Fréttablaðið - 22.12.2007, Síða 36

Fréttablaðið - 22.12.2007, Síða 36
36 22. desember 2007 LAUGARDAGUR endalaust að hugsa um að maður þurfi að standa sig bara til að það verði auðveldara fyrir fleiri konur að koma inn á eftir og segja „heyrðu, stjórnmál eru opin öllum!“ -Kemur nokkuð annað til greina en að þú verðir fyrsta konan til að stýra Sjálfstæðis- flokknum? „Auðvitað eru ekki allir sammála um það! En það er alveg ljóst að sá sem býður sig fram sem varaformaður er að segja að ef eitthvað gerist sé hann reiðubúinn að taka við forystunni. En mér finnst óraunhæft að hugsa um þetta því Geir á eftir að vera hér í mörg ár í viðbót, eða ég ætla rétt að vona það! Mig skiptir miklu máli að honum gangi vel, því á meðan gengur flokknum vel. Það sést nú af sögu Sjálfstæðisflokksins að þegar gustar um formann og ekki er sæmileg sátt um hann innan flokks sem utan, þá fer flokk- urinn niður.“ -En það hefur sjaldan verið jafn áberandi ágreiningur, með sprungna borgarstjórn... „Áberandi og ekki. Það er enginn ágrein- ingur þótt menn skiptist á skoðunum. Um borgarstjórnina vil ég segja að það er hægt að nálgast það mál á tvo afar ólíka vegu. Ég hafði ekkert á móti REI á sínum tíma en hvernig menn ætluðu að djöfla þessu í gegn á ósiðlegan hátt með Björn Inga í broddi fylk- ingar, einkarétt á nafni Orkuveitunnar og þessa kaupréttarsamninga, án þess að það væri búið að pæla þetta neitt út! Mönnum ofbauð bara þessi subbugangur.“ -Og nú er talað um að ekki sé stemming fyrir að einkavæða Landsvirkjun... „Og það er alveg rétt. Það er ekki stemm- ing fyrir því. Eitt meginhlutverk Sjálfstæðis- flokksins er að fá fólkið með í það að einka- væða á skynsamlegum grunni. Það verður að vera sátt um svona mikilsháttar breytingar meðal þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að leiða umræðuna um hvernig á að gera þetta. Við kunnum þetta, hinir flokkarn- ir ekki.“ -En var flokkurinn stjórntækur í borginni? Hvað hefðir þú gert í sporum Björns Inga þegar samstarfsflokkurinn var „til í allt, án Villa“ við aðra flokka? „Ég held að þetta sé bara besta spuna- mennska sem hefur lengi sést, hvernig Björn Ingi hefur náð að snúa fólki á þá skoðun að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki verið trausts- ins verður. Hvað var það sem skildi menn að í lokin? Það var að sjálfstæðismenn vildu losa sig út á hálfu ári en Björn Ingi árið 2009. Ef menn eru heiðarlegir þá tala þeir sig út úr svona. Við gerðum annað eins í ríkisstjórn með Framsóknarflokknum. Það var eitthvað meira sem bjó að baki. Kannski panikkaði Björn Ingi bara, ég veit það ekki. Ég hef bara aldrei kynnst svona vinnu- brögðum og ég skil þau ekki. Hann hefur alla hæfileika til að standa sig vel í pólitíkinni en ég hef bara aldrei upplifað annað eins. Menn gerðu mistök og eru búnir að viðurkenna það. Ég held persónulega að helstu mistökin hafi verið að ræða hlutina ekki betur. En þetta var mjög sérstakt. Það er Samfylkingin sem ber núna ábyrgð á Birni Inga. Vesgú, verði henni að góðu.“ Menntamál eru prinsippmál -Í vetur hefur af og til verið rætt um meint hrun klassískrar menntunar. Að áherslan á nytsemd og gæðastaðla skapi verksmiðjur en ekki menntastofnanir. Til verði hópar af sér- fræðingum sem tali hver sitt fagmál, en hafi engan sameiginlegan snertiflöt. „Já, þetta eru sígildar pælingar og mennta- stofnanir geta aldrei litið framhjá samfélag- inu sem ól þær. Háskóli Íslands var nú á sínum tíma gagnrýndur fyrir að vera ekki í nógum tengslum við atvinnulífið. En þetta eru alls ekki andstæður. Það er vel hægt að gera hvort tveggja; bjóða upp á sígilt aka- demískt nám og hagnýtara nám. Í ljósi breyttra þjóðfélagsaðstæðna er til dæmis deginum ljósara að við þurfum að undirstrika mikilvægi lesturs og íslensku- kunnáttu. Í þessum alþjóðlega heimi hefur gildi íslenskunnar aldrei verið meira.