Fréttablaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 58
„Flest það sem viðkemur jólunum er í uppáhaldi hjá mér en ef ég ætti að nefna eitthvað eitt er það jólatréð í herberginu hjá Alexand- er Sæ syni mínum sem ég held mest upp á. Hann er ellefu ára og er á þeim spennandi aldri að vera mitt á milli þess að vera barn og fullorðinn,“ segir Elínrós Líndal. Hún segir að Alexander hafi ekki verið hár í loftinu þegar hann bað um sitt eigið jólatré sem hann ætl- aði að stilla upp í miðju herbergi og dansa svo í kringum. „Fyrir nokkrum árum var ekki svo auðvelt að nálgast lítil jólatré en ég safnaði litlum kúlum sem ég ætlaði hengja á tréð þegar ég fyndi það. Nú á aðventunni kom svo Herdís Þorvalds dóttir vin- kona okkar með svart tré fær- andi hendi en það fann hún í Iðu.“ Elínrós finnst sérstaklega skemmtilegt hvað tréð endur- speglar aldur og áhugamál Alex- anders vel. „Það yljar honum um hjartarætur snemma á morgn- ana þegar hann vaknar í skólann og ég vona að það verði til þess að hann haldi í jólabarnið í sjálf- um sér eins lengi og hægt er,“ segir Elínrós ástúðleg. Hún segir yngri bræður Alexanders reglu- lega leggja leið sína inn í herberg- ið til að skoða herlegheitin og bíða spenntir eftir því að fá svona töff tré. „Þeirra tré er voðalega krútt- legt, blátt og loðið,“ segir hún. „Herdís á sjálf tvær dætur og er með bleikt jólatré inni í herbergi þeirrar yngri skreytt fallegum Disney-prinsessum. Sú eldri, sem er mikið fyrir ballett, er með hvítt jólatré í herberginu með glitrandi dansandi dömum á. Það er ómetanlegt þegar nánustu vinir smita mann af svona góðum hugmyndum,“ segir Elínrós. - ve „Eftirlætisjólaskrautið mitt er upplýst kirkja sem vinkona mín Kristjana Stefánsdóttir söngkona færði mér á aðventunni í fyrra,“ segir rithöfundurinn og tónlistar- maðurinn Aðalsteinn Ásberg Sig- urðsson, sem nýlega gaf út ljóða- bókina Hjartaborg. Kirkjan er smíðuð úr tré og handmáluð og er fyrirmyndin að henni dómkirkjan í Reykjavík. „Kristjana kom fyrir tilviljun höndum yfir þennan fallega grip sem Theódór Theódórsson smíð- aði fyrir nokkrum árum en Theó- dór var meðal annars ágætur djasspíanisti og smíðaði eftir því sem ég best veit margar og mis- munandi jólakirkjur. Kirkjan á sér heiðurssess í stofuglugganum og þannig get bæði ég og þeir sem ganga framhjá notið hennar,“ út- skýrir Aðalsteinn, sem býr á Skólavörðustígnum þar sem jóla- stemningin ríkir sem aldrei fyrr. „Dómkirkjan er hérna í hverf- inu og því fannst mér sérstaklega gaman að eignast einmitt þessa kirkju,“ segir Aðalsteinn. Hann segist skreyta hæfilega mikið á jólum og hafa gaman af tilbreytingunni. „Ég hef líka allt- af haft gaman af svolítið öðruvísi hlutum,“ segir Aðalsteinn. - ve Dómkirkjan í stofu stendur ● Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson leyfir vegfarendum á Skólavörðustígnum að njóta upp- lýstrar kirkju með sér. Kirkjuna fékk Aðalsteinn að gjöf frá söngkonunni Kristjönu Stefáns- dóttur en fyrirmyndin að henni er Dómkirkjan í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Töff, svart strákatré ● Elínrós Líndal er mikið jólabarn. Hún leggur sig fram um að ýta undir jólaandann hjá stálpuðum syni sínum. Jólatréð fengu Elínrós og sonur hennar að gjöf frá Herdísi Þorvaldsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ● FÍNLEGT UM JÓLIN Black+blum hönnunar- fyrirtækið í Bretlandi á heiðurinn af þessum fallega og fínlega kertastjaka. Stjakarnir, sem heita candelabra, eru til í ýmsum stærðum og gerðum. Lögun stjakans er fengin frá hinni svokölluðu Fibonacci-sveigju sem finnst víða í náttúrunni. www.black-blum.com Kryddin frá Pottagöldrum eru ómissandi í matreiðsluna Ilmur af jólum 22. DESEMBER 2007 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.