Fréttablaðið - 22.12.2007, Page 104
72 22. desember 2007 LAUGARDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Þið getið þetta, strákar!
Sýnið nú hvað í ykkur býr!
Brilló...
Hættu nú!
Og lítið
kraftaverk!
Allt sem þarf er ákveðni,
ákveðni, ÁKVEÐNI!
Þú veist að þú lítur fáran-
lega út í þessum buxum, er
það ekki?
Ég hef verið að
geyma þessa þar til
á rigningardegi.
Loksins...
Roop
ROOP Hún
byrjaði!
Ég var níu ára þegar
ég stal í fyrsta og síð-
asta skipti. Um leið
og upp komst um
voðaverkið vissi ég
að það myndi
fylgja mér alla ævi
og yrði notað sem
sönnun þess að mér
væri ekki ætlað að vera
sigur vegari í lífinu.
Umrætt atvik átti sér stað
skömmu fyrir jól seint á síðustu öld.
Ég deildi herbergi með bróður
mínum sem er þremur árum yngri
en ég og varð þess valdandi að ég
fékk ekki vott af athygli frá þriggja
ára aldri og fram á fullorðinsár. Það
kom aðallega til af því að hann var
mun illviðráðanlegri og háværari en
ég, sem bæði leit út og hagaði mér
eins og postulínsdúkka (samkvæmt
minni útgáfu sögunnar). Við syst-
kinin lögðumst til svefns eitt kvöldið
eftir að hafa verið á jólatrésskemmt-
un um daginn. Bæði uppgefin. Hann
eftir að hafa verið óþekkur, ég eftir
að hafa orðið vitni að því. Ég var þó
ekki þreyttari en svo að ég vaknaði
um miðja nótt til að athuga hvað
jólasveinninn hefði fært mér.
Skórnir okkar voru hlið við hlið í
glugganum og ég fálmaði eftir þeim
í myrkrinu. Skíman af jólaljósunum
varpaði daufri birtu á skóinn minn
og barnsleg gleðin hlýjaði mér um
hjartarætur þegar ég sá þar stóran
súkkulaðijólasvein. Gleðin hvarf þó
eins og dögg fyrir sólu þegar ég leit
á skóinn við hliðina. Þar blasti við
nákvæmlega eins jólasveinn og risa-
stórt súkkulaðiegg í ofanálag!
Hvernig gat þetta verið? Biturðin
var um það bil að kremja hjarta
mitt. Ég teygði mig ofan í skóinn og
tók súkkulaðieggið upp úr. Þyngdin
kom mér á óvart. Þetta var greini-
lega gegnheill súkkulaðihnullungur.
„Þú átt skilið að fá svona egg, ekki
hann!“ sagði púkinn á öxlinni. Ég
sannfærðist, tróð egginu vandlega
ofan í minn skó og lagðist sátt til
svefns að nýju. Ég vaknaði upp við
vondan draum. Súkkulaðiklístraður
litli bróðirinn sat á rúmstokknum
með skrattaglott eyrna á milli: „Þú
fékkst kartöflu!“ Já, gegnheila
súkkulaði eggið var kartafla og
brotið var játað á staðnum – með
tárum og votti af hysteríu.
STUÐ MILLI STRÍÐA Margur er misjafn jólasveinninn
SIGRÚN ÓSK KRISTJÁNSDÓTTIR ER STEINHÆTT AÐ STELA
Til allrar óham-
ingju fyrir Ísak
var Salvör ekki í
stuði...
Vatnagörðum 14 – 104 Reykjavík
Sími 563 6000 – www.litrof.is
– fyrsta bókin í nýrri ritröð
um íslenskar laxveiðiár
Laxá í Kjós, ásamt Bugðu, hefur af þekktum stangaveiðimönnum verið
kölluð „Háskóli“ stangaveiðimanna vegna fjölbreytileika síns.
Þetta er óskabók veiðimanna, hvort sem þeir eru þaulreyndir eða að
feta sín fyrstu spor í veiðikúnstinni og fæst bæði á ensku og íslensku.
Höfundurinn, Guðmundur Guðjónsson, lýsir veiðistöðum af
þekkingu og kryddar lýsingar sínar sögnum af skemmtilegum
mönnum sem hafa notið þeirrar ánægju að spreyta sig í þessum ám í
gegnum tíðina. Gullfallegar myndir Einars Fals Ingólfssonar gæða
bókina enn frekara lífi.
Fæst bæðiá ensku ogíslensku
Bókin fæst í öllum helstu bóka-
og veiðivöruverslunum auk þess
er hægt að panta hana á vefnum
www.votnogveidi.is