Fréttablaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 66
● hús&heimili
skart
Pottar og pönnur
í nýrri mynd.
22. DESEMBER 2007 LAUGARDAGUR12
Doshi Levien er ungt hönnunartvíeyki
sem starfar í London. Tvíeykið skipa þau
Jonathan Levien og Nipa Doshi. Nipa ólst
upp á Indlandi og stundaði hönnunarnam
í Ahmedabad. Hún kynntist Jonathan við
Konunglega listaháskólann í London þaðan
sem þau útskrifuðust árið 1997.
Þau störfuðu við hönnunarskrifstofur í
London, Mílanó og á Indlandi allt þar til þau
stofnuðu sitt eigið fyrirtæki árið 2000. Stíl-
ar þeirra eru mjög misjafnir en blandast
vel í verkum þeirra. Evrópskur stíll ein-
kennir verk Jonathans meðan töluverðra
indverskra áhrifa gætir í verkum Nipu.
Í sameiginlegum verkum þeirra reyna
þau að sameina hið handgerða, einstaka
og táknræna við verksmiðjuframleiðslu,
iðnað og fjöldaframleiðslu.
Indversk og evrópsk áhrif
● Nipa Doshi og Jonathan Levien mynda hönnunartvíeykið Doshi Levien.
Þrátt fyrir misjafnan stíl verður heildarmyndin ávallt skemmtileg.
Bekkir úr smiðju tvíeykisins, hannaðir fyrir Moroso.
Bekkirnir eru greinilega í indverskum stíl og eru hand-
saumaðir.
Gimsteinum skreytt læknistaska. Kannski ekki hentug
en samt flott.
Melba-glös fyrir Habitat.
POSTULÍN GENGUR Í ENDURNÝJUN LÍFDAGA
Það sem flestir myndu henda nota sumir til að hanna
fallega muni sem verða eftirsóttir um allan heim. Mariella
di Gregorio er skartgripa-
hönnuður frá Palermo á
Ítalíu. Skartgripir hennar,
eyrnalokkar, armbönd
og hálsmen, eru sam-
ansettir úr brotum
af postulíni. Í hvert
skart velur Mariella
nokkur postulíns-
brot af kostgæfni
en þannig verður hver
hlutur að einstökum grip.
Mósaíkmynstur
á botni panna
og potta frá
Doshi og Levien.
Alma og Freyja skrá saman
einstaka sögu konu sem
berst fyrir einu samfélagi fyrir
alla. Freyju hefur tekist að
breyta hverri hindrun í
gullin og spennandi tækifæri.
Tækifæri sem hún deilir með
okkur öllum til betra lífs.
Þessari bók ætti að fleygja inná hvert
einasta heimili í landinu sem fyrst. Það
ætti að verða auðvelt því hún hefur
stóra vængi. Eins og reyndar Freyja
sjálf, sem lýsir veg minn að nýju upp-
hafi og bjartari framtíð.
Ástarþakkir
Edda Heiðrún Backman
Maldon salt & pipar
n á t t ú r u l e g a
Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi, Lágmúla & Selfossi
Ómissandi um hátíðarnar
Uppáhald matreiðslumeistara
og sælkera um víða veröld.