Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2007, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 22.12.2007, Qupperneq 46
46 22. desember 2007 LAUGARDAGUR U nnur var því búin að ganga með það í maganum í nokkur ár hvort hún ætti að gefa út bók sem byggði á hennar kunnáttu og reynslu. Hún hafði verið að skrifa hana í tvö ár og smám saman að bæta við köflum þegar sonur hennar hringdi í hana og sagði henni að nú væri lag – hann vissi hvar hún ætti að láta prenta bókina. Unnur sló til, fór sjálf í útgáfustarfsemina – enda sagði hún að hana hefði aldrei grunað hvað það yrði mikil vinna. En hún er fegin að hún gerði það og bókin Njóttu lífsins – leiðbeiningar í mannlegum samskiptum fjallar um allt frá framkomu, borðsiðum og umhirðu hárs og handa til ráðlegg- inga um hvernig skuli bera sig að þegar andlát ber að höndum. Varð skotin aftur „Kaflarnir bættust smám saman við og til að mynda þegar Hermann minn dó var ég sjálf alveg úti á þekju hvernig ég átti að snúa mér varðandi kistulagningu og annað. Þannig er til dæmis sér kafli um það í bókinni.“ Unnur býður upp á smákökur á sínum fyrstu baksturs- lausu jólum og leiðréttir sjálfa sig snögglega þegar hún spyr blaða- mann hvort hann vilji smáköku: „Auðvitað segir maður: Má bjóða þér smáköku?“ segir hún og hlær. Hún býr í Kópavogi með manni sínum, Gunnari Valgeirssyni flug- virkja, og segir að þegar hún hafi orðið skotin í seinna skiptið hafi fólk sífellt verið að segja henni hvað hún liti vel út – „hamingjan sést nefnilega í augunum á manni“. Hún og Gunnar höfðu þekkst lengi og hún segir að það hafi verið henni ákaflega mikilvægt að halda áfram með lífið eftir langa sorg. „Maður getur bara ekki gefist upp, það er algert lykilatriði að reyna að vera hamingjusamur áfram.“ Langur og mjór Reykvíkingur Unnur hefur alið manninn í Reykja- vík mest allt sitt líf en hún fæddist árið 1930 og bjó fyrstu árin á Grund- arstíg og Egilsgötu uns fjögurra manna fjölskyldan, sem samanstóð af foreldrum, Unni og systur henn- ar, fluttist í Skerjafjörðinn þar sem faðir hennar tók við skólastjóra- stöðu í Skildinganesskóla – sem síðar lagðist niður þegar Melaskóli var stofnaður – en þá varð faðir hennar skólastjóri þar. „Ég var alla tíð fremur feimin og uppburðar lítil, þótt ég hafi að vísu verið í dansi alla tíð. Ég var löng og mjó og eins og oft er með hávaxnar stúlkur sem skera sig úr gekk ég með bogin hné – inn fermingargólfið, inn í bíó og út úr leikhúsinu.“ Unnur gekk í Skilingarnesskóla, lauk gagnfræða- prófi frá gagnfræðaskóla Austur- bæjrar. Hún kynntist Hermanni 17 ára gömul en hann var þremur árum eldri en hún. „Hann var mik- ill dansari og við vorum saman í dansskóla hjá Kay Smith, sem leist svo vel á okkur að hann samdi nokkra dansa sérstaklega fyrir okkur sem við sýndum svo hingað og þangað. Það var ekki mikið um skemmtikrafta í þá daga.“ Keypti sér stígvél, svuntu og hníf Eftir þriggja ára kynni og líflegt til- hugalíf giftust þau Unnur og Her- mann og fluttust fljótlega til Kefla- víkur. „Hermann var að vinna á Keflavíkurflugvelli, hjá Esso, en ég ætlaði bara að vera húsmóðir og hugsa um börnin mín! Það tíðkaðist lítið þá að konur færu að vinna nema þá í síld eða einhverju svo- leiðis. Ég keypti mér meira að segja einu sinni hníf, stígvél og svuntu, en það varð aldrei úr því að ég mætti á síldarplanið.“ Örlögin réð- ust svo þegar kven félagið í Kefla- vík bað þau hjónin um að kenna dans á vegum þess og fengu þau barnaheimilið til afnota. „Aðsóknin var alveg gífurleg. Hermann ferð- aðist um öll Suðurnesin kennandi dansinn og var þannig kominn í tvær fullar vinnur og að lokum varð danskennslan ofan á. Hins vegar fundum við Hermann það að ef danskennslan átti að verða okkar aðalatvinna vantaði okkur ýmislegt upp á danskunnáttuna svo við fórum út til Danmerkur með börnin og Hermann tók tveggja ára dans- kennaranám á einu ári.