Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2007, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 22.12.2007, Qupperneq 86
54 22. desember 2007 LAUGARDAGUR Jólin - heiðin hátíð Árið 46 fyrir krist ákvað Júlíus Sesar rómarkeisari að taka upp júlíaníska dagatalið í Rómarveldi. Vetrarsólstöð- urnar og nýtt ár hófst þannig þann 25. desember og lýsti Sesar þann dag sem „Dag hinnar ósigruðu sólar”. Kristnir breyttu síðar nafni dagsins í „Dag hins ósigraða sonar”. Í Rómarveldi, vöggu kristinnar trúar, var ár hvert haldin stórhátíð á vetrarsólstöðum. Hátíðin, Saturnalia, var kennd við Satúrnus, guð landbún- aðarins, og stóðu almenn hátíðar- höld yfir frá 17. til 24. desember. Þann 25. var síðan haldin mikil veisla (Brumalia) sem var hápunkt- ur hátíðarinnar. Rómverjar gerðu sér glaðan dag með því að gefa gjafir, syngja, hengja upp mistilteina og með því að skreyta tré. Líberíus biskup í Róm er talinn hafa ákveðið fyrstur manna árið 354 að 25. desember yrði gerður að opinber- um fæðingardegi Jesús. Páskar - Þegar ljósið sigrar myrkrið Páskarnir eru einnig forn hátíð sem haldin er til dýrðar sól- inni. Rétt eins og fæðingu sólarinnar var fagnað á vetrarsólstöðum 21.-23. desember var sigri ljóss- ins fagnað á vorjafndægr- um 19.-21. mars. Á þessari hátíð ljóssins (sólarinnar), páskunum, fagna kristnir menn sigri Jesú Krists yfir dauðanum rétt eins og heiðingjarnir fögnuðu því að sólin hafði loks sigrast á myrkrinu. Ljósið hefur sigrað þar sem að frá og með vorjafndægri er dagur lengri en nótt, birtan algengari en myrkrið. JÓL OG PÁSKAR Það eru menn sem halda því fram að kristin trú hafi orðið svo útbreidd sem raun ber vitni vegna þess að hún yfirtók gömlu hátíðarnar. Fæðing Krists er í raun fæðing sólarinnar eða ljóss- ins. Páskarnir eru líka eftirtektar- verðir. Þeir eru alltaf fyrsti sunnudagur eftir fyrsta fulla tungl á vorjafndægrum, sem er páskadagur. Það er líka stjarna sem boðar fæðingu frelsarans. Það er talað um þrjá vitringa en í bresku Gideon-biblíunni eru þeir enn kallaðir stjörnuspekingar enda gátu þeir ekki verið neitt annað. Tákn kristn- innar er fiskurinn, atburð- irnir gerðust á öld fisksins. Ef farið er lengra aftur í tímann þá voru stjörnu- spekingar tímatalsfræð- ingar. Stjörnuspekin er fræði tímatalsins; hvernig við skipuleggjum líf okkar. Við hittumst eftir sólarhring, við hittumst eftir mánuð, sem er auð- vitað mánahringur. Dagarnir heita svo sólardagur, mánudagur og svo framvegis. Það er sama hvert þú ferð, öll menn- ingarsamfélög hafa stjörnuspeki. Stjörnu- fræði er ekkert annað en samspil manns og náttúru og stjörnu- merkin eru ekkert annað en árstíðirnar og skipting þeirra. Menn segjast ekki trúa á stjörnuspeki en þá er ég í besta falli varðveislumaður gam- allar þekkingar, því saga mann- kyns er samofin stjörnuspekinni og tímatalsfræðinni. Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur Samspil manns og náttúru Biblían er full af þekktum tákn- um. Þau hafa verið sótt víða að og endurnýtt í kristninni, ef svo má segja. Eins og allir vita eru jólin byggð á gamalli sólhvarfa- hátíð sem var heimfærð upp á Krist. Þá er það sólin sem rís hjá Rómverjum en verður að ljósi sem kemur með Jesú. Ég held að flestir fræðimenn efist ekki um það að Jesús var til sem einstaklingur, hvort sem menn trúa á hann sem guðsson eða ekki. Í fyrsta sinn sem kenn- ingin var sett fram um að Jesús sé Hórus var árið 1880 í tímariti sem hét Lucifer, þá í merking- unni ljósberinn. Það var kona sem hét Helena Bla- vatsky sem setti kenning- una fram og um svipað leyti stofnaði hún guðspekihreyf- ingu. Þá túlkar hún skamm- stöfunina IXÞUS, sem þýðir Jesús Kristur, sonur guðs, frelsari á grísku og einnig fiskur, sem Hórus, sonur guðs undir merkinu krossinn eða suður- krossinum. Suðurkrossinn var stjörnumerki yfir Egyptalandi. Palestína eða Ísrael er mitt á milli Egyptalands og Mesópót- amíu og það voru stöð- ugir menningarstraum- ar