“ -En var ekki nýlega verið að stytta íslensku- nám kennaranema úr tólf stundum á viku í tvær? „Ja, Kennaraháskólinn mótar sitt náms- framboð sjálfur og þeir juku í raun valið, en minnkuðu ekki íslenskukennsluna sem slíka. Þeir færa hana til í kerfinu og bjóða upp á hana á öðrum stöðum. Það var varað við þess- um breytingum líka með stærðfræðina í framhaldsskólum. En þar höfum við séð að krakkarnir velja sér sjálf stærðfræðina.“ -Þú óttast þá ekki að þetta komi niður á íslenskukunnáttunni? „Ég ætla ekki að segja að ég óttist það ekki. Ég held bara að Kennaraháskólinn verði að átta sig á því að hann getur ekki veitt neinn afslátt á því að kenna íslensku. En ég ætla ekki að skipta mér af því og fara þannig gegn grunnhugmyndum um sjálfstæði háskólanna og akademískt frelsi.“ -Þú ert alveg sannfærð um að samkeppni milli skóla eigi rétt á sér? „Já. Pólitískt séð var þetta grundvallarmál á sínum tíma. Við sögðum að við ætluðum ekki að skipta okkur af því hvort nemendur fara í einkaskóla eða opinbera skóla. Fjár- magnið á að fylgja nemanda. Það var engin tilviljun að allt í einu urðu til fleiri háskólar. Engin tilviljun að Bifröst sá sóknarfæri og engin tilviljun að HR kom. Þetta leiddi af sér að það varð auðveldara að fjölga háskólun- um. Á grunnskólastiginu er þetta í höndum sveitarfélaganna en eftir mikla pólitíska umræðu breytti ég lögunum þannig að for- eldrar fá ákveðna fjárhæð að lágmarki, kjósi þau að senda börnin sín í einkaskóla.“ -En í samkeppni hlýtur einhver að tapa. Bestu nemendurnir fara í bestu skólana? „Ég held að það skipti miklu máli að það verði hér samkeppni um nemendur, án þess þó að það raski jöfnum tækifærum til náms á öllum skólastigum. Við eigum að gera þetta hóflega en það skiptir máli að það sé sam- keppni á þessu sviði og ekki síst á sviði kenn- aramenntunar. Við þurfum fjölbreytilega kennara með mismunandi bakgrunn. Laun grunnskólakennara eru því miður ekki nægi- lega aðlaðandi.“ -En launin eru nú hærri í einkaskólum? „Þar er náttúrulega meira svigrúm. Jafn- launastefna Kennarasambandsins og sveit- arfélaganna gengur ekki upp. En ég bind vonir við að aukið samráð þeirra á milli verði til að losa um ákveðn- ar hömlur svo kennar- ar geti fengið kjara- bætur.“ -Þú vilt árangurs- tengja kennaralaun? „Ég held að menn verði bara að leita allra leið til að hækka laun kennara því þau eru óviðunandi. Kenn- arastarfið er eitt það virðingarverðasta í samfélaginu. Laun kennara í Finnlandi eru reyndar ekkert mikið hærri en það er allt annað viðhorf gagnvart kennurum. Það er litið upp til þeirra og gríðarleg ásókn í kennaramennt- un. Því tel ég að þurfi að huga að ímynd kennara. Þeir eiga ekki að þurfa að rétt- læta tilveru sína.“ Það getur vel verið að ég tali gegn mörgum í mínum flokki sem vara mig við því að tala um að laun kennara eigi að hækka því þá fari allt samfélagið á hausinn. En ég neita að taka þátt í svona! Það er þjóðfélagsleg nauðsyn að við höfum stolta og ánægða kennara. Það smitast inn á heimilin okkar og gerir þjóðina samkeppnishæfari til allrar framtíðar.“ ÞORGERÐUR KATRÍN Ráðherra þurfti að breyta orðalagi um kristilegt siðgæði í grunnskólalögum nýverið. Hún segir framsóknarmenn hafa gert meira til að skaða samband skóla og kristni en aðrir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þorgerður lýsti skoðun sinni á auglýsingavæðingu Áramóta- skaupsins í Fréttablaðinu í gær og kvað hana afar óheppilega. Að auki þykir henni nýlegt Klaufamál RÚV ekki til fyrirmyndar, en þá neitaði RÚV að greiða tónlistarmönnum fyrir að spila í útvarpið. Þorgerður er á því að tónlistarmenn eigi einfaldlega að fá greitt fyrir sína vinnu sem aðrir. Því máli hefur síðan lokið með því að útvarpsstjóri greiddi helming þess sem hljómsveitin Klaufar fór fram á. -Ríkisfyrirtækið RÚV er enn í sam- keppnisrekstri við einkafyrirtæki, þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi stýrt menntamálaráðuneytinu í mörg ár. Hvers vegna? „Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf sagt að við ættum að hafa ríkisútvarp. Á Íslandi hafa verið auglýsingar í Ríkis- útvarpinu frá upphafi. Ef við ætlum að taka það af auglýsingamarkaði verður að vera pólitískur vilji til að finna aðra tekjuöflun, svo það sinni sama