Fréttablaðið - 22.12.2007, Side 92

Fréttablaðið - 22.12.2007, Side 92
60 22. desember 2007 LAUGARDAGUR NORÐVESTURLEIÐIN OPNAST Siglingaleiðin meðfram heimsskautasvæðum Kanada milli Atlants- hafs og Kyrrahafs opnaðist fyrir allri skipaumferð í fyrsta sinn á sögulegum tíma í lok ágúst. Yfirleitt er leiðin þakin þykkri íshellu, sem einungis öflugustu ísbrjótar komast gegnum, en sökum hlýnunar andrúmsloftsins hefur ísinn smám saman bráðnað. Kanada gerir tilkall til yfirráða á leiðinni en mörg lönd hafa áhuga á að nýta sér hana en hún styttir stórlega siglingatímann milli Evrópu og Asíu. SYSTURSTJARNA FUNDIN Fjölþjóðlegur hópur stjörnufræðinga tilkynnti hinn 24. apríl að hann hefði fundið plánetu utan sólkerfis okkar sem uppfyllti öll skilyrði fyrir lífi. Gliese 581 c, eins og stjarnan nefnist, er 50 prósentum stærri en jörðin og hefur fimm sinnum meiri massa. Í stjörnufræðilegu samhengi þýðir þetta að pláneturnar eru mjög áþekkar. Hún er enn fremur í svipuðu hitabelti og jörðin sem felur í sér að þar gæti verið vatn að finna og hugsanlega líka líf. Sá hængur er þó á þessu öllu að það er ekki hlaupið að því að skreppa þangað. Gliese 581 c er nefnilega í ríflega tuttugu ljósára fjarlægð frá okkur og því ekki fyrirsjáanlegt að við komumst þangað á næstunni til að kanna málið betur. RAUNVERULEG SÝNDARKAPPRÆÐA Þátttakendur í kosningabaráttu bandaríska Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári tóku hinn 23. apríl þátt í fyrstu kappræðunum á hreyfimyndavefnum YouTube. Almenningi gafst þar kostur á að senda inn spurningar til frambjóðenda í formi hreyfimynda og sem dæmi um athyglisverða myndbúta má nefna mann með riffil sem spurði um réttindi til vopnaburðar, mann sem söng spurningu um skatt og lék undir á gítar og teiknaðan snjókarl sem spurði um hlýnun andrúmsloftsins. Ýmsum fannst þetta uppátæki heldur lágkúrulegt fyrir virðulega forsetaframbjóðendur og töldu það ekki samboðið virðingu þeirra að þurfa að svara spurningum frá teiknuðum snjókarli. SÍÐASTA VÍGI KARLMENNSK- UNNAR AÐ FALLA Breskir vísindamenn tilkynntu í apríl að þeim hefði í fyrsta sinn tekist að búa til óþroskað- ar sæðisfrumur úr stofnfrum- um úr beinmergi manns. Vísindamennirnir telja hugsanlegt að ófrjóir karl- menn – og jafnvel konur – geti einn góðan veðurdag notað þessa tækni til að framleiða eigið sæði. Og sá tími er ef til vill ekki langt undan því fræðimennirn- ir halda að það taki ekki nema þrjú til fimm ár að þróa tækni til að vinna fullþroskaðar sæðisfrumur úr beinmergs- stofnfrumum. WIMBLEDON JAFNAR LEIKINN Hinn breski All England Club tilkynnti hinn 22. febrúar að í fyrsta sinn í sögu Wimbledon-tennismótsins fengju karlar og konur jafnháa upphæð að launum fyrir sigur. Verðlaunafé kvenna hafði smám saman farið hækkandi; 1968 fékk sigurvegari í einliðaleik kvenna, Billie Jean King 750 pund (um 94.000 kr.), en þá fékk Rod Laver sigurvegari í einliðaleik karla 2.000 pund (um 250.000 kr.). Til samanburðar fékk Amelie Mauresmo samsvarandi 72 milljónum króna árið 2006 en Rodger Federer 74 milljónir. Í ár hlutu Federer og Venus Williams hvort fyrir sig