Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.01.2008, Qupperneq 51

Fréttablaðið - 03.01.2008, Qupperneq 51
HANDBOLTI Hægri hornamaðurinn Mirza Dzomba mun ekki spila með Króötum á EM þar sem hann er meiddur á fæti. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir króatíska liðið enda Dzomba einn besti hornamaður heims og lykilmaður hjá Króötum. Þá er ekki enn ljóst hvort hinn magnaði miðjumaður Króata, Ivano Balic, geti leikið með en hann er meiddur og ekki byrjaður að æfa með liðinu. Vinstri skyttan Blazenko Lackovic hefur þess utan verið mikið meiddur í vetur þannig að Króatar mæta nokkuð væng- brotnir til leiks. - hbg EM í Noregi: Dzomba ekki með Króötum FÓTBOLTI Stuðningsmenn Man. Utd drógu andann léttar í gær þegar í ljós kom að meiðsli Argentínu- mannsins Carlos Tevez voru ekki eins alvarleg og í fyrstu var óttast. Hann er mjög marinn á ökklanum en ekki brotinn. Tevez var borinn af velli í síðari hálfleik gegn Birmingham á nýársdag en Tevez hafði áður skorað sigurmark leiksins. Þó svo að Tevez sé ekki brotinn eru taldar litlar líkur á því að hann muni spila í bikarnum gegn Aston Villa um næstu helgi. - hbg Manchester United: Meiðsli Tevez ekki alvarleg CARLOS TEVEZ Er ekki brotinn. NORDIIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Ottmar Hitzfeld, knattspyrnustjóri Bayern Munchen, hefur ákveðið að hætta hjá liðinu þegar núverandi samningur hans rennur út í lok tímabilsins í ár. „Ég lét forráðamenn liðsins vita af ákvörðun minni fyrir þremur vikum,“ sagði Hitzfeld sem vann þýsku deildina með Munchen-liðinu í fjórgang á árunum 1999-2003 auk þess að vinna Meistaradeild Evrópu árið 2001 áður en hann hætti. Hitzfeld tók svo við liðinu á ný í febrúar í fyrra. Hitzfeld hefur verið í viðræðum við svissneska knattspyrnusambandið um að taka við þjálfun Sviss þegar EM lýkur næsta sumar. Ekki liggur hins vegar ljóst fyrir hver mun verða eftirmaður Hitzfeld hjá Bayern en Marco Van Basten hefur verið nefndur til sögunnar sem líklegur kandídat. - óþ Ottmar Hitzfeld, B. München: Ég hætti hjá Bayern í júní KÖRFUBOLTI Sigurganga Keflvíkinga í Iceland Express-deild karla getur farið inn í meta- bækurnar þegar liðið heimsækir nágranna sína í Röstinni í Grindavík í kvöld. Keflavíkurliðið hefur unnið tíu fyrstu leiki sína og varð aðeins annað liðið í sögunni til þess að fagna áramótunum ósigrað. Hitt er lið Grindavíkur tímabilið 2003-04. Grindvíkingar unnu þá alla 11 leiki sína fyrir jól en töpuðu síðan fyrsta leik ársins sem fór fram í Njarð- vík 4. janúar. Friðrik Ragnarsson var þjálfari Njarðvíkurliðsins í þeim leik og hann er kom- inn í sömu stöðu nú sem þjálfari Grindavíkur. Keflavík hefur unnið alla tólf deildar- og bikarleiki tímabilsins en Grindvíkingar hafa tapað þremur leikjum í röð í deild og bikar, þar af tveimur síðustu með samtals 28 stigum á heimavelli. Liðin mættust í Sláturhúsinu í Keflavík 12. október síðastliðinn og þá unnu heimamenn afar öruggan 25 stiga sigur, 95-70. Vinni Keflvíkingar leikinn í kvöld eru þeir komnir á hæla annars mets sem er í eigu Njarð- víkinga. Njarðvíkingar unnu nefnilega 14 fyrstu leiki tímabilsins 1988-89 áður en þeir töpuðu fyrir Grindavík í 15. leiknum sem fram fór í Grindavík. Keflvíkingar ógnuðu þessu meti fyrir fimmtán árum en liðið vann þá þrett- án fyrstu leiki 1992-93 tímabilsins áður en liðið tapaði fyrir Njarðvík á heimavelli í 14. leiknum sem fram fór 10. desember. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og er í beinni sjónvarpsútsendingu á Sýn. - óój Keflvíkingar geta náð sögulegum árangri gegn Grindavík í Iceland Express-deild karla í kvöld: Ekkert lið hefur unnið alla leiki fram í janúar 31 STIG Bobby Walker skoraði 31 stig í fyrri leiknum á móti Grindavík. VÍKURFRÉTTIR/JÓN BJÖRN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.