Fréttablaðið - 22.12.2007, Side 123
LAUGARDAGUR 22. desember 2007 91
NFL Hinn magnaði leikstjórnandi Dallas
Cowboys, Tony Romo, er einnig mikill
kvennamaður og hann hefur verið að
slá sér upp með frægum söngkon-
um síðustu mánuði. Hann var ekki
fyrr búinn að skila Idol-stjörn-
unni Carrie Underwood en hann
tók saman við Jessicu Simpson.
Jessica mætti á völlinn um
síðustu helgi til þess að sjá kær-
astann spila og það hafði ekki
góð áhrif því Dallas tapaði
fyrir Philadelphia, 10-6,
og Romo átti sinn léleg-
asta leik á ferlinum.
Stuðningsmenn
Cowboys kenna
Simpson um
slaka frammi-
stöðu Romo
en hún mætti
á völlinn í
sérhönnuðum
bleikum Dallas-bún-
ingi. Stuðningsmenn-
irnir vilja ekki sjá hana
aftur í stúkunni og undir það tekur
stjörnu útherji liðsins, Terrell Owens.
„Eins og staðan er í dag er Jessica
Simpson ekki í neinu uppáhaldi hjá
stuðningsmönnunum frekar en í klef-
anum,“ sagði Terrell Owens en þess
má geta að slakasti leikur Romo fyrir
þennan leik var þegar Underwood
mætti í fyrsta og eina skiptið til að
horfa á hann spila og var það líka
leikur gegn Philadelphia.
„Miðað við það sem á undan er
gengið með Carrie Underwood
er ekki skrítið að stuðnings-
mennirnir telji að Jessica sé að
trufla hann í að einbeita sér að
því sem skiptir máli,“ sagði
Owens enn fremur. - hbg
Jessica Simpson mætti til að horfa á kærastann, Tony Romo, spila og hann átti sinn versta leik á ferlinum:
Stuðningsmenn Dallas Cowboys vilja
ekki sjá Jessicu Simpson aftur á vellinum
KVENNABÓSI Tony Romo, leikstjórnandi
Dallas Cowboys, hefur verið að slá sér
upp með þessum tveim glæsilegu
söngkonum síðustu mánuði.
GETTY IMAGES OG AP
BORÐTENNIS Stjórn Borðtennis-
sambands Íslands hefur valið
Guðmund E. Stephensen og
Magneu Ólafs íþróttafólk ársins í
borðtennis.
Guðmundur, sem leikur með
sænska liðinu Eslöv, er með
vinningshlutfall þar í kringum
90%, varð Íslandsmeistari í
meistaraflokki fjórtánda árið í
röð og varð einnig Íslandsmeist-
ari í tvenndarkeppni. Guðmundur
vann gullverðlaun í einliðaleik á
Smáþjóðaleikunum í Mónakó.
Magnea þykir mjög efnileg og
varð Grand prix meistari Íslands,
Íslandsmeistari í tvíliðaleik og
þrefaldur Íslandsmeistari í
unglingaflokkum á árinu. - óþ
Borðtennissamband Íslands:
Guðmundur og
Magnea valin
GOTT ÁR Guðmundur og Magnea voru
bæði mjög sigursæl á árinu og voru því
vel að tilnefningum sínum komin.
FÓTBOLTI Peter Crouch, framherji
Liverpool, er afar ósáttur með
rauða spjaldið sem hann fékk á
dögunum í leik gegn Chelsea í
enska deildarbikarnum og
gagnrýnir Jon Obi Mikel og aðra
erlenda leikmenn fyrir að vera
með óþarfa leikræn tilþrif á
vellinum.
„Erlendir leikmenn hafa komið
með margt gott inn í enska
boltann, en leikaraskapurinn sem
þeim er tamt að vera með er
nokkuð sem maður vill ekki sjá.
