Fréttablaðið - 22.12.2007, Side 94

Fréttablaðið - 22.12.2007, Side 94
62 22. desember 2007 LAUGARDAGUR SLÆÐULAUSAR KONUR Í ÍRÖNSKU SJÓNVARPI Í apríl hófst í írönsku sjónvarpi útsending á þáttaröð þar sem konur sáust slæðulausar í fyrsta sinn frá upphafi írönsku byltingarinnar. Þrátt fyrir að stjórnvöld banni konum að sýna sig opinberlega án höfuðslæðu og síðkufls var gerð undantekning í þetta sinn. Þættirnir gerast í Frakklandi á tímum Helfararinnar, útrýmingar- herferðar þýskra nasista á hendur gyðingum. Þótt Mahmoud Ahmadin- ejad Íransforseti hafi tekið undir með efasemdarmönnum, sem telja að Helförin hafi aldrei átt sér stað, fengu leikkonurnar í þáttunum að klæða sig að hætti franskra kvenna á stríðsárunum. Aðalpersónan í þáttunum er Habib, stjórnarerindreki í íranska sendiráð- inu í París sem útvegar gyðingum írönsk vegabréf svo þeir geti komist undan nasistum. Þættirnir eru að hluta til byggðir á sannri sögu og hafa notið mikilla vinsælda meðal sjónvarpsáhorfenda í Íran. Hugsan- lega vilja írönsk stjórnvöld með þessu breyta þeirri ímynd að þau séu gegnsýrð andúð á gyðingum. KONUR KEYRA LEIGUBÍLA Í SENEGAL Hinn 18. september síðastliðinn gerðist það í fyrsta sinn að konur óku leigubifreiðum á götum borga í Senegal. Til að byrja með voru þær tíu talsins, en stefnt er að því að tvö þúsund konur aki leigubif- reiðum í landinu í lok næsta árs. Allt er þetta partur af átaksverk- efni stjórnvalda í Senegal, sem vilja með þessu bæði efla stöðu kvenna og koma af stað endurnýjun í hópi leigubifreiðastjóra í landinu, sem margir hverjir eru farnir að komast á efri ár. Verkefnið gengur undir heitinu Leigubílasystur. Yfirleitt eru konur í Senegal háðar eiginmönnum sínum, feðrum eða bræðrum um lifsafkomu, en nú á að verða breyting þar á. Leigubílstjórarnir nýju hafa fengið rauðar og gular bifreiðar til umráða og einkennisbúninga í sömu litum. Einnig fengu þær þjálfun í sjálfsvarnaríþróttum til vonar og vara, ef þær skldu lenda í erfiðum aðstæðum í nýja starfinu. Hátíðleg athöfn var haldinn þegar verkefnið fór af stað og þar hélt Viviane Wade, eiginkona forseta landsins, ræðu og hvatti konurnar til að sýna gott fordæmi: „Sýnið af ykkur rósemi, virðuleika en ákveðni gagnvart viðskiptavinum, hverjir svo sem þeir eru.“ IAN PAISLEY OG MARTIN MCGUINNESS Gerry Adams, formaður Sinn Féin og flokksfélagi Martins McGuinness, og Ian Paisley, leiðtogi Lýðræðisflokks Ulsters, sættust á árinu á að deila völdum í Norður-Írlandi. NÝIR TÍMAR Á NORÐUR-ÍRLANDI Samtökin Ulster Defence Association, stærstu hernaðarsamtök mótmælenda á Norður-Írlandi, lýstu því yfir í nóvember að þau myndu leggja niður vopnaða baráttu. Talsmenn samtakanna sögðu forystu þeirra líta svo á að stríðinu væri lokið. Andstæðingar þeirra, Írski lýðveldisherinn, IRA, lagði niður vopn árið 2005. Yfirlýsing þessi kemur í kjölfar þess að fyrr á árinu var fyrsta samsteypustjórnin á Norður-Írlandi mynduð er þeir Gerry Adams, formaður Sinn Féin, og Ian Paisley, leiðtogi Lýðræðisflokks Ulsters, sættust á að deila völdum í landinu. DISNEY KEMUR TIL BOLLYWOOD Bandaríska kvikmyndafyrirtækið Walt Disney hefur numið land í Bollywood, heimi indversku bíómyndanna sem dregur til sín mörgum sinnum fleiri áhorfendur á hverju ári en framleiðslan frá Hollywood. Í júní síðastliðnum skýrðu fulltrúar frá Walt Disney og kvikmyndafyrirtækinu Yash Raj, sem er eitt hið stærsta sinnar tegundar á Indlandi, frá því að þau ætli að vinna saman að framleiðslu teiknimynda sem sérstaklega verða gerðar handa áhorfendum í Suður-Asíu og Mið-Austurlöndum, helstu markaðssvæðum Bollywood-fram- leiðslunnar. Þetta er reyndar önnur tilraun Disney til að framleiða myndir sem eiga að höfða til áhorfenda utan hins bandarísk-vestræna neysluheims. Fyrst var þetta reynt á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar þegar Disneyfyrirtækið bjó til kvikmynd sem heitir Saludos