Fréttablaðið - 03.01.2008, Síða 25

Fréttablaðið - 03.01.2008, Síða 25
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Estrid Þorvaldsdóttir á sérstakan áramóta- kjól og er því aldrei í vandræðum með í hverju hún á að vera á gamlárskvöld. „Ég hef verið í sama kjólnum á gamlárskvöld síðan aldamótin 2000,“ segir Estrid Þorvaldsdóttir, nemi í listfræði og ítölsku. „Þetta var því níunda árið í röð sem ég klæddist honum. Ég bað ömmu mína um að gefa mér hann í jólagjöf árið 1999 og mig minnir að hann sé keyptur í versluninni Kjallaranum sem var á Laugavegi,“ bætir hún við. Kjóllinn er túrkísblár með glimmeri og kallar Estrid hann þúsaldarkjólinn enda valdi hún hann sérstaklega með aldamótin í huga. „Honum fylgir glimmer band og það eina sem ég geri ár frá ári er að færa bandið. Stundum hef ég það um hálsinn og stundum á hausnum. Það fer allt eftir tíðarandanum,“ útskýrir Estrid. Estrid starfaði um tíma sem módel og hefur alltaf haft áhuga á tísku. „Í henni felst mikil sköpun og frelsi,“ segir Estrid. „Ég myndi segja að áður fyrr hafi ég verið hálfgerður þræll tískunnar en í dag legg ég meiri áherslu á að rækta andann, vera bein í baki og brosa. Geri maður það líta fötin betur út á manni og þá er nóg að vera í klassískum og einföldum flíkum,“ segir hún. Estrid segir galdurinn vera að brosa, bera sig vel og láta innra ljósið skína. „Það er endalaust hægt að hlaða á sig skrauti en ef maður er boginn í baki verður maður eins og ofskreytt visið jólatré,“ segir Estrid. Hún hefur að undanförnu fengist við að gera vídeóverk og mála myndir. Á stefnuskránni er að fara til Ítalíu en Estrid segist fá öll sín áhrif þaðan. vera@frettabladid.is Sami kjóllinn ár eftir ár Estrid hefur verið í aldamótakjólnum síðastliðin níu gamlárskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HÆTT AÐ REYKJA GEGNUM SÍMA OG NET Reyksíminn og www. reyklaus.is skila góðum árangri í baráttu fólks við tóbaksnautnina. HEILSA 4 GALDRADROTTNING Á DREGLINUM Emma Watson hefur þróast úr kjánalegum krakka í fríða fegurðardís á rauða dreglinum. TÍSKA 2 A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.