Fréttablaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 6. janúar 2008 — 5. tölublað — 8. árgangur Opið 13–18 í dag BÓKSALA „Það verður ýmislegt framkvæmt í sumar. Ég á stórt hús sem má margt gera við,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, einn margra metsöluhöfunda nýafstað- inna bókajóla. Bókaútgefendur og höfundar eru himinlifandi með bóksölu þessarar bókavertíðar. Að sögn Kristjáns B. Jónassonar, formanns Félags íslenskra bókaútgefenda, er fjöldi titla sem fór vel yfir tíu þúsund eintaka sölu. Hann nefnir til dæmis Hag- kaupsbókina Útkall eftir Óttar Sveinsson, Bíbí eftir Vigdísi Grímsdóttur, Guðna eftir Sigmund Erni og Ösku eftir Yrsu Sigurðar- dóttur að ógleymdum kónginum sjálfum, Arnaldi Indriðasyni, en Harðskafi hans var prentuð í hátt í þrjátíu þúsund eintökum. Þýddar bækur sem fóru vel yfir tíu þús- und seld eintök eru Leyndarmálið, Harry Potter og Þúsund bjartar sólir. „Þetta eru mestu bókajól sög- unnar,“ segir Kristján. Og útgef- andinn Pétur Már Ólafsson hjá Veröld segir þetta „mestu sölu Veraldarsögunnar“ en Veröld gefur út bækur Yrsu og Sigmund- ar Ernis. Samkvæmt samningum höfunda og útgefenda fá höfundar í sinn hlut 23 prósent af heildsöluverði bókar. Miðað við það má, að gefn- um öðrum forsendum, meta hlut Arnaldar eftir bókajólin á fimmt- án milljónir. - jbg / sjá síðu 30 Tekjur Arnaldar Indriðasonar af Harðskafa nema um fimmtán milljónum króna: Mesta jólabókaflóð sögunnar Álfatrú og ómálga afgreiðslufólk ÍSLENDINGAR TRÚA ÁLÍKA MIKIÐ Á HULDUFÓLK OG DRAUGA OG ÞEIR GERÐU FYRIR ÞRJÁTÍU ÁRUM. ÞETTA SÝNDI VIÐAMIKIL KÖNNUN SEM TERRY GUNNELL STÝRÐI Á VEGUM FÉLAGSVÍS- INDASTOFNUNAR HÍ. 16&17 Baltasar í biðstöðu Verkfall handrits- höfunda í Holly- wood er þrándur í götu Baltasars Kormáks. FÓLK 30 Sterk sem karlar og fjölkunnug mjög Fyrsta leikverk Brynhildar Guð- jónsdóttur. TÍMAMÓT 10 Jafntefli Ísland og Noregur skildu jöfn, 28-28, á æfingamóti sem fram fer í Dan- mörku. ÍÞRÓTTIR 24 VEÐRIÐ Í DAG VÍÐAST EINHVER ÚRKOMA Í dag verður norðaustlæg átt norðan til annars vestlæg átt, strekkingur sunnan og vestan til annars hægari. Víðast slydda eða snjókoma en þó rigning með köflum sunnan og suðaustan til. Hiti 0-5 stig. VEÐUR 4    LÖGREGLUMÁL „Það er allra hagur að stoppa ofbeldi,“ segir Kormák ur Geirharðsson, stjórnarmaður í Félagi kráareigenda, sem boðar hertar aðgerðir gegn ofbeldismönnum í miðbænum. Að sögn Kormáks stendur fámennur hópur manna endurtekið fyrir ofbeldisverkum á öldurhúsum. Ætlunin sé að safna upplýsing- um um þá í sérstakan gagnabanka fyrir veitingamenn. „Við erum með heimasíðu þar sem við ætlum að sýna myndir af þessum mönnum þannig að dyraverðir geti lært þá utan að og meinað þeim einfaldlega inngöngu,“ segir Kormákur. Að því er Kormákur segir eru slagsmál áfall fyrir kráargesti og afar slæm fyrir viðskiptin. Minni líkur séu á ofbeldisverkum ef vissir menn verði hreinlega útilokaðir frá stöðunum. „Til dæmis er best að stoppa strax við hurðina menn á borð við