Fréttablaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 56
● hús&heimili N ú líður senn að jólum og hefur það eflaust ekki farið framhjá neinum. Þjóðfélagið virðist þanið til hins ítrasta þar sem allir eru að reyna að klára síðustu verkefni ársins í vinnunni og á heimilinu. Jólaösin og allt sem henni fylgir setur líka strik í reikninginn og spennan eykst. Því miður er það nú oft svo að heimilið verður út undan í kapphlaupinu. Ég hef farið í nokkurs konar hring með þrifkvíðann. Ástandið á heim- ilinu fór smám saman versnandi eftir því sem verkefnin utan þess juk- ust og á tímabili var það svo að við hjónin vorum farin að forðast heim- ilið. Griðastaðurinn hafði breyst í Grýlu. Eftir vinnu var barnið sótt á leikskólann, farið í búð og kvöldmaturinn jafnvel snæddur úti. Síðan var komið heim, skellt í eina uppþvottavél og farið að sofa. Húrra! Fjör. Heimilið var síðan flúið morguninn eftir. Við meira að segja skruppum til London til að komast enn lengra frá heimilinu (svona meðal annars). Þá flaug mér í hug að kannski væri sniðugt að fá ein- hvern til að þrífa fyrir sig. Fyrst svo var komið að ekki gafst tími til neins og orkan var í lágmarki kvöldin eftir vinnu, væri það þá svo galið að hafa uppi á einhverjum duglegum og samviskusömum aðila sem væri til í verkið fyrir sanngjarna þókn- un? Ó já, þá komu rimlar hugans, uppeldisins og buddunnar til sögunnar. Í fyrsta lagi þótti mér agalegt að við játuðum okkur sigruð og hleyptum ókunnri manneskju inn á heimilið til að bjarga málum. Auk þess væri það hreint út sagt niðurlægjandi að láta einhvern verða vitni að ófögnuðinum. Best að halda svona hlutum út af fyrir sig. Heimilið er líka heilagt og ýmislegt sem maður vill ekki að óviðkomandi séu með puttana í. Það sem ég vissi var að eflaust myndi ég líka taka upp tusk- una og kústinn sjálf og þrífa allt hátt og lágt áður en „reddarinn“ myndi mæta á staðinn. Kannski ágætis hvati til verka en full kostnaðarsamur. Þá komum við að öðru atriði — kostnaðinum. Við erum ekki beinlínis há- tekjufólk og væri það ekki hálf asnalegt að eyða peningum í að láta þrífa fyrir sig þegar maður ætti að vera fullfær um það sjálfur? Sveiattan já, þvílík argasta vitleysa að láta sér yfir höfuð detta þetta í hug! Eða hvað? Tíminn er jú líka peningar og ef við viljum halda áfram með keðjuna þar til hún slitnar er mikilvægt að muna að peningar eru ekki allt. Ef smá aðstoð myndi létta álagið á heimilinu og sálartetri hinna útivinnandi for- eldra, væri það ekki þess virði? Væri ekki dásamlegt að koma heim að öllu hreinu og fínu og anda léttar í Ajaxmettuðu andrúmslofti? Drekka kaffi í sófanum með fætur á háglansandi sófaborðsplötu og virða fyrir sér jóla- ljósin? Jú, það væri ljúft … en glætan að ég láti verða af þessu! Frekar breytist ég í joggingbuxnahúsfrú og tekst á við heimilisgrýluna af fullum krafti og sef síðan svefni hinna réttlátu seint á aðfangadagskvöld. HEIMILISHALD HREFNA SIGURJÓNSDÓTTIR SKRIFAR Skúra, skrúbba og bóna … ● Forsíðumynd: Anton Brink tók þessa mynd á heimili Darra Johansen. Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skafta- hlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is og Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is. Auglýsingar: Ámundi Ámundason s. 517 5724 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@ frettabladid.is. Í fyrsta lagi þótti mér agalegt að við játuðum okkur sigruð og hleyptum ókunnri manneskju inn á heimilið til að bjarga málum. Auk þess væri það hreint út sagt niðurlægjandi að láta einhvern verða vitni að ófögnuðin- um. Hrönn Kristinsdóttir unir sér best í stofugluggakistunni á heimili sínu í vesturbænum. Hún býr á þriðju hæð og er með útsýni yfir Reykjanesið, Snæfellsjökul og fallegt reynitré sem teygir sig upp fyrir gluggann. „Hér sit ég stund- um og læt mig dreyma,“ segir Hrönn. „Mér þykir mjög vænt um þetta tré og finnst gaman að fylgj- ast með því á mismunandi árstím- um. Á vorin þegar það er að laufg- ast tökum við fjölskyldan myndir af því dag frá degi en svo fylgj- umst við líka með því missa laufin á haustin og fyllast af snjó á vet- urna,“ bætir hún við. Hrönn segist yfirleitt ekki tengjast hlutum tilfinningabönd- um. „Ég hugsa að maður vaxi upp úr því að láta sér þykja vænt um hluti,“ segir hún. Ég á þó mynd sem ég held mikið upp á en hana fékk ég að gjöf frá tyrkneskum leikstjóra sem ég vann einu sinni með. Hann notaði myndina sem leikmun en gaf mér hana svo. Hún er af kúrdískri fjölskyldu, tveimur konum og þremur börn- um, sem öll eru upptekin við iðju sína og er myndin mjög lifandi,“ útskýrir Hrönn. Hún er annar framleiðandi heimildarmyndarinnar Syndir feðranna sem fjallar um dvöl drengja á Breiðavíkurheimilinu um miðbik síðustu aldar. Mynd- in var frumsýnd í haust og er ný- komin út á mynddiski. - ve Fylgist með árstíðunum ● Tréð í garðinum hjá Hrönn Kristinsdóttur teygir anga sína upp fyrir stofugluggann. Hrönn fylgist með trénu skipta litum úr stofugluggakistunni. Með henni á myndinni er yngsta dóttir hennar, Elsa Sóllilja Valdi- marsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● FALLEGT GERVITRÉ Í hugum margra eru gervijólatré hold- gervingur þess illa. Hvít, bleik og loðin, lyktandi af gerviefni og plasti. Gervijólatré eru þó til í mörgum stærðum og gerðum. Eitt þeirra má sjá á meðfylgjandi mynd. Tréð er búið til úr viði af fyrirtækinu Buro North í Ástralíu. Sannarlega hátíðlegt tré sem sómir sér vel í hvaða stofu sem er. www.buronorth.com Þráðlaus þægindi frá Danfoss Gólfhiti - einfaldari en nokkru sinni fyrr Þráðlausar gólfhitastýringar Háþróaðar en einfaldar Við erum leiðandi í hönnun og framleiðslu gólfhitastýringa Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins 22. DESEMBER 2007 LAUGARDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.