menn- ingarhlutverki. Hvort sem það er með hækkun afnotagjalda eða á framlagi ríkisins. Eina svar Ríkisútvarpsins við gagnrýni er að það sinni betur menningarhlutverkinu. Ef Ríkisútvarpið sinnir ekki menningar- hlutverki sínu og það verður ekki sátt um það, þá getum við alveg eins lagt það niður. Þá geta bara aðrir sinnt því. Það er til fyrirmyndar hvað Stöð 2 hefur verið að gera á sviði inn- lendrar framleiðslu, ég get nefnt Næturvaktina, Pressuna, sem er að koma, Stelpurnar og Strákana á sínum tíma. Þetta er auðvitað meira en lofsvert. Á sínum tíma veltum við þessu fyrir okkur hvernig mætti takmarka sókn Ríkisútvarps á auglýsingamarkaði. Það var ekki samstaða innan ríkisstjórnarinnar um það.“ -Þú vilt takmarka sóknina? „Ja, ég held að það sé alveg ljóst að Ríkisútvarpið verður að fara varlega. Þetta er stór aðili á markaði og það verður að hugsa um hlutverk sitt og átta sig á sérstöðu sinni, sem er að miðla menn- ingu og skemmta fólkinu.“ Finnst þér útvarpsstjóri fara varlega þegar hann kallar starfs- menn annarra fjölmiðla flaðrandi rakka, sem eigi að hætta að væla? „Nei, mér finnst ekki viðeigandi að tala svona.“ -Tilefni til áminningar? „Nei, þetta er bara hans skoðun. Einstaklingar geta haft sínar skoðanir og þetta er skoðun sem margir hafa um blaðamenn annarra fjölmiðla. En ég er ekki sátt við þessi ummæli. Hann stýrir Ríkistútvarpinu og svona ummæli eru ekki beint til að skapa frið um þá stofnun. Það er þýðingarmikið að þeir sem eru í forsvari fyrir Ríkisútvarpið tali þannig að þeir séu ekki alltaf að sveifla sverði.“ -Finnst þér ekki skaða trúverðugleika fréttastofu sjónvarps að útvarpsstjóri lesi fréttir? Væri ekki skrítið ef Ari Edwald læsi allt í einu fréttir á Stöð 2? „Ari er nú huggulegur maður með falleg blá augu sem örugglega myndi sóma sér vel! En Páll er bara að lesa fréttir, hann er ekki að skrifa þær. Hann er frábær fréttalesari og ekki hægt að draga dul á það. Heiftin út í hann er ástæðulaus og tengist kannski fortíð hans á öðrum fjölmiðlum. Menn verða bara að una því að hann er í forsvari fyrir Ríkisútvarpið.“ -Launakjör hans hafa hlotið athygli. Hækka laun almennra starfsmanna RÚV um 50 prósent líka? „Ég mun ekki skipta mér af því, enda er það stjórnar Ríkisútvarps- ins. Það var alltaf ljóst að launaumhverfið myndi breytast með hlutafélagavæðingunni. En starfsmannafélag Ríkisútvarpsins vildi að laun [almennra starfsmanna] héldu út árið 2009 og það varð úr. Ég vil hafa gott og menningarlegt Ríkisútvarp sem miðlar góðum fréttum. Þetta verða forsvarsmenn Ríkisútvarpsins að gera í sæmilegri sátt við þjóðina. En gagnrýni á Ríkisútvarpið mun aldrei hætta af hálfu þeirra sem eru í samkeppni við þá. Þess vegna verðum við að gæta okkar. Á Ríkisútvarpið til dæmis endalaust að bjóða í útsendingar á kappakstri? Nýi samningurinn við Ríkisútvarpið er lykilstýritæki. Í honum er sjónvarpinu gert að auka við menningarefni og innlenda dagskrárgerð. Þá hljóta þeir að hafa minna fjármagn fyrir fótbolta og formúlu.“ -Í janúar sagðirðu að sókn RÚV á kostunarmarkaði yrði tak- mörkuð. Svo kemur samningurinn við Björgólf um að hann greiði helming á móti RÚV í innlendri dagskrárgerð. „Já, kostun var takmörkuð í samningi ríkisins við Ríkisútvarpið. Samningurinn við Björgólf er hins vegar allt annars eðlis og fjallar ekki um kostun. Það fjármagn kemur ekki inn í Ríkisútvarpið, ólíkt kostun. Þetta er stuðningur við sjálfstæða farmleiðendur. Ég hefði nú viljað að framleiðendurnir væru beinir aðilar að þessum samningnum og ég hefði einnig séð fyrir mér að peningarnir færu í sjóð. En ég stjórna því ekki sem Björgólfur gerir. Aðalatriðið er að þetta styrkir innlenda framleiðslu og það höfum við verið að gera lengi. Innlend sjónvarpsframleiðsla fékk til dæmis 15 milljónir á ári þegar ég byrjaði en stefnir nú í 125 milljónir.“ ➜ HLJÓTA AÐ HAFA MINNA FÉ Í FORMÚLU OG FÓTBOLTA Hann stýrir Ríkistútvarp- inu og svona ummæli eru ekki beint til að skapa frið um þá stofn- un. PÁLL MAGNÚSSON ÚTVARPSSTJÓRI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.