Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2007, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 22.12.2007, Qupperneq 24
 22. desember 2007 LAUGARDAGUR Í nýútkomnu ársriti Lögreglufélags Reykja- víkur, Lögreglublaðinu, fjallar annar ritstjóra blaðsins, Gísli Jökull Gíslason, um þann vanda sem steðjar að lögreglustarfinu um þessar mundir. Í grein sinni „Það er bara ekki í góðu lagi“ segir hann meðal annars: „Á þessu ári hef ég séð eftir mörgum mjög hæfum og góðum lögreglu- mönnum hætta og mig tekur það sárt. Ekki aðeins eykst vinnu- álagið á okkur sem eftir eru sem því nemur, heldur skaddast ein sterkasta taugin sem heldur mér í þessu starfi.“ Hugsjónamaður er orð sem allir viðmæl- endur Fréttablaðsins nota til að lýsa Jökli. Áður en hann hóf störf hjá lögreglunni vann hann með heimilislausum drengjum og þar áður sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Svona er hann bara. Annaðhvort er fólk með það í sér að vilja hjálpa og aðstoða eða ekki. Jökull er með hugsjónina. Hann vill hjálpa fólki en hann er hins vegar ekki aumingjagóður.“ Jökull hefur einnig verið mikið í félags- starfi í gegnum tíðina. Hann var lengi formaður ungliða- starfs Rauða krossins og á þessu ári tók hann við sem annar af tveimur ritstjórum Lögreglublaðsins. Jökli er afar annt um lögreglustarfið og vill vekja athygli á því sem hann telur hægt að bæta. Á forsíðu Lögreglublaðsins var mynd af brotinni lögreglustjörnu og vildi Jökull með því benda á þá staðreynd að brestir eru í lögreglunni. „Hann hefur lagt mikið í það undanfarna daga og vikur að setja sig inn í málefni lögregl- unnar,“ sagði einn viðmælenda, sem bætti því við að greinin í Lögreglu- blaðinu hefði ekki komið á óvart. Jökull er afskaplega vel liðinn innan lögreglunnar að sögn viðmælenda. Hann þykir góður vinnu- félagi og er oft leitað til hans með ýmis mál. „Hann er hafsjór af fróðleik. Það er gott að leita til hans og oftar en ekki fá góð svör. Toppmaður í alla staði.“ Það hefur alltaf verið á áætlun hjá Jökli að eiga stóra fjölskyldu og vill hann hafa reglu og fjöl- skyldulíf í kringum sig. Jökull á tvær dætur og sækja börn sérstaklega í nærveru hans að sögn eins viðmælanda. „Það eru mörg börn sem leitast við að koma í heimsókn sérstaklega til að hitta hann. Hann er alltaf til í að fíflast með þeim og fara í tröllaleik.“ Í tröllaleik leikur Jökull tröllið sem eltir skríkjandi börnin. Þegar Jökull fluttist heim frá Bretlandi tíu ára gamall var hann tvítyngdur. Fimm árin á undan hafði hann alltaf talað ensku við skólafélaga og vini meðan foreldrar hans töluðu íslensku við hann. Það hafði þó þær afleiðingar að þegar hann fluttist aftur heim var íslenskan hans á öðru plani en hjá öðrum tíu ára börnum. Fann hann sérstaklega fyrir því hve hann skorti inn í orðaforða tíu ára krakka. Þurfti hann meðal annars að láta kenna sér að blóta. Jökull á mikið af áhugamálum og eru hefðbundnar íþróttir þar ekki í forgrunni. „Hann er algjör antisportisti. Hjá mörgum er fótboltinn aðaláhugamálið en hann er með mörg önnur í staðinn.“ Af helstu áhugamálum Jökuls má nefna skotfimi, sjósund, borðspil og her- kænsku. Hefur hann unnið til verðlauna í skotfimikeppni hjá lögreglunni og er meðlimur í sjósunds- félagi lögreglunnar. Stærsta áhugamálið snýr þó að borðspilum og herkænsku. „Segja má að Jökull sé hernaðarsérfræðingur án þess að hafa nokkurn tímann komið nálægt hernaði heldur hefur hann bara lesið sér til.“ Í dag spilar hann spil um seinni heimsstyrj- öldina með litlum fígúrum og á hann risastórt safn af bókum og DVD- diskum um þetta tímabil. Jökull hefur alla tíð verið mikið fyrir spil af þessu tagi og hefur einnig séð um að halda spilamót. Hann spilar til að skemmta sér og þykir taka sigrum jafnt sem ósigrum með einstöku jafnaðargeði. Jökull er afar vel liðinn af spilafélögum og þegar hann tilkynnti að hann hygðist hætta spilamennsku í borðspilinu War- hammer 40.000 var gífurleg eftirsjá að honum að sögn eins viðmælanda. Jökull spilaði Warhammer um nokkurra ára skeið og tók meðal annars þátt í heims- meistaramóti War- hammer-spilara. Af heimilisstörfum á eldamennskan helst upp á pallborðið hjá Jökli, sem sér um alla eldamennsku á heimilinu. Hann er opinn fyrir alls konar matargerðarlist og einbeitir sér að því að gera hvern rétt eins góðan og hægt er. Eru þeir oft í flóknara lagi. „Hann myndi til dæmis aldrei elda kjötbollur í brúnni sósu, það væri of einfalt.“ MAÐUR VIKUNNAR Barngóður antisportisti GÍSLI JÖKULL GÍSLASON ÆVIÁGRIP Gísli Jökull Gíslason fæddist 20. október árið 1970 í Reykja- vík. Hann ólst upp í Reykjavík og á Seltjarnarnesi auk þess sem hann dvaldist í Bretlandi frá fimm til tíu ára aldurs meðan foreldrar hans voru þar í námi. Jökull bjó í foreldra- húsum þar til hann varð tvítugur, að einu ári undanskildu þegar hann á menntaskólaárunum fór sem skiptinemi til Kanada. Tvítugur að aldri dvaldi hann í níu mánuði í Gambíu í Afríku þar sem hann vann sem sjálfboðaliði Rauða krossins. Á tímabilinu 1997 til 1999 vann hann sem umsjónarmaður á sambýli fyrir heimilislausa drengi þar sem hann bjó og rak heimilið. Árið 1999 hóf hann störf sem afleysingamaður hjá lögreglunni og árið eftir fór hann í lögregluskólann. Hefur hann starfað hjá lögreglunni síðan. Jökull er kvæntur Pálínu Gísladóttur byggingaverkfræðingi og saman eiga þau tvær dætur; Laufeyju sem er fimm ára og Kristínu sem er eins árs. Foreldrar Jökuls eru Kristín Hafsteinsdóttir lífeindafræð- ingur og Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands. VANN SÉR TIL FRÆGÐAR Kleif Hvannadalshnjúk í fyrra í fyrsta skipti. Förin var hálft ár í undirbúningi og segja kunnugir Jökul hafa fyllst mikilli sigurtilfinningu við að komast á toppinn. HVAÐ SEGIR HANN? „Þau skörð sem hafa myndast með mannfækkun er ekki hægt að fylla auðveldlega því með þeim tapast reynsla. Í mínu mati þá er tvennt sem gerir lögreglumann að góðum lögreglumanni öðru fremur, það er hvernig hann er að upp- lagi og sú reynsla sem hann hefur.“ – í Lögreglublaðinu, ársriti Lögreglufélags Reykjavíkur, desember 2007. HVAÐ SEGJA AÐRIR? „Hann er bara eins og jökullinn. Stór og stóískur.“ Pálína Gísladóttir, eiginkona Jökuls. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.