Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2007, Qupperneq 126

Fréttablaðið - 22.12.2007, Qupperneq 126
94 22. desember 2007 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN „Já, þetta er orðinn stór partur af jólahaldi hjá mér. Þetta eru sem sagt þriðju jólin í röð sem ég missi vinnuna,“ segir útvarpsmaðurinn snjalli Andri Freyr Viðarsson. Hann hefur undanfarna mánuði rekið útvarpsþáttinn Capone ásamt Búa Bendtsen á Reykjavík FM 101,5. Að sögn Andra stendur til að loka stöðinni um áramót. Og þá blasir atvinnuleysið við enn og aftur. „Já, eins og staðan er í dag. Nema einhver yndislegur fjár- festir þarna úti stökkvi til. Og ég auglýsi hér með eftir honum. Ann- ars verðum við bara slakir í janúar og bíðum eftir atvinnutilboðum,“ segir Andri. Fyrir ári sat Andri bak við hljóð- nemann á útvarpsstöðinni X-FM. Og fékk þá sömu jólagjöfina. „Já, á gamlársdag. Þá var öllum sagt upp. Og þar áður sama sagan en þá var ég á X 97,7. Þá var verið að loka stöðinni,“ segir Andri og telur fráleitt að hann hafi verið rekinn vegna þess að hann sé svo lélegur starfskraftur. „Neineineinei, ég veit allt um það hversu mikill meistari ljósvakans ég er. En þetta fer allt einhvern veginn í þrot. Eins og það borgi sig ekki að halda úti útvarpsstöð eða að þeir sem eru að reka þetta séu ekki með bis- nesshliðina alveg á hreinu.“ Andri Freyr segir óljóst hvað verði en á næsta ári stóð til að fagna tíu ára starfsafmæli í útvarpi. „Já, þá hefði ég náð tíu árum „in the biz“. Annars var pabbi að hringja. Og lofa mér stöðu við álverið. Segir það eina vitið,“ segir Andri Freyr sem einmitt er að austan. Frá Reyðarfirði meira að segja þar sem menn sjá fram á trygga atvinnu við að hræra í álkerjum. En aðdáendur Andra velkjast ekki í vafa um að mikill missir yrði fyrir íslenskt útvarp ef hann hyrfi af öldum ljósvakans. Andri segir sjálfur að kannski sé réttast að snúa sér að öðru. „Það þýðir ekki að búa við þetta um hver jól. En svo ber á það að líta að ég kann ekkert annað.“ - jbg Andri Freyr rekinn þriðju jólin í röð Sif Davíðsdóttir förðunarfræðing- ur á afmæli í dag, hinn 22. desem- ber. Svo ótrúlega vill til að dóttir hennar, Alexandra Ýr, á líka afmæli dag og verður 19 ára en Sif fæddi hana á 17 ára afmælisdegi sínum. Sögunni lýkur þó ekki þar því hinn 22. desember í fyrra átti Sif aðra dóttur, Lísu. Hún hefur því átt tvær dætur á afmælisdegi sínum. Líkurnar á því eru einn á móti 48,6 milljónum. „Það er reyndar fleira merkilegt við þennan dag,“ segir Sif í samtali við Fréttablaðið. „Móðurafi minn drukknaði á sjó 22. desember árið 1966 en dagurinn var jafnframt brúðkaupsafmælisdagur foreldra hans. Fimm árum síðar fæddist ég. Þessi dagur hefur því verið mjög örlagaríkur í fjölskyldunni.“ Sif á þrjár dætur en sú þriðja, Telma Rut, er 14 ára og fædd hinn 30. júní. Hvorug hinna átti að koma í heiminn 22. desember. Alexandra átti að fæðast hinn 16. og Lísa ekki fyrr en 6. janúar. Ekki nóg með það heldur voru afmælisbörnin þrjú nákvæmlega jafnþung og jafnstór við fæðingu, 14 merkur og 52 senti- metrar. „Mig dreymdi afa rétt áður en ég átti eldri stelpuna. Þegar ég sagði mömmu frá því þóttist hún viss um að ég myndi eiga á dánar- degi hans. Það reyndist rétt hjá henni enda hafði hana dreymt afa rétt áður en hún átti mig. Þá hélt hún reyndar að hann væri að biðja um nafn og að hún myndi eiga strák. Hins vegar var hún alltaf viss um að ég kæmi í heiminn þennan dag. Í fyrra var ég gjör- samlega grunlaus heima í róleg- heitum á afmælisdaginn. Pabbi hringdi um kvöldmatarleytið til að óska mér til hamingju með daginn og spurði hvort það væri eitthvað að gerast. Ég hélt nú ekki. Um leið og ég skellti á hann var eins og ein- hver hefði ýtt á takka. Ég fékk miklar hríðir og við vorum komin upp á sjúkrahús um níuleytið. Lísa var fædd kl. 23.23. Hún hefur ætlað sér að koma þennan dag,“ segir Sif og hlær. „Ég fór í eftir- skoðun hjá Gesti Pálssyni barna- lækni. Hann fór að hlæja þegar hann heyrði söguna, sagðist hafa haldið að hann ætti metið með því að eiga tvær dætur sama daginn en viðurkenndi að ég hefði gert enn betur með því að eiga sjálf afmæli í ofanálag.“ Sif vílar það ekki fyrir sér að slá upp þrefaldri afmælisveislu tveimur dögum fyrir jól. „Ég hef yfirleitt haldið upp á afmælin fyrr í desember en þannig vill til að ég og systur mínar tvær urðum allar ófrískar á síðasta ári og áttum börnin með stuttu millibili. Það er því búið að vera mikið um afmælis- veislur og það vildi þannig til að þetta er laugardagur. Við ætlum að vera hér með kaffiboð fyrir fjöru- tíu manns enda eigum við hjónin bæði stórar fjölskyldur.