þarna á milli. Ísraelsmenn nota oft orðræðu frá þessum stóru menningarheim- um til að túlka það sem þeir vilja segja. Þegar kristnir menn eru að koma sér fyrir þá nýta þeir þekkt hugtök til að lýsa sinni trú, til dæmis um ljósið. Þó að kristnir menn séu ekki að segja að Jesús sé sólguð þá nota þeir sama orð. Þetta er þekkt í öllum trúar- brögðum. Séra Þórhallur Heimisson, prestur í Hafnarfjarðarkirkju Tákn endurnýtt í kristninni mannanna. Margir áttu frelsar- arnir það sameiginlegt að hafa fæðst 25. desember, eða á vetrar- sólstöðunum. Upphaf eða fæðing sólguðanna á vetrarsólstöðum skýrist af því að lífgjafi jarðarinnar, sólin, fæddist á þessum tíma í skiln- ingi fornmanna. Í gær voru vetrarsólstöður og þar með stysti dagur ársins. Frá og með deginum í dag fer sólin að hækka á lofti og dagarnir verða lengri. Sólin boðar endurkomu sína og fæðingu henn- ar var fagnað þegar ljósið hefur borið end- anlegt sigurorð af myrkrinu á vorjafn- dægrum. Á páskum. Gömul fræði Kenningasmíð um að Jesú sé aðeins goðsögn og sagan um hann í guðspjöllunum uppdikt- uð að miklu eða öllu leyti er ekki ný af nálinni. Kenningin mun fyrst hafa verið sett fram á fræðilegan hátt af sagn- og guðfræðingnum Bruno Bauer á nítjándu öld en efasemdirnar höfðu einnig komið fram skömmu fyrir aldamótin 1800 frá franska fjölfræðingnum Charles Francois Dupuis, sem setti fram kenningu um tengsl stjörnufræði og goðsagna hvers konar. Kenningarnar náðu nokkru flugi snemma á tuttugustu öld sem varð til þess að fáeinir guðfræðingar snérust til varnar. Alla síðustu öld skutu upp kollin- um fræðimenn með ýmsar útgáf- ur þessarar kenningar og einnig á síðustu árum. Sérfræðingar hafna þó almennt öllum kenningum sem efast um sögulegt gildi guðspjall- anna og annarra heimilda. Þeir fullyrða að nægilega margt hafi verið dregið fram í sviðsljósið til að sanna að þeir atburðir sem þau lýsa hafi átt sér stað. Jesús frá Nasaret hafi verið til frekar en að um goðsögn sé að ræða. Ritstuldur Ritstuldurinn sem kristin trúar- brögð byggja á kristallast í egypska sólguðinum Hórusi, að mati Zeitgeist-manna. Hann var jú fæddur sama dag; af hreinni mey. Stjarna í austri boðaði fæðingar- dag hans, skírður um þrítugt, átti tólf lærisveina. Hann var kross- festur og reis upp á þriðja degi og listinn heldur áfram. En þar lýkur hvergi samanburðinum. Þeir nefna söguna um Nóa og syndaflóðið sem skýrt dæmi um ritstuld. Söguna megi finna í mörg- um útgáfum en einna skýrasta dæmið sé Gilgamesharkviða, sem er forn súmersk skáldsaga í ljóða- formi, skrifuð um 2.600 árum fyrir Krist. Kviðan segir frá Gilgamesh, konungi í borginni Úrúk í Mesópótamíu. Hann var sonur viskugyðjunnar Nínsún, og var því hálfur guð og hálfur maður. Kvið- an hefur fundist á sjö stöðum, meðal annars fjórtán leirtöflur á súmersku, þar af ellefu sem fund- ust við borgina Nippur í Mesópót- amíu og ein við borgina Kish. Á þær var rituð sagan Gilga- mesh og land lifanda, sem fjallar um samskipti Gilga- meshar við Útnapíshtim, sem sagt er að guðinn Ea hafi gefið eilíft líf að launum fyrir að bjarga tveim- ur dýrum af hverri tegund undan miklu flóði. Eins er sagan af Móse. Frásögnin um fæðingu hans þar sem hann var settur í bastkörfu og fleytt niður fljótið, til að forðast barnsmorð, á sér hlið- stæðu í sögum af semítíska konungnum, Sargoni I hinum mikla, sem var uppi á 23. öld fyrir Krist. Móses var líka fjarri því að vera sá eini sem færði mönnunum guðs lög. Sagnir um að guð færi spámönnum lög, stand- andi á fjalli, er einnig að finna víða. Á Indlandi var það Manou og á Krít sagnakonungurinn Mínos sem kleif fjallið Dicta og Seifur færði honum laga- bálk. Í Egyptalandi var það Mises sem þáði steintöflur sem á voru ritaðar lög guðs. Reyndar ganga Zeitgeist-menn svo langt að fullyrða að boðorðin tíu séu stolið minni úr Bók hinna dauðu; texta í bundnu máli til sól guðanna Ra og Osiris. Skiljan- lega kannski því boðorðin koma þar fyrir, lítið eitt