“ Stendur enn fyrir tískusýningun Þegar hjónin komu heim frá Dan- mörku vildi faðir Unnar að þau stofnuðu dansskóla hér í Reykjavík og sagðist ætla að vinna að því að öll tólf ára börn í Melaskóla fengju danskennlu. Fljótlega stofnuðu þau þó sinn eigin dansskóla, árið 1958, og það varð sprenging – allur bær- inn vildi læra að dansa og Unnur fór aftur út til Danmerkur og tók sjálf danskennaraprófið. En vendi- punkturinn í lífi hennar var hins vegar þegar hún fór á námskeið í tískuskóla Sigríðar Gunnarsdóttur. „Hermann vildi endilega að ég færi til hennar á frúarnámskeið til að ég losnaði endanlega við þessa feimni og óánægju með sjálfa mig sem ég hafði verið að burðast með þarna, orðin þrítug. Ég þráaðist við og sagðist ekkert ætla að fara! Að lokum lét ég undan og var þarna á námskeiðinu með konum sem voru eldri en ég og allir þekktu: For- stjóra- og læknafrúr og ég sá fljótt að ég var ekkert verri en hver önnur kona og gat þetta jafnvel.“ Þaðan lá leiðin svo til Boston í tísku- skóla árið 1962 og Unnur hefur ekki stoppað síðan – stendur enn fyrir tískusýningum og var með einar þrjár í síðasta mánuði. „Þetta eru bara einkasýningar, Eggert feld- skeri hringir til dæmis yfirleitt í mig þegar hann þarf að halda pelsa- sýningu. Það er gott að vinna fyrir Eggert.“ Árin í Klúbbnum Unnur kom Módelsamtökunum á fót árið 1967 og Íslendingar tóku þeim af ánægju en hún kom á lagg- irnar eigin sýningarhópum út frá námskeiðunum sem hún hélt. Hvað sýndu hóparnir aðallega? „Nú, lop- ann! Íslenskan ullarfatnað fyrst og fremst. Við sýndum fyrir ullar- framleiðendur svo sem Álafoss, Gefjun og Hildu og fyrir verslanir sem seldu íslenskan ullarfatnað. Á Hótel Loftleiðum voru alltaf flottar sýningar hvert einasta hádegi á föstudögum yfir sumarmánuðina þar sem fólk gæddi sér á góðum mat meðan það horfði á sýningar- fólkið kynna íslenska framleiðslu. Öll fimmtudagskvöld, klukkan hálf- tíu, vorum við svo á Skálafelli, Hótel Esju, með sýningar þar sem nýjustu tískuföt verslananna voru sýnd og svona gekk þetta nær allan áttunda áratuginn. Það var ekki frí nema á stórhátíðum.“ Aðsóknin var alltaf mikil og eftir Loftleiða- og Skálafellstímabilið tók við annað tískusýningatímabil í Klúbbnum. „Þar vorum við á diskótekinu og sýningarhópurinn var orðinn tals- vert stærri og yngri svo að ég gat „munstrað“ sýningarnar – látið tvo eða þrjá koma inn í einu. Sýningin var hvert fimmtudagskvöld klukk- an hálftólf og þetta var mikil stemn- ing – ljósin blikkuðu í gólfinu, Þor- geir Ástvaldsson vinur minn var diskó tekari og þessi skemmtilega diskótónlist dundi undir. Þorgeir og ég höfðum alveg sama smekk á tón- listinni. Þetta voru okkar fyrstu sýningar en svo vorum við auðvitað að sýna aukalega úti um allan bæ, í Hollywood og víðar.“ Hélt ennþá rétt á hönskunum Unnur hafði röð og reglu á hlutun- um, var ströng módelmamma og ungmennin sem sýndu fyrir hana máttu ekki nota áfengi eða reykja Hef lært ýmislegt síðustu árin Það er staðhæfing margra að vegna tilsagnar og áhrifa Unnar Arngrímsdóttur lifi fjölmargar íslenskar konur betra lífi. Í gegnum starf sitt á sýningarpöllum, námskeiðum og danskennslu í nærri fimmtíu ár hefur hún kennt konum á öllum aldri að ganga með reisn sem og að dansa rúmbu og fleiri dansa. Unnur sagði Júlíu Margréti Alexandersdóttur að hún hefði ekki getað hugsað sér að falla frá án þess að skila ævistarfinu áfram til næstu kynslóða. Um daginn hitti ég til dæmis gamlan nemenda á Oddfellow-fundi og hún sagði við mig þar sem ég hélt á hönskunum mínum í hendinni: „Ég sé að þú heldur rétt á hönskunum – lætur fingurna snúa aftur, ég geri það líka enda var ég á námskeiði hjá þér og lærði það.“ VINNAN SKAÐAR ENGAN Unnur Arngrímsdóttir segir að það að hafa nóg fyrir stafni hafi hjálpað henni að komast yfir sorgina eftir lát eiginmanns síns, Hermanns Ragnars Stefánssonar danskennara. Unnur hefur til að mynda staðið fyrir tískusýningum frá árinu 1967 og er hvergi nærri hætt – var með einar þrjár sýningar í síðasta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.