Fréttablaðið - 22.12.2007, Síða 106

Fréttablaðið - 22.12.2007, Síða 106
74 22. desember 2007 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Sönghópurinn Hljómeyki hefur ekki verið þekktur fyrir að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Föstudaginn 28. desember flytur hópurinn eitt af stórvirkjum kóratónlistar, Náttsöngva Rakhmanínovs. Verkið, sem stundum hefur gengið undir nafninu Vesper, var samið árið 1915 og er trúarlegs eðlis. Sökum þessa var flutning- ur verksins lengi bannaður í Rússlandi og Sovétríkjunum, en verkið lifði þó góðu lífi í öðrum löndum og var reglulega flutt. Náttsöngvarnir skiptast í 15 kafla, eru sungnir á rússnesku og taka um klukkutíma í flutningi. Hlutar úr verkinu hafa áður verið fluttir hér á landi en Hljómeyki er fyrstur íslenskra kóra til að takast á við flutning þess í heild. Magnús Ragnarsson, stjórn- andi Hljómeykis, segir gamlan draum sinn rætast við flutning verksins. „Ég heyrði þetta verk í fyrsta skipti árið 2001 þegar ég bjó í Gautaborg. Ég heillaðist algerlega af því og lét mig dreyma um að taka þátt í flutn- ingi þess. Það er skemmst frá því að segja að ég söng í tveimur kórum í Svíþjóð sem báðir fluttu verkið, en mér tókst í báðum til- fellum að missa af flutningi verksins vegna eigin búferla- flutninga. Það er mér því sönn ánægja að fá að stjórna verkinu nú.“ Náttsöngvarnir eru taldir eitt besta tónverk rússnesku Rétt- trúnaðarkirkjunnar og voru í miklu uppáhaldi hjá Rakhmanín- ov sjálfum sem bað um að einn þátturinn, Lofsöngur Símeons, yrði fluttur við jarðarför sína sem var og gert. Kórinn Hljómeyki hefur ekki verið þekktur fyrir að fara troðn- ar slóðir í kórstarfi sínu og hefur meðal annars gert nokkuð af því að frumflytja kórverk. Því þarf vart að koma á óvart að hópurinn takist á við svo metn- aðarfullt verkefni sem Nátt- söngvana. „Þetta verk er vissu- lega afar krefjandi fyrir kórinn. Til að mynda þurftum við að bæta við okkur bassaröddum til þess að syngja það. Í lok eins kaflans þurfa bassarnir að syngja gang- andi skala niður á við frá nótunni stóra b niður á kontra b! Ég hef hvorki áður heyrt né séð verk sem lætur söngvara fara svona langt niður, en við erum með tvo bassa sem ráða vel við þetta. Í 10 köflum notast Rakhmanínov við messutón úr Rétttrúnaðarkirkj- unni. Hinir fimm kaflarnir eru frumsamdir en samt undir mikl- um áhrifum af messutóninum. Verkið er fyrir fjórradda kór en hverri rödd er oft skipt upp í þrennt og á einum stað er kórn- um skipt upp í ellefu raddir,“ segir Magnús. Tónleikarnir fara fram föstu- daginn 28. desember kl. 20 í Kristskirkju. Miðaverð er 1.500 kr. og eru miðar til sölu í verslun- inni 12 Tónum á Skólavörðustíg 15 og hjá kórfélögum. Jafnframt verða miðar seldir við inngang safnaðarheimilis Kristskirkju á tónleikakvöldið. vigdis@frettabladid.is Náttsöngvar Rakhman- ínovs fluttir í heild > Ekki missa af... tækifæri til að fá þitt eintak af bókinni Guðni – Af lífi og sál áritað af höfundum verksins, þeim Sigmundi Erni Rúnars- syni og Guðna Ágústssyni. Áritunin fer fram í verslun Eymundsson í Austursstræti 18 og ber að benda á að þetta verður eina skiptið sem þeir árita bókina á höfuðborgar- svæðinu. SÖNGHÓPURINN HLJÓMEYKI Flytur Náttsöngva eftir Sergej Rakhmanínov. Kl. 13 Terry Gunnell, dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur um íslensku jólin í Þjóðminjasafninu í dag kl. 