“ sigrunosk@frettabladid.is SIF DAVÍÐSDÓTTIR: HEFUR ÁTT TVÆR DÆTUR Á AFMÆLISDAGINN SINN Þrefalt afmæli rétt fyrir jól AFMÆLISBÖRNIN Mæðgurnar Sif Davíðsdóttir, Alexandra Ýr og Lísa eiga allar afmæli í dag. Líkurnar á því eru einn á móti tæplega fimmtíu milljónum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Við erum búin að koma í veg fyrir þetta í ár, það verða engin smáskilaboð frá Dominos á aðfangadag og væntanlega verður þetta ekki endurtekið í bráð,“ segir Ásdís Höskuldsdóttir, framkvæmdastjóri Domino‘s á Íslandi. Fá SMS-skilaboð hafa vakið jafn sterk viðbrögð og jólakveðja pizzafyrirtækisins um síðustu jól og hreinlega logaði allt á netinu vegna þeirra. Kveðjan „Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á liðnu ári. Starfsfólk Domino‘s,“ barst fjölmörgum landsmönnum þegar fólk var að standa upp frá jólaborðinu og gerði sig reiðubúið að taka utan af jólagjöfunum. Þung orð voru látin falla í garð Domino‘s og varð þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Baldur Baldursson, meðal annars að biðjast afsökunar á skilaboðun- um. En einhverjir tóku þó upp hanskann fyrir pizzugerðarmennina og Guðmundur Steingrímsson, núverandi aðstoðarmaður borgarstjóra, skrifaði meðal annars á bloggið sitt: „Þessi jólakveðja reyndist ekki vera það tundurskeyti inn í jólahaldið mitt, eins og ég heyrði í fréttum að hún hafi orðið í jólahald annarra. Ég brosti bara út í annað og eyddi skilaboðunum.“ Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtak- anna, sagði hins vegar við þetta sama tilefni að það væri ólíðandi að fyrirtæki sendu út SMS á aðfangadag, jafnvel þótt auglýsingin væri dulbúin sem jólakveðja. Ásdís var á þeim tíma ekki fram- kvæmdastjóri heldur viðskiptavinur en fékk skilaboðin. „Ég minnist þess þó ekki að hafa orðið jafn hvekkt og aðrir. En vissulega varð allt brjálað,“ segir Ásdís. - fgg Engar jólakveðjur frá Domino‘s í ár EKKERT SMS Domino‘s hefur ákveðið, að fenginni reynslu, að senda viðskiptavinum sínum ekki jólakveðju í smáskilaboðum þetta árið. Ásdís Höskuldsdóttir ábyrgist það. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ANDRI FREYR Pabbi hans segir eina vitið að fara aftur austur og vinna í álverinu. LÁRÉTT 2. drápstæki 6. skammstöfun 8. knæpa 9. nægilegt 11. hljóm 12. frárennsli 14. blóm 16. drykkur 17. á móti 18. tunna 20. til dæmis 21. kvenflík. LÓÐRÉTT 1. erfðavísa 3. klafi 4. hundraðshluti 5. lærdómur 7. hóf 10. æxlunarkorn 13. spíra 15. brýna 16. fjör 19. bor. LAUSN LÁRÉTT: 2. vopn, 6. eh, 8. krá, 9. nóg, 11. óm, 12. afrás, 14. sóley, 16. te, 17. and, 18. áma, 20. td, 21. pils. LÓÐRÉTT: 1. gena, 3. ok, 4. prósent, 5. nám, 7. hófsemi, 10. gró, 13. ála, 15. ydda, 16. táp, 19. al. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 8. 1 Þorsteinn Davíðsson. 2 Jólasveininn. 3 Rakel Dögg Bragadóttir. Aðalsteinn Eyjólfsson Aldur: 30 Starf: Hand- boltaþjálfari. Rekur ferðaskrif- stofuna Frjálsa ferðafélagið. Fjölskylda: Einhleypur. Foreldrar: Eyjólfur Bragason og Svanhvít Aðalsteinsdóttir. Búseta: Ásbúð 92, Garðabæ. Stjörnumerki: Tvíburi. Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari meistara- flokks kvennaliðs Stjörnunnar og stendur í stórræðum vegna ummæla sinna um dómara eftir leik Stjörnunnar og Fram. Sænska stórsöngkonan Carola hélt tvenna jólatónleika í Grafar- vogskirkju á fimmtudagskvöld. Fyrri tónleikarnir áttu að hefjast kl. 20 en þeim seinkaði töluvert þar sem fólki gekk erfiðlega að finna bíla- stæði og ekki reyndust nægir stólar fyrir alla. Gestir á seinni tónleikun- um þurftu því að bíða lengi vel fyrir utan salinn við lítinn fögnuð þeirra. Það rauk þó fljótlega úr þeim flest- um enda tónleikarnir að öðru leyti vel heppnaðir. Meðal gesta á tónleikun- um voru sjón- varpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, förðunarfræð- ingurinn Elín Reynisdóttir og söng- konurnar Sigríður Beinteins- dóttir og Regína Ósk Ósk- arsdóttir. Jón Karl Ólafsson, fráfarandi forstjóri Icelandair, er alþýðlegur maður og vinsæll. Hans er sárt saknað af starfsfólkinu. Marga undraði þegar hann var látinn fara því Jón Karl er ekki bara við alþýðuskap heldur praktískur maður einnig og sást á föstudag versla í jólamatinn í Bónus Spönginni. Og telja nú menn að hann ætli að láta starfs- lokasamninginn endast vel og lengi með aðhaldi á öllum víg- stöðvum. - sók/jbg FRÉTTIR AF FÓLKI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.