Ég fór ekki í Obi Mikel en hann
kastaði sér niður eins og hann
hefði verið skotinn og ég fékk
rautt spjald. Ef ég hefði farið eins
gegn Frank Lampard eða John
Terry leyfi ég mér að stórefast
um að þeir hefðu brugðist eins
við. Hefði Jamie Carragher gert
eitthvað þessu líkt? Það held ég
ekki,“ sagði Crouch pirraður. - óþ
Peter Crouch, Liverpool:
Leikaraskapur-
inn er óþolandi
PIRRAÐUR Crouch segir erlenda leik-
menn bera ábyrgð á þeim leikaraskap
sem viðgangist í ensku deildinni.
NORDIC PHOTOS/GETTY
SKÍÐI Dagný Linda Kristjánsdóttir
frá Akureyri og Björgvin
Björgvinsson frá Dalvík eru
skíðafólk ársins.
Dagný Linda tók þátt í heims-
meistaramótinu á árinu þar sem
hún lenti í 26. sæti í bruni og
risasvigi, enn fremur náði hún
tvisvar á topp 20 í Evrópubikarn-
um í bruni og svigi. Dagný Linda
vann þrefalt á Íslandsmeistara-
mótinu.
Björgvin var þrettán sinnum á
verðlaunapalli á alþjóðlegum
mótum erlendis á árinu og varð
meðal annars í sjöunda sæti á
fyrsta Evrópubikarmótinu í ár.
Björgvin vann þrefalt á Íslands-
meistaramótinu. - óþ
Skíðasamband Íslands:
Dagný Linda og
Björgvin best
KÖRFUBOLTI Allen Iverson hefur spilað vel með
Denver það sem af er tímabilinu og er meðal
efstu manna í deildinni í stigum (3. sæti með
26,3) og stoðsendingum 10. sæti með 7,5).
Denver er efst í Norðvestur-riðlinum með 60
prósenta sigurhlutfall en það er aðra sögu að
segja af gamla liðinu hans.
„Ef ég væri enn í Philadelphia væri liðið ekki
í svona slæmum málum. Miðað við styrkleika
austursins ætti liðið möguleika á að gera eitt-
hvað.
Það er bara hundleiðinlegt að horfa á leiki
þess í dag og það sést líka á áhorfendunum því
það er engin stemning á pöllunum,“ segir Iver-
son í viðtali við Rocky Mountain-fréttastofuna.
Iverson fór í skiptum frá Philadelphia til
Denver 19. desember í fyrra. Í staðinn fékk
76ers, liðið sem hann spilaði með fyrstu tíu ár
ferils síns, Andre Miller, Joe Smith og valrétt.
„Ég veit að Sixers fékk ekki nóg fyrir
mig,“ sagði Iverson, sem er efstur
hjá Denver í stigum, stoðsending-
um, stolnum boltum. mínútum og
töpuðum boltum. „Stuðningsmenn
Philadelphia vita að félagið fékk
ekki nóg fyrir mig en forráðamenn
liðsins vildu bara losna við mig,“ bætti
Iverson við en hann hefur alltaf haldið
því fram að hans stefna hafi verið að klára
ferilinn sem leikmaður Sixers. - óój
Allen Iverson tjáir sig um gamla liðið sitt í NBA, Philadelphia 76ers, en hann er ekki par hrifinn af því:
Það er leiðinlegt að horfa á Sixers í dag
GAGNRÝNINN Allen Iverson
líst ekkert á stöðuna á sínu
gamla liði.
NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Gríðarleg spenna var í loftinu þegar
dregið var um hvaða lið mætast í
sextán liða úrslitum Meistaradeild-
ar Evrópu. Arsenal dróst gegn
núverandi Meistaradeildarmeist-
urunum í AC Milan og Liverpool
heldur einnig til Mílanóborgar og
mætir Ítalíumeisturum Inter.
Englandsmeistarar Manchest-
er United etja kappi við
Frakklandsmeistara
Lyon og Chelsea mætir
Olympiakos.
Arsenal mætir AC
Milan í fyrsta
skipti í Meistara-
deild Evrópu og
Arsene Wenger,
stjóri liðsins, er
bjartsýnn á að hans
unga og efnilega lið nái
að láta til sín taka.
