Fréttablaðið - 06.01.2008, Page 56

Fréttablaðið - 06.01.2008, Page 56
24 6. janúar 2008 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Boltinn er hjá okkur 29.–30. janúar Arsenal – Newcastle 49.900 kr. Verð á mann í tvíbýli 8.–10. febrúar West Ham – Birmingham 49.900 kr. Verð á mann í tvíbýli 20.–21. febrúar Arsenal – AC Milan 49.900 kr. Verð á mann í tvíbýli Það lítur því miður allt út fyrir að draumur Hlyns Sigmarssonar um að halda leik Flensburg og Gummersbach hér á landi í upphafi febrúar sé dáinn. Hlyni hefur ekki tekist að finna stóra styrktar- aðila á viðburðinn og málið þar af leiðandi sjálfdautt. „Ég talaði talsvert við Kaupþing um málið en þeir höfðu ekki áhuga á að taka þátt, sem mér fannst miður. Ég hef í kjölfarið svo gott sem lagt niður vopnin enda hef ég ekki endalausan tíma. Svo hef ég ekkert heyrt frá forráðamönnum Flensburg síðasta mánuðinn þannig að líklega eru þeir bara búnir að finna nýjan stað fyrir leikinn,“ sagði Hlynur. Heyra mátti að hann var mjög svekktur að sjá stóra drauminn deyja en hann hafði allan tímann fulla trú á því að hægt væri að halda leikinn hér á landi. Hann segist vera hissa á því hversu lítinn áhuga stórfyrirtækin hafi á að tengja sig við slíkan stórviðburð miðað við margt annað sem þau setji peninga í. „Þau eyða kannski tugum milljóna í eina auglýsingu en það þarf ekki einu sinni það mikinn pening til að setja upp flottasta handboltadag sögunnar hér á landi.“ Hlynur er mikið ólík- indatól og nýjasta uppá- tæki hans er að skora á kvennalið Gróttu í keppni. Hlynur hefur ákveðið að fara í megrun og segist ætla að missa fleiri kíló fyrir lokahóf HSÍ en lið Gróttu fær í N1-deildinni eftir áramót. Alls eru 26 stig í boði fyrir Gróttustúlkur þannig að Hlynur gæti þurft að hafa sig allan við til að vinna það veðmál en sá sem tapar býður hinum í mat. „Ég hef ekki enn fengið svar frá Alfreð og Gróttustelpunum hvort þau séu klár í slaginn en þó svo að þau verði ekki klár fer ég bara samt í keppni við þau. Það er samt vonandi að þau taki slag- inn,“ sagði Hlynur, sem stefnir því að fara í formlega vigtun með vitnum á næstu dögum. HLYNUR SIGMARSSON: LEIKUR GUMMERSBACH OG FLENSBURG LÍKLEGA EKKI Á ÍSLANDI EFTIR ALLT SAMAN Draumurinn dáinn og Hlynur farinn í megrun 11 DAGAR Í EM Í HANDBOLTA LK Cup Ísland-Noregur 28-28 (14-12) Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 7/2 (9), Snorri Steinn Guðjónsson 4 (6), Einar Hólmgeirs- son 4 (7), Guðjón Valur Sigurðsson 3/1 (7), Logi Geirsson 3 (4), Arnór Atlason 2 (5), Ásgeir Örn Hallgrímsson 2 (3), Róbert Gunnarsson 2 (5), Hannes Jón Jónsson 1 (1). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 8, Hreiðar Guðmundsson 4. Mörk Noregs: Kristian Kjelling 5/1, Rune Skjærvold 4/2, Kjetil Strand 4/2, Frank Løke 3, Håvard Tvedten 3, Thomas Skoglund 3, Børge Lund 2, André Jørgensen 2, Erlend Mamelund 1, Bjarte Myrhol 1. Áhorfendur: 750. Danmörk-Pólland 31-30 ÚRSLIT HANDBOLTI Norski harðjaxlinn Johnny Jensen var ekki nógu sáttur með að hafa aðeins gert jafntefli við Ísland á LK Cup í gær. „Við þurfum að vera miklu agaðri. Við leiddum með fjórum mörkum og þá fara menn að skjóta of snemma í stað þess að vera agaðir og bíða eftir góðu færi,“ sagði Jensen frekar ósáttur við NTB eftir leikinn. Norðmenn byrjuðu síðari hálfleikinn með miklum látum og komust í 19-15. Þá kom íslenska liðið aftur til baka. „Ísland er ekki lið sem okkur finnst