öðruvísi. Hug- tökin skírn, eilíft líf, dómsdagur, meyfæðing, frelsari, krossfesting, sáttmálsörkin, umskurður, upp- risa og mörg fleiri koma einnig fyrir í egypskum trúartextum sem eru þúsundum ára eldri en Biblíu- textarnir. Kristnin lögtekin Kristni var lögtekin í Rómarveldi af Kontantínusi keisara árið 325. Samkvæmt kenningu þeirra sem aðhyllast að kristnin sé aðeins goðafræði tók þá við tími trúar- bragðanna sem verkfæri þeirra sem réðu. Stjórnmálamenn gerðu trúna að valdatæki sem birtist í misnotkun á borð við krossferðir og rannsóknarréttinn. Trúin var notuð til að gera náttúruna fjar- læga og innleiða blinda hlýðni við yfirvaldið. Hún gerir lítið úr ábyrgð einstaklingsins með því að guðleg forsjón stjórni öllu og öllum. Trúin gerir þá sterka sem vita að um blekkingu er að ræða og geta notað hana til að stjórna og misnota heilu samfélögin. Heimildir: http://zeitgeistmovie.com/ Sérstakar þakkir: Sigurður Hólm Gunnarsson svavar@frettabladid.is Krisna, hinn mennski guð og Kristur Hindúa, sonur guðsins Vishnu og hinnar mennsku Devaki, var talinn hafa fæðst á vetrarsólstöðum um 1200-1000. ■ Þegar Krisna fæddist sungu englar honum til dýrðar og stjarna birtist á himni. ■ Vitringar og fjárhirðar heimsóttu guðssoninn og færðu honum gjafir. ■ Konungurinn Kanasa, sem óttaðist Krisna, lét drepa öll sveinbörn sem fæddust sama dag. ■ Fósturfaðir Krisna, sem var trésmiður, fékk skila- boð frá himnum þar sem hann var varaður við reiði Kanasa og hvattur til þess að flýja með fjölskyldu sína. Krisna framkvæmdi ýmis kraftaverk, barðist við djöfla, fyrirgaf syndir manna og hafði ákveðinn siðferðis- boðskap fram að færa. ■ Til eru gömul indversk listaverk, bæði höggmyndir og málverk, þar sem Krisna er sýndur kross- festur. ■ Því var trúað að Krisna hafi dáið fyrir syndir mannanna og að hann hafi sigrað dauðann og risið upp til himna. Krisna – kristur Hindúa ■ Trúin á Mítra hófst í Persíu í kringum árið 2000 fyrir Krist. ■ Mítra var rétt eins og Jesús sonur guðs og jarðneskrar konu sem einnig var hrein mey. ■ Sagan segir að Mítra hafi fæðst á 25. desember ýmist í gripahúsi eða í helli og að fjárhirðar, sem urðu vitni að fæðingunni, hafi fært honum gjafir. Mítra var kallaður frelsari, lambið, ljós heimsins, sól réttvís- innar. ■ Hann á að hafa framið fjölmörg krafta- verk, þar á meðal reisti hann mann upp frá dauðum, læknaði lamaða, gaf blindum sýn og rak illa anda úr mönnum. Rétt eins og Jesú borðaði Mítra síðustu kvöldmáltíð sína ásamt tólf lærisveinum áður en hann steig upp til himna. Á síðustu kvöld- máltíðinni neyttu þeir meðal annars sakramentis eða brauðs sem var skreytt með krossi. ■ Eftir að Mítra dó var líkneski af honum búið til úr steini og var það sett inn í grafhýsi en síðan aftur fjarlægt þaðan þar sem því var trúað að Mítra hefði sigrast á dauðanum og stigið upp til himna. ■ Þeir sem trúðu á Mítra trúðu því jafnframt að til þess að kom- ast til himna eftir dauðann þyrftu menn að skírast. ■ Samkvæmt trúnni mun Mítra koma aftur til jarðar fyrir heims- endi og dæma mannkynið. ■ Í Róm var Mítra útnefnd- ur „verndari rómverska heimsveldis- ins”, árið 307 fyrir krist. ■ Árið 325 tók Konstantínus þáverandi Rómarkeisari þá ákvörðun að kristni skyldi taka við sem ríkistrú Rómarveldis. ■ Rétt rúmum 30 árum síðar eða árið 358 hófu kristnir að ofsækja þá sem trúðu á Mítra. MÍTRA - GUÐ PERSA - 2000 FYRIR KRIST Krossinn eða dýrahringurinn? Um allan heim er að finna kirkjur sem skarta krossi sem er glettilega líkur tákninu fyrir dýrahringinn. Hafið þetta einnig í huga þegar þið skoðið gluggana á Skálholtskirkju. Öld fisksins Gríska orðið IXÞUS þýðir fiskur en jafnframt Jesús Kristur, sonur guðs, frelsari. Forn samfélög kölluðu hvert 2.150 ára tímabil öld. Frá 4300 fyrir Krist til 2150 var öld nautsins. Við tók öld hrútsins frá 2150 til ársins 1. Þá tók við öld fisksins sem enn er tákn fyrir Jesú.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.