Fréttablaðið - 22.12.2007, Side 112

Fréttablaðið - 22.12.2007, Side 112
 22. desember 2007 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is „Mér finnst ég hafa misst sveindóminn á svo marga vegu þann dag.“ BEN AFFLECK UM DAGINN SEM HANN FÓR Í RISTILHREINSUN. „Hluti af mér hefur alltaf lang- að að prófa, en ég held það sé svo sárt að sjúga eitt- hvað svona upp í nefið.“ HALLE BERRY UM LEYNDA KÓKAÍN- DRAUMA SÍNA. „Hann er vel mótaður og hefur þjónað mér vel. Ég vil miklu frekar hafa flottan rass en stór brjóst.“ EVA LONGORIA UM AFTUR- ENDANN Á SÉR. „Við önnum nánast ekki eftirspurn og það er ljóst að gamla metið verður slegið,“ segir Lárus Guðmundsson, deildarstjóri hjá Ríkisútvarp- inu, um móttöku á jólakveðjum til landsmanna sem lauk á hádegi í gær. „Þetta er gríðarlega vinsælt og sprengir allt utan af sér. Fólk elskar jólakveðjur – það er bara ekkert öðruvísi.“ Áætlað er að kveðjurnar séu um 3.000 talsins og að það muni taka þuli Ríkisútvarpsins um þrettán klukkustundir að lesa þær upp fyrir landann. Gamla metið er frá síðasta ári en þá tók 12 klukkustundir að lesa kveðjurnar. „Við hófum að taka á móti kveðjum hinn 14. desember og vorum með 2-3 stúlkur í að taka á móti þeim.“ Síminn stoppaði ekki þótt það væri líka hægt að senda kveðjurnar inn á netinu. „Upptökur hefjast í dag en flestar kveðjurnar eru lesnar í beinni. Þessir þulir okkar eru hörkutól og láta ekkert stoppa sig,“ segir Lárus þegar hann er inntur eftir því hvort þulirnir verði látnir vinna yfirvinnu fram á aðfangadag. Spilun á kveðjunum hefst kl. 13 á Þorláksmessu. Lárus segist ekki undrast þessar miklu vinsældir. „Þetta er einfaldlega í tísku og mönnum finnst þetta flott. Jólakortin eru á undanhaldi en kveðjurnar standa alltaf fyrir sínu. Það hafa auk þess margir mikla ánægju af því að hlusta á þær og fyrir mörgum er þetta hreinlega ómissandi hluti af jólunum.“ - sók Metár í jólakveðjum á RÚV Íslendingar virðast reiðu- búnir að kasta hefðunum fyrir borð og bjóða upp á tilraunakenndan jólamat. Að blanda saman malti og appelsíni er einnig á undan- haldi og kýs þjóðin frekar tilbúið jólaöl í áldósum. Friðrik Ármann Guðmundsson í Melabúðinni segir að fók kaupi í síauknum mæli tilbúið jólaöl þótt hann vilji ekki ganga svo langt að telja kúnstina við að blanda jólaöl upp á gamla mát- ann vera í útrýmingahættu eins og prjónaskap. „Þetta er náttúr- lega bara þægilegra og fólk virð- ist velja það fram yfir hitt,“ segir Friðrik. „Salan segir okkur þetta bara svart á hvítu.“ Sveinn Sigurbergsson hjá Fjarðarkaupum tók að einhverju leyti undir þessi orð Friðriks en taldi þó að fólk héldi í hefðina á aðfangadagskvöld. Þá væri boðið upp á handgert jólabland, með tveimur appelsín á móti einni malt, en síðan væri tilbúna jóla- ölið notað næstu daga á eftir. En það er fleira en bara hið sígilda jólaöl sem er smátt og smátt á undanhaldi. Því Íslendingar eru óhræddir við að brydda upp á til- raunkenndum nýjungum þegar aðfangadagskvöldinu er lokið með öllum sínum lögum og reglum. „Fólk kynnist einhverju nýju á jólahlaðborð- unum og vill prófa það heima hjá sér. Dádýr og krónhjörtur hafa þannig verið að selj- ast vel hjá okkur þótt kokkar heimilisins forðist í lengstu lög að gera tilraunir á aðfangadags- kvöld sjálft. Jóladagur og annar í jólum virðast henta betur fyrir slíkt og svo náttúrlega áramót- in,“ segir Sveinn. Friðrik segir þetta tilraunaæði í kringum jólin einnig vera sína reynslu. Og að þetta hafi einfald- lega verið þró- unin undan- farin ár. „Margir eru reiðubúnir að prófa eitthvað nýtt á jóladag og annan í jólum,“ segir Friðrik og skýtur því síðan inn í að alltaf komi einn eða tveir og spyrji um rjúpur. „Þeir vonast þá sjálfsagt eftir einhverju slysaskoti eða að rjúpurnar detti bara niður dauðar á grasfletinum.“ freyrgigja@fretta- bladid.is Tilbúið jólaöl vinnur á HANDGERT JÓLAÖL Á UNDANHALDI Friðrik Ármann segir Íslendinga ekki lengur blanda sitt eigið jólaöl, þeir kaupi það einfaldlega tilbúið í áldósum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA TILRAUNA- KENNDUR JÓLAMATUR Sveinn Sigurbergs- son telur að þjóðin sé óhræddari við að brydda upp á nýjung- um yfir jólahaldið. HÖRKUTÓL Gerður G. Bjarklind verður líkt og endranær meðal þeirra fjögurra sem lesa upp jólakveðjur í Ríkisútvarpinu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.