þennan strák sem er alltaf að berja bestu fótboltamennina af því að hann getur ekkert sjálfur,“ segir Kormákur. Þar vísar hann til Davíðs Smára Helenarsonar sem mun vera einn þeirra sem réðst að landsliðsmanninum Hannesi Þ. Sigurðssyni á Hverfisbarnum tveimur dögum fyrir jól og var þátttakandi í árás þar sem maður fótbrotnaði á Apótekinu milli jóla og nýárs. Hann hefur einnig verið sakaður um að hafa veist að Eiði Smára Guðjohnsen í miðbænum. Kormákur boðar frekara samstarf við lögregluna. „Þeir eru undirmannaðir en við erum með hátt í þrjú hundruð menn á launum sem dyraverði og það er aukið öryggi fyrir miðbæinn ef þessir aðilar vinna saman,“ segir hann. Stefán Eiríksson lögreglustjóri segist hafa nefnt þann möguleika áður að setja þá sem séu stöðugt til vandræða í miðborginni í sérstakt skemmistaðabann eins og heimilt sé að gera. „Við könnuðum í haust hvort ákveðnir einstaklingar væru meira til vandræða heldur en aðrir en athugun okkar benti ekki til þess að þetta væri bundið við lítinn hóp. Þeir sem voru stórtækastir voru kannski með tvö eða þrjú brot. En það hefur kannski verið að breytast á síðustu vikum,“ segir lögreglustjórinn. - gar Þekktum ofbeldishrottum úthýst af börum bæjarins Þekktir ofbeldismenn verða útilokaðir frá skemmtistöðum. Nöfn þeirra og myndir verða aðgengilegar í gagnabanka kráareigenda. Lögreglustjóri segir ekki sjáanlegt að vandinn sé bundinn við ákveðna menn. Stendur ríkisstjórnin vaktina í byggðamálum? Illugi Gunnarsson og Svandís Svav- arsdóttir velta fyrir sér byggða- málum. BITBEIN 8 ARNALDUR INDRIÐASON Nýjasta bók hans, Harðskafi, var prentuð í hátt í 30 þúsund eintökum og seldist í bílförmum fyrir jólin. HÁTÍÐAHÖLD Mikil þrettándagleði fór fram í Heimaey í gærkvöld, degi áður en þrettándinn gekk í garð. Mjög fjölmennt var við hátíðarhöldin enda veður með besta móti. Að sögn Elliða Vignissonar bæjarstjóra var þessi háttur hafður á til að koma til móts við þann fjölda fólks sem kýs að upplifa þrettándahátíðina í Eyjum og getur nú komist heim í dag og farið til skóla eða vinnu á morgun eins og ekkert hefði í skorist. Meðal þess sem fram fór var Grýludansleikur þar sem um þrjú hundruð manns dilluðu sér í takt við þá gömlu. Að því loknu tóku synir Grýlu við og leiddu mikla blysför í gegnum bæinn. Álfar og tröll tóku einnig þátt í hátíðar- höldunum. Gleðinni lauk svo með dansleik í Höllinni í Heimaey þar sem SSSól spilaði fyrir dansi fram eftir nóttu. - jse Jólin kvödd degi fyrr en vant er: Þrettándanum fagnað í Eyjum EYJAMENN TAKA FORSKOT Á SÆLUNA Þótt Eyjamenn fari eftir sama dagatali og aðrir Íslendingar var þrettándinn haldinn þar hátíðlegur í gær. Margrét Lára Viðarsdóttir, fótboltakona og íþróttamaður ársins, kvaddi jólin með sínu fólki heima í Eyjum. M YN D /Ó SK A R F R IÐ R IK SS O N Framleiða danska stórmynd FEÐGARNIR SIGURJÓN SIGHVATSSON OG ÞÓRIR SNÆR SIGURJÓNSSON KOMA BÁÐIR AÐ GERÐ DÖNSKU STÓR- MYNDARINNAR VALHALLA RISING. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.