Fréttablaðið - 22.12.2007, Page 49
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL.
Sigurður Flosason tónlistarmaður hélt eitt sinn
ágæta vasaútgáfu af íslenskum jólum í Indiana
í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir fimbulkulda úti
var nægur ylur hjá honum enda ástin að skjóta
rótum.
„Jólin hafa tilhneigingu til að vera í svipuðum far-
vegi hjá fólki og það er auðvitað eitt af því sem gerir
þau dásamleg. Oftast eru þau haldin í faðmi fjöl-
skyldunnar og það breytist lítið nema hvað kynslóð-
irnar koma og fara eins og eðlilegt er,“ segir Sigurður
heimspekilega þegar hann er rukkaður um sögu af
eftirminnilegum jólum. Svo grefur hann þessa upp
úr hugskotinu.
„Þau jól sem skera sig úr í endurminningunni hjá
mér eru þau sem ég hélt erlendis fyrst eftir að ég
kynntist konunni minni, Vilborgu Önnu Björnsdóttur.
Við vorum í miðríkjum Bandaríkjanna, í Indiana-ríki.
Vorum bæði í námi og reyndum að finna vinkla á
íslensku jólahaldi í aðstæðunum þar. Við leituðum
uppi lítið sláturhús úti í sveit sem seldi reykt svína-
kjöt því lítið er um það á borðum Bandaríkjamanna.
Svo vantaði okkur jólatré og fórum á einhverja
skógar ekru að fella tré í þeim fimbulkulda sem mið-
ríki Bandaríkjanna bjóða upp á á þessum árstíma.
Þarna hafði trjám verið plantað sérstaklega til þess-
ara nota. Við fengum jólapóst að heiman og allt var
haft eins íslenskt og hægt var nema hvað við vorum
bara tvö en venjulega er maður með stærri útgáfunni
af fjölskyldunni.“
Sigurður segir þau skötuhjúin hafa haft það afskap-
lega jólalegt þarna vestra. „Við höfum svo lafað
saman síðan, tuttugu og eitthvað ár, þannig að þessi
jól í Indiana voru upphafið að mörgum fleiri – sem
síðan breyttust í hátíð barnanna eftir að þau komu til
sögunnar. Það er hinn eðlilegi gangur lífsins. Kjarni
alls jólahalds er náttúrlega í manni sjálfum. Veisla í
farangrinum ef svo má segja.“
gun@frettabladid.is
Kjarni alls jólahaldsins
er inni í manni sjálfum
Sigurður fór út í skóg að fella jólatré í fimbulkulda þegar hann bjó í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR
JÓL FYRIR ALLA
Til þess að allir geti átt gleði-
leg jól deilir Rauði krossinn út
matarpökkum fyrir jólin og á
aðfangadagskvöld er boðið
upp á jólamáltíð hjá
Hjálpræðishernum.
JÓL 2
ÍSLENDINGAR Í TÍVOLÍ
Hjónin Guðrún Erlendsdóttir
og Bragi Baldursson eru
með söluhús í Tívolíinu í
Kaupmannahöfn þar
sem þau selja eigið
handverk.
JÓL 4
Enn betra golf 3
Enn betra golf
Eftir
Arnar Má Ólafsson
landsliðsþjálfara og
Úlfar Jónsson
margfaldan
Íslandsmeistara
og golfkennara
Eftir Arnar Má Ólafsson
landsliðsþjálfara og
Úlfar Jónsson
margfaldan Íslandsmeistar
a
GOLF
ENN BETRABETRA
G
O
LF
Arnar M
ár Ó
lafsson og Úlfar Jónsson
11/20/07 11:46:42 PM
Jólabók golfarans!
Borgartúni 23 · 105 Reykjavík · Sími: 512 7575 - www.heimur.is
eftir Arnar Má Ólafsson og Úlfar Jónsson
Fæst í helstu bókabúðum og víðar!
Verð kr. 3.490,- m/vsk