Amigos. Sú mynd var gerð að beiðni bandarískra stjórnvalda, sem vildu bæta ímynd sína í löndum rómönsku Ameríku. Disneymyndin í Bollywood á að heita Roadside Romeo og fjallar um auðugan hund sem skilinn er eftir einn síns liðs á götum Mumbai. Myndin verður frumsýnd á næsta ári á þremur tungumálum: máli hindúa, máli tamíla og telegu-máli, sem er einkum talað af dravídum í indverska héraðinu Andhra Pradesh. Frægir Bollywood-leikarar ljá persónum myndarinnar raddir sínar og myndin verður uppfull af glamúr, dansi og söng að hætti Bollywood-mynda. Disney-menn vonast til þess að geta í framhaldinu farið að búa til leiknar Bollywood-myndir. EKKERT MEIRA LIMBÓ Hin hefðbundna trú á Limbó ungbarna – staður þar sem óskýrð börn dvelja um alla eilífð – gæti verið byggð á „of takmarkaðri sýn á frelsun.“ sagði Alþjóðlega guðfræðinefndin, ráðgjafaráð Vatikans- ins, í fyrsta sinn í skýrslu sem var gefin út hinn 20. apríl. Kenningin um hvort börn „eigi hvorki skilið himneska sælu, né að þurfa að þjást“ var aldri hluti af opinberri kenningu kirkjunnar, en hefur verið kennd innan kirkjunnar frá miðöldum. Í niðurstöðu nefndar- innar kemur fram að það „séu guðfræði- legar ástæður til að vona að hægt sé að bjarga ungabörn- um sem deyja án skírnar og þau fái eilífa hamingju.“ Benedikt páfi samþykkti skýrsluna. AUKIN RÉTTINDI ÍRSKRA KARLA Hinn 11. september dæmdi hæstirétt- ur Írlands ókvæntum föður í fyrsta sinn forsjá barna sinna. Samkvæmt dómnum hafði móðirin brotið gróflega á rétti föðurins með því að fara með syni þeirra úr landi án samráðs við hann. Samkvæmt stjórnarskrá Írlands frá 1937 byggjast forsjárréttindi á móðerni og hjónabandi og hafa írskir dómstólar ávallt hafnað kröfum feðra sem ekki hafa verið kvæntir barns- mæðrum sínum, um forsjá barna þeirra. Auk þess hefur mæðrum yfirleitt verið úrskurðuð forsjá barna við skilnað en aðeins eru tíu ár frá því Írum var heimilað að skilja. Í framhaldi af dómnum hafa komið fram kröfur um breytingar á stjórnar- skrá landsins. FEÐGIN Írskur ókvæntur faðir fékk í fyrsta sinn forsjá yfir börn- um sínum, en forsjárréttindi þar hafa verið byggð á móðerni og hjónabandi. HÚN RÆÐUR Í lok október varð Cristina Fernandez de Kirchner fyrst argentínskra kvenna til að ná kjöri sem forseti landsins. Hún hlaut 45 af hundraði atkvæða í kosningunum og var sigur hennar næsta auðveldur. Eiginmaður hennar, Nestor Kirchner, hefur setið á forsetastóli undanfarin fjögur ár við góðan orðstír og vinsældir meðal þjóðarinnar. Þær byggjast fyrst og fremst á þeim árangri sem stefna hans hefur skilað til að sigla argent- ínsku þjóðarskútunni upp úr þeim öldudal sem hún hrapði niður í við efnahagshrunið 1991. Cristina Fernandez og Nestor Kirchner kynntust þegar þau voru samtíða í laganámi og auk þess liðsmenn ungliðahreyfingar Peronista. CRISTINA FERNANDEZ DE KIRCHNER Fyrsti argentínski kvenforsetinn var kjör- inn í lok október. KÍNVERSKUR KOMM- ÚNISMI BEYGIR AF LEIÐ (AÐEINS MEIRA) Fyrstu kínversku lögin sem verja sérstaklega séreignarrétt voru samþykkt hinn 16. mars. Lögin ganga gegn einni grundvallarreglu kommúnimsans, að engar séu séreignirnar. Stuðningsmenn laganna – margir hverjir vellauðugir – sáu þetta sem skref í örugarri leið til þess að kaup og selja land, heimili og fyrirtæki. Á sama tíma urðu til reglugerðir um slík viðskipti, sem áður höfðu átt sér stað í lagalegu tómi. Lögin vöktu spurningar um það hversu öruggar kommúnískar rætur Kína standa í dag, sérstaklega þar sem einkageirinn er nú um tveir þriðju af þjóðarframleiðslu landsins. Þúsundir nafna voru á undirskriftarlistum gegn lögunum, þar sem því var haldið fram að með lögunum verði munurinn á milli ríkra og fátækara enn meiri. Jafnframt var því haldið fram að með lögunum hafi verið að lögleiða eignarhald sem byggðist á spillingu. FRAMHALD AF SÍÐUSTU OPNU
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.