hér á landi. - ikh Dominos og kók enn saman Matsfyrirtækið Fitch Rat- ings staðfesti í fyrradag lánshæfiseinkunn Straums- Burðaráss fjárfestingar- banka. Langtímahorfur Straums eru sagðar stöð- ugar. Alþjóðlega greiningar- og mats- fyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfiseinkunn Straums-Burðaráss fjárfesting- arbanka hf. Langtímaeinkunn bankans er „BBB-“, skammtíma- einkunn „F3“, óháð einkunn „C/ D“ og stuðningseinkunn „3“. Langtímahorfur í rekstri bank- ans eru sagðar stöðugar. Fitch segir að einkunn Straums endurspegli fjárhagslegan styrk bankans, öran vöxt tiltölulega stöðugra tekna, aukna landfræði- lega dreifingu bæði eignasafns og tekna og þá staðreynd að áhættustýring og upplýsingagjöf hafi verið efld til muna að undan- förnu. Einkunnin er einnig sögð mark- ast af því að tiltölulega lítil reynsla sé komin á starfsemi Straums í núverandi mynd, hluta- bréfaeign bankans sé enn mikil, einstakir liðir vegi þungt í efna- hagsreikningnum og óvissa sé um hvernig gangi að samþætta einingar á ólíkum mörkuðum. Fitch tekur fram að samsetning rekstrareininga og áhættu hafi batnað en bætir við að það eigi eftir að koma fram í sterkari efnahagsreikningi og rekstraraf- komu. Haldi bankinn áfram að bæta sig að þessu leyti renni það stoðum undir að einkunn hans verði hækkuð. Að sinni segir matsfyrirtækið hins vegar að fylgst verði með áhrifum hinna erfiðu aðstæðna á markaði á bankann. Loks er því lýst yfir að lausa- fjárstaða Straums sé góð og að fjárhagslegur styrkur bankans veiti honum umtalsverðan sveigjan leika til að vaxa, líkt og sé yfirlýst stefna bankans. Áður hafði Fitch fjallað um lánshæfi hinna bankanna þriggja, Kaupþings, Landsbankans og Glitnis. Fyrr í þessum mánuði staðfesti Fitch lánshæfiseinkunnir Kaup- þings banka. Langtímaeinkunn er „A“, skammtímaeinkunn „F1“, óháð einkunn „B/C“, stuðnings- einkunn „2“ og stuðnings- einkunnargólf „BBB“. Matsfyrir- tækið breytti hins vegar horfum fyrir langtímaeinkunn bankans úr stöðugum í neikvæðar. Í umsögn fyrirtækisins sagði að endurskoðun á horfum fyrir langtímaeinkunn Kaupþings kæmi í kjölfar lækkunar á lang- tíma lánshæfiseinkunn NIBC og í ljósi þess að Fitch teldi að mögu- legar afkomusveiflur vegna eðlis starfsemi NIBC yrðu erfiðari viðureignar. „NIBC mun verða stór hluti af Kaupþings samstæð- unni og þar af leiðandi auka tekjusveiflur og hækka aftur hlutfall heildsölufjármögnunar hjá samstæðunni, þótt áhersla á að auka innlán gæti dregið úr áhættunni,“ segir í umfjöllun Fitch. Mat Fitch Ratings á lánshæfi Landsbankans er frá því í nóvem- ber, en enn hefur ekki komið nýtt mat á Glitni. Í síðasta mánuði staðfesti Fitch óbreytta lánshæfiseinkunn Landsbankans. Langtímaskuld- bindingar eru „A“, skammtíma- einkunn „F1“, stuðningur „2“ og fjárhagslegur styrkur „B/C“. Horfur lánshæfismatsins voru sagðar stöður stöðugar, en ein- kunnin var sögð endurspegla leiðandi stöðu Landsbankans á heimamarkaði, aukna fjölbreytni í tekjum bankans, varkár afskriftar framlög, góða eigin- fjárstöðu og bættar fjármögnun- arleiðir. Í matinu var einnig tekið tillit til þess að hlutabréfastöður bankans eru enn umtalsverðar og hugsanlegt umrót á innanlands- markaði og í annarri starfsemi tengdri fjármálamörkuðum. Nýjasta mat Fitch á Glitni er hins vegar frá því í mars, en það var gefið út í kjölfar kaupa Glitnis á FIM. Þá var staðfest óbreytt einkunn, „A“ í langtíma- einkunn, skammtímaeinkunn „F1“, óháð einkunn „B/C“ og stuðningseinkunn „2“. Horfur voru sagðar stöðugar. - bg/óká STEFNAN KYNNT Willam Fall, forstjóri Straums Fjárfestingabanka kynnti stefnu bank- ans fjárfestum og greinendum í haust, þegar hann hafði verði 90 daga í starfi. Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfi bankans og segir horfur stöðugar. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Lánshæfi Straums staðfest Gengi Existu og SPRON hækkaði tals- vert í gær, á síðasta viðskiptadeginum í Kauphöll Íslands fyrir jól. Markaðsvirði bæði Existu og SPRON dróst talsvert saman í vikunni. Það fyrrnefnda féll um tæp fimmtán pró- sent en SPRON um sextán. Greinendur áttu enga skýringu á fallinu í vikunni en litlar breytingar urðu á undirliggj- andi eignum Existu á Norðurlöndunum. Gengi SPRON helst nokkuð í hendur við breytingar á Existu enda er spari- sjóðurinn með sjö prósenta hlut í félag- inu. Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Kauphöllinni í gær en Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,94 prósent. Þótt þetta sé með besta móti upp á síðkastið er hækk- unin talsvert undir meðaltalshækkun á erlendum hlutabréfamörkuðum í gær. Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum var hins vegar sigurvegari gærdagsins enda stökk gengi hluta- bréfa félagsins upp um 7,65 prósent undir lok viðskiptadagsins. Flaga féll um 5,5 prósent á sama tíma. Úrvalsvísitalan stendur í 6.275 stig- um sem merkir að hún er á svipuðum slóðum og í byrjun jólamánaðarins í fyrra. - jab Langþráð hækkun fyrir jólin FRÁ AÐALFUNDI EXISTU Gengi hluta- bréfa í Existu tók stökkið í gær eftir talsvert fall í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.