Ekki slæmur dráttur
„Þetta verða áhugaverðir leikir
og ég er viss um að við getum kom-
ist áfram ef við spilum okkar besta
leik. Ég er líka sannfærður um að
allir verða upp á sitt besta í svona stór-
leik, þannig að þetta er í raun alls ekki
slæmur dráttur fyrir okkur,“ sagði Wenger
og kvað lið sitt enn hungrað í árangur eftir
tapið gegn Barcelona fyrir tveimur árum.
„Við höfum verk að vinna og ef við ætlum
að vinna keppnina þurfum að
fara í gegnum bestu liðin,“
sagði Wenger en Arsenal á
fyrri leik sinn á heimavelli.
Liverpool á ekki síður erfitt
verkefni fyrir höndum þegar
liðið mætir Ítalíumeisturum
Inter en Rafa Benitez er þó
fullur sjálfstrausts.
„Við áttum von á erfiðum
mótherja og við fengum erfiðan mótherja.
Inter hefur yfir frábærum leikmannahópi að
ráða og góðri reynslu í Evrópu en við höfum
mikla trú á sjálfum okkur og okkar reynslu í
þessarri keppni. Ég held að Inter hafi miklar
áhyggjur af því að mæta okkur og það getur
allt gerst þegar liðin mætast,“
sagði Benitez en Liver-
pool á fyrri leik
sinn á heima-
velli.
Manchester United mætir Lyon,
sem náði að tryggja sér farseðil-
inn í sextán liða úrslit á loka-
keppnisdegi riðlakeppninnar
með góðum sigri gegn Rangers,
en Sir Alex Ferguson, stjóri
United, hefur miklar mætur á
franska liðinu.
„Lyon hefur unnið frönsku
deildina í sex ár í röð sem er
ótrúlegur árangur og þetta
verða því erfiðir leikir. Maður
á reyndar aldrei von á léttum
leikjum þegar svona langt er
liðið á keppnina, en við stefn-
um augljóslega á að komast
lengra í keppninni og ætlum
okkur ekkert nema sigur,“ sagði
Ferguson ákveðinn en lið hans á
seinni leik sinn á heimavelli.
Auðvelt hjá Chelsea
Chelsea fékk eflaust að
flestra mati auðveldasta
verkefnið af ensku liðunum
þegar það mætir Olympia-
kos og á seinni leik sinn á
heimavelli. Öllum er jafn-
framt ljóst að mikil pressa
er á Avram Grant, stjóra
liðsins, að ná betri árangri
í Meistaradeild Evrópu
en forveri hans í starfi,
José Mourinho, náði
með liðið.
Eiður Smári og
félagar í Barcelona
mæta Gordon
Strachan og læri-
sveinum hans í Celt-
ic og stórliðin Real
Madrid og Roma
mætast.
omar@frettabladid.is
Arsenal og Liverpool fara til Mílanó
Dregið var í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gær og margir stórleikir eru í boði. Ensku liðin
Arsenal og Liverpool takast á við ítölsku stórliðin AC og Inter frá Mílanó og Manchester United mætir
Lyon. Chelsea etur kappi við Olympiakos og Eiður Smári og félagar í Barcelona mæta skoska liðinu Celtic.
Á LEIÐ TIL ENGLANDS EFTIR ÁRAMÓT
Svíinn Zlatan Ibrahimovic (til vinstri) og
Brasilíumaðurinn Kaka verða örugglega
í stórum hlutverkum þegar Mílanóliðin
mæta Liverpool og Arsenal í sextán
liða úrslitum Meistaradeildar-
innar í febrúar.
NORDICPHOTOS/GETTY
MEISTARADEILD EVRÓPU
Fyrri leikirnir fara fram 19.-20. febrú-
ar 2008 en þeir seinni 4.-5. mars:
Arsenal-AC Milan
Liverpool-Inter Milan
Lyon-Manchester United
Olympiakos-Chelsea
Celtic-Barcelona
Roma-Real Madrid
Fenerbahce-Sevilla
Schalke-Porto