um 86 milljónir króna. Wimbledon var síðasta stórmótið í tennis þar sem verðlaunafé karla og kvenna var lagt að jöfnu. Forsvarsmenn Opna bandaríska meistaramótsins riðu fyrstir á vaðið í þessum efnum árið 1973. FRAMHALD Á NÆSTU OPNU KÍNVERJAR Í STJÖRNUSTRÍÐ Hinn 12. janúar tókst Kínverjum í fyrsta sinn að gera árangurs- ríka tilraun með varnarvopn gegn árás utan úr geimum. Þetta var jafnframt fyrsta tilraunin með geimvarnavopn síðan 1985, þegar ríkis- stjórn Reagans lauk við Stjörnustríðsáætl- un sína. Tilraunin leiddi í ljós að Kínverjar eru tæknilega í stakk búnir til að skjóta niður bandaríska njósnahnetti. Það hefur aldrei áður gerst Á hverju ári gerist eitthvað nýtt, eitthvað sem aldrei hefur verið gert áður. Árið 2007 er engin undantekning á því. Amy Karafin, rithöfundur í New York, tók saman sumt af því helsta sem gerðist í allra fyrsta sinn á þessu ári. STJÖRNUSTRÍÐ Kínverjar æfðu sig í að verjast gegn árás úr geimnum á árinu. VENUS WILLIAMS Karlar og konur fá nú jöfn sigur- laun á Wimbledon. KOSNINGAR Í EISTLANDI Flestir kusu með hefðbundnum aðferðum í alþingiskosn- ingunum í Eistlandi á árinu. Kjósendum bauðst samt að kjósa í gegnum netið. SÆÐISFRUMUR Fyrsta sæðisfruman hefur verið búin til úr beinmerg. RÖKRÆÐUR Á YOUTUBE Hillary Clinton, John Edwards og Barack Obama reyndu að ná athygli kjósenda í forkosningum demókrata í Bandaríkjunum, með kapp- ræðum á vefnum. HEIMSKAUTALEIÐ OPNAST Hægt var að sigla í gegnum McClure-sundið í Kanada í ágúst. RAFRÆNAR KOSNINGAR Kjósendur í Eistlandi urðu í febrúar fyrstu kjósendur heims til að greiða atkvæði í þingkosningum gegnum internetið. Um 30 þúsund manns – ríflega þrjú prósent kjósenda – greiddu atkvæði á netinu dagana fyrir sjálfar kosningarnar. Einn þeirra var Andrus Ansip forsætisráðherra, en flokkur hans, Endurbótaflokkurinn, vann nauman sigur í kosningunum. Eistlendingar gerðu fyrst tilraun með rafræna kosningu árið 2005 þegar tíu þúsund kjósendur greiddu atkvæði með rafrænum hætti í sveitarstjórnarkosningum. Yfirvöld í Eistlandi segja rafræna kosningakerfið þar fullkomlega öruggt. GLIESE 581 C Í tuttugu ljósára fjarlægð er að finna plánetu, líka jörðinni. EGYPTAR BANNA UMSKURÐ KVENNA Egypska heilbrigðisráðuneyt- ið boðaði hinn 28. júní bann við umskurði stúlkubarna og gerði þennan verknað refsiverðan í fyrsta sinn. Um helmingur allra kvenna sem hafa mátt þola umskurð eru frá Egyptalandi og Eþíópíu og það er mat Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar að 97 prósent egypskra stúlkna og kvenna á aldrinum 15 til 49 ára hafa verið umskornar að einhverju leyti. Í Egyptalandi er algengast að umskurður felist í því að ytri kynfæri kvenna eru skorin burt að sumu eða öllu leyti. Hvorir tveggja múslimir og kristnir stunda þessar aðgerðir, þrátt fyrir að þær eigi sér enga stoð, hvorki í Kóraninum né Biblíunni. Bannið var sett á í kjölfar þess að tólf ára stúlka lést eftir umskurð á læknastofu í norðurhluta Egyptalands. Búist er við að erfiðlega gangi að framfylgja banninu, sérstaklega í hinum dreifðari byggðum landsins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.