Fréttablaðið - 22.12.2007, Síða 51

Fréttablaðið - 22.12.2007, Síða 51
LAUGARDAGUR 22. desember 2007 3 Þórdís Þorvaldsdóttir er áttræð að aldri en réðist í það á árinu að þýða sína fyrstu bók í samvinnu við nöfnu sína Þórdísi Bachmann. „Jú, það er rétt. Ég er annar af tveimur þýðendum skáldsögunnar Undir yfirborðinu eftir Noru Roberts. Ég sá um fyrri partinn en fór svo á spítala svo Þórdís hin lauk við hana. Þetta er mín fyrsta stóra þýðing en ég hef gert mikið af því að kíkja á prófarkir, lag- færa þýðingar og skammast út í villur hjá öðrum,“ segir Þórdís Þorvaldsdóttir hressilega. Áður en lengra er haldið í samræðunni er hún spurð um tengsl þýðend- anna. Er Þórdís Bachmann kannski barnabarn hennar? „Nei,“ svarar hún. „Hún er dóttir mágkonu minnar.“ Þórdís kveðst hafa mikið dálæti á rithöfundinum Noru Roberts eftir að hafa lesið þrjár af bókum hennar. „Nora hefur skrifað rúm- lega 140 skáldsögur sem hafa verið prentaðar í yfir 127 milljón- um eintaka. Mér fannst algerlega kominn tími til að hún yrði þýdd á íslensku og stakk upp á því við Þórdísi Bachmann. Hún átti leyfið fyrir að gefa hana út svo við ákváð- um að hella okkur í þetta saman,“ segir hún. Þórdís var borgarbókavörður í mörg ár og síðar yfirbókavörður í Norræna húsinu. Er bókasafns- fræðingur að mennt með sænsku og ensku sem aukagreinar. „Noru þýddi ég í gegnum danska þýð- ingu og ensku bókina. Mig langaði að reyna að fá einhvern annan blæ en akkúrat þennan ameríska,“ útskýrir hún. Undir yfirborðinu er spennu- bók. Þórdís segir hana hafa hrifið sig frá fyrstu til síðustu síðu. „Sagan er um fornleifafund og þar inn í spinnast aðstæður konunnar sem stýrir uppgreftrinum svo úr verður spennandi flétta og þó að pínulítið blóð renni er það afskap- lega pent,“ uppljóstrar Þórdís. Hún segist hafa byrjað á bókinni snemma í vor og komist í gegnum eina fjórtán kafla. Skyldi hún hafa setið við marga tíma á dag? „Það var nú bara misjafnt og fór eftir því hvernig ég var upplögð. Reyndar var ég aldrei sérstaklega upplögð því ég þurfti að fara í hjartaaðgerð og var að bíða eftir henni meðan ég vann við þýðing- una.“ Nú kveðst Þórdís komin til þokkalegrar heilsu og útilokar ekki að hún skelli sér í að þýða fleiri bækur. „Það getur vel verið að ég dundi við þetta eitthvað áfram en get engu lofað um það. Maður veit ekki hvað morgundag- urinn ber í skauti sér þegar maður er orðinn svona gamall. En það er gaman að fást við þýðingar.“ gun@frettabladid.is Þýddi bók á meðan hún beið eftir að fara í hjartaaðgerð Jólagjöfin LANGAR MEST Í LEGO-KUBBA Í JÓLAGJÖF. „Mig langar helst í Lego í jólagjöf. Ég hef mjög gaman af því að smíða úr Lego-kubbum og smíðaði einu sinni stóran bíl sem var með playstation aftan í þegar maður opnaði skottið,” segir Ríkharður Snæbjörnsson sem er í þriðja bekk í Austurbæjar- skóla. Hann segist vera kominn í mikið jólaskap en hans uppáhaldsjólalag er Við óskum þér góðra jóla. Þórdís er nýbúin að þýða sína fyrstu bók en hefur áður fengist mikið við að lagfæra texta hjá öðrum. OPNUNARTÍMI Í DESEMBER 22. Desember er opið 11:00 - 18:00 23. Desember er opið 11:00 - 18:00 27. Desember er opið 10:00 - 18:00 28. Desember er opið 08:00 - 18:00 29. Desember er opið 11:00 - 14:00 Rauðarárstíg 1 • sími 561-5077 opið laugardag 10:00-20:00 sunnudag 10:00-22:00 Mánudag 10:00-12:00
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.