13. Fyrirlesturinn, sem fluttur er á ensku, fjallar um trú og siði í kringum íslensku jólin í aldanna rás, frá heiðnum goðum til gárunga og hrekkjóttra íslenskra jólasveina. Á þessum síðustu og verstu tímum þurfa flestir á því að halda, í það minnsta stundum, að huga að heilsu sinni og sálarástandi. Sýning þeirra Olgu Bergmann og Valgerðar Guðlaugsdóttur í Nýlista- safninu hefur það einmitt að markmiði að auka á líkamlega og andlega vellíðan þeirra sem sækja hana heim. Sýningin nefnist Stofnun um almanna- heill og má á henni finna vangaveltur um hvernig best megi þjóna almennum hagsmunum og heilsu. Á sýningunni getur að líta margs kyns meðferðar- úrræði fyrir þreytt og lífsleitt nútímafólk, til að mynda vinadúkkur, seytlandi gosbrunna, lokkandi rannsóknarstofu og ýmislegt fleira sem getur haft góð áhrif á sálartetrið nú í svartasta skammdeg- inu. Þó fer hver að verða síðastur að upplifa þessa upplífgandi sýningu þar sem henni lýkur á morgun. Af því tilefni munu listakonurnar bjóða safngest- um upp á leiðsögn í dag kl. 15. Þær Olga og Valgerður munu leiða áhorfendur í gegn- um þá heilnæmu undraveröld sem þær hafa skapað í annars hráu rými Nýlistasfnsins. Til að skapa enn meiri vellíðan verður boðið upp á jólaglögg, enda fáar veitingar jafn vel til þess fallnar að veita gleði og yl. Frítt er inn á safn- ið og er sýningin öllum opin. Ekki dregur það svo úr stemningunni að kl. 16.50 kemur sönghópur Hjálpræðishersins og syngur nokkur jólalög fyrir utan safnið. Opið er á safninu til kl. 21 í kvöld og því ekki úr vegi að fella þessa menningarupplifun inn í jólagjafainnkaupin. - vþ Vellíðan á Nýlistasafninu ÍSLENSKA ÓPERAN Óperan býður upp á kakó og sönglist annað kvöld. Íslenska óperan fagnar komu jólanna með því að bjóða gestum og gangandi upp á söng, gleði og kakó á Þorláksmessukvöld. Davíð Ólafsson, bassasöngvarinn hressi, verður kynnir kvöldsins og stjórnar skemmtiatriðum og uppákomum ýmiss konar í anddyrinu af miklum myndarskap. Þar fer fram eins konar „óperukarókí“ þar sem söngvurum sem líta við gefst færi á að taka lagið og flytja ýmis verk úr heimi óperutónbókmenntanna, ýmist við undirleik píanóleik- arans Antoníu Hevesi eða heillar sinfóníuhljómsveitar, sem reyndar fremur sinn gjörning á geisladiski. Uppákoma sem þessi er lofsverð, ekki síst þar sem hún gefur almenningi kost á að sjá nýja og afslapp- aðri hlið á heimi óperunnar. Undanfarin ár hefur skapast viss hefð fyrir því að Íslenska óperan haldi Þorláksmessu hátíðlega með þessum skemmtilega hætti. Við- koma í Óperunni er þannig orðinn fastur liður í jólaundirbúningnum hjá fjöldamörgum Íslendingum. Til að auka á almenna gleði á uppákomunni verðu barinn í and- dyrinu opinn. Boðin verða til sölu hin afskaplega vinsælu og eftir- sóknarverðu gjafakort á sýninguna La Traviata, sem sett verður upp í Óperunni eftir áramótin. Jafnframt býður Óperan gestum sínum upp á heitt kakó til að ylja og kæta. Dagskráin stendur frá 19 til 23 í Íslensku óperunni annað kvöld og því er tilvalið fyrir allt tónlistar- áhugafólk að bregða sér í bæinn, fá sér kakó og bjóða jólin velkomin með tónlist og gleði. - vþ Óperukarókí á Þorláksmessu VELLÍÐAN Frá sýningunni Stofnun um almannaheill. Fæst í Bónus Kisu nammi (harðfisktöflur) Kisu bitafiskur Íslensk framleiðsla úr úrvals hráefni. Góður kisi á gott skilið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.