Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2007, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 22.12.2007, Qupperneq 52
 22. desember 2007 LAUGARDAGUR Í Tívolíinu í Kaupmannahöfn eru um sextíu sölubásar með ýmiss konar jólavörur. Guðrún Erlendsdóttir er þar með lítið söluhús ásamt manni sínum Braga Baldurssyni. „Það hefur gengið rosalega vel hjá okkur og viðskiptavinirnir eru af öllum þjóðernum. Auðvitað mikið af Íslendingum og svo allar þjóðir,“ segir Guðrún en þau hjón- in selja eigið handverk í húsinu. „Maðurinn minn býr þetta til en þetta er jólaskraut sagað úr kross- viði sem hann pússar og málar og svo skreyti ég það með slaufum og þræði. Ég segi oft í gríni að ég sjái um hjartaþræðingar af því þetta eru svo mikið hjörtu,“ útskýrir Guðrún og segir þetta ævintýri hafa átt langan aðdraganda. „Bragi byrjaði í júní að vinna alfarið að þessu verkefni svo þetta er búið að vera lengi í uppsiglingu, við fórum í fyrra með sýnishornin í bakpoka á fund og enduðum á að gera samning.“ Guðrún og Bragi tóku við hús- inu tómu frá Tívolíinu og þurftu sjálf að leigja sér peningakassa og innrétta húsið og nutu þau hjónin aðstoðar sonar síns við uppsetn- inguna en eru annars tvö um rekstur inn. Opið er tólf tíma á dag alla daga vikunnar og skiptast þau á að standa vaktina í húsinu. „Við tökum þessu eins og vertíð, við erum bara tvö en það gengur mjög vel. Tívolígarðurinn er upp- ljómaður af jólaseríum og luktum og alveg yndislegt haustveður. Mikið er um fjölskyldufólk sem kemur svo það virðist vera vin- sælt að eyða deginum hérna,“ segir Guðrún sem er búin að standa vaktina frá 8. nóvember en þau verða með opið alveg til 30. desember. Hjónin verða í Kaupmannahöfn um jólin en þau leigja fína íbúð á Austurbrú að sögn Guðrúnar. „Við höfum það virkilega gott hérna og komum ekki heim fyrr en eftir áramótin svo við höldum dönsk jól í fyrsta sinn,“ segir hún og hefur engar áhyggjur af jólamatnum. „Ég er ekki búin að ákveða hvað verður í jólamatinn enda er það ekki aðalmálið, það er nóg annað að hugsa um. Það er lítill tími til að labba saman í bæinn en við fórum einu sinni út að borða fyrst þegar við komum, svo borðum við bara aftur saman á aðfangadagskvöld,“ segir Guðrún að lokum. Á heimasíðunni www.hjartans- list.is má fræðast meira um hand- verk þeirra hjóna. heida@frettabladid.is Íslenskt handverk í höfuðborg Danaveldis Hjónin hafa staðið vaktina frá miðjum nóvember og halda dönsk jól þetta árið. MYND/TEITUR JÓNASSON Ullarjakkar og kápur Stærðir 34-46 Verð 9.990
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.