gott að spila á móti en við verðum að læra af mistökum okkar hér í dag,“ sagði Jensen. Norðmenn hvíldu Steinar Ege, Frode Hagen og Glenn Solberg í leiknum og munaði um minna fyrir norska liðið. - hbg Johnny Jensen: Vorum ekki nógu agaðir JOHNNY JENSEN Segir Norðmenn ekki líka að spila við íslenska landsliðið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HANDBOLTI Þýskir fjölmiðlar greindu frá því á dögunum að svo gæti farið að Frakkinn Daniel Narcisse gengi aftur í raðir Íslendingaliðsins Gummersbach eftir aðeins ár í Frakklandi. Alfreð Gíslason, þjálfari Gum- mersbach, segir fréttina vera ranga. „Þetta er algjörlega tilbúin frétt. Þetta blað þarf nú venju- lega ekki nema hálft orð svo það skili sér í frétt. Við höfum ekki verið á eftir Narcisse og mig grunar að blaðið hafi einfaldlega verið í vandræðum með að fylla plássið á síðunum hjá sér,“ sagði Alfreð við Fréttablaðið. - hbg Narcisse til Gummersbach? Ekkert til í þess- ari frétt DANIEL NARCISSE Ekki á leið til Gummers bach á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/BONGARTS NBA Það er gríðarleg sigling á Detroit Pistons og Boston Celtics í NBA-deildinni þessa dagana en gott gengi liðanna hélt áfram aðfaranótt laugardags. Þá vann Detroit sinn ellefta leik í röð en Boston sinn áttunda. Lengsta sigurgangan á þessari leiktíð er hjá Portland, sem vann þrettán leiki í röð áður en liðið tapaði fyrir Utah. Detroit fór illa með Toronto og vann stórsigur, 101-85. Varamenn Pistons áttu frábæra innkomu og lögðu grunninn að sigrinum. „Við höfum áður farið á slíka siglingu en það sem er hvað ánægjulegast við gengið núna er hversu mikið framlag við fáum frá bekknum. Varamennirnir eru að skila gríðarlega mikilvægu verki á erfiðum augnablikum leikjanna,“ sagði Tayshaun Prince, leikmaður Pistons, en hann skoraði tíu stig og gaf einar ellefu stoðsendingar. Boston lenti í óvæntu basli gegn Memphis á heimavelli en Memphis hefur aðeins unnið níu leiki í vetur. Varamaðurinn Tony Allen átti frábæran leik fyrir Celtics og steig upp þegar Ray Allen var ekki að finna sig. Ray klúðraði öllum níu skotum sínum en setti niður tvö vítaskot þegar innan við tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Það var hans framlag til leiksins. Detroit tók síðan á móti Boston í uppgjöri þessara liða í nótt. Síðasti tapleikur Boston var einmitt gegn Detroit í desember. „Ég held að leikmenn hafi verið fullmikið með hugann við Detroit- leikinn,“ sagði Doc Rivers, þjálfari Boston. Tony Allen skoraði 20 stig í leiknum en stjörnurnar Kevin Garnett og Paul Pierce voru báðar með 23 stig. - hbg Detroit Pistons og Boston Celtics á mikilli siglingu í NBA-deildinni: Ellefu sigurleikir í röð hjá Pistons SJÓÐHEITIR Chaunc- ey Billups og félagar í Detroit Pistons eru á mikilli siglingu um þessar mundir og mættu Boston í nótt í uppgjöri heitustu liða NBA-deildarinnar. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Íslenska landsliðið gerði jafntefli við Norðmenn á LK Cup í gær, 28-28. Íslenska liðið leiddi með tveim mörkum í leikhléi, 14-12, en gaf verulega eftir í upphafi síðari hálfleiks og leikurinn var í járnum allt til loka. Norðmenn fengu tækifæri til þess að klára leikinn en Hreiðar Guðmundsson varði lokaskot leiksins frá Íslandsbananum Kjetil Strand sem gerði 19 mörk gegn Íslandi á EM í Sviss. „Við leiddum eiginlega allan fyrri hálfleikinn sem var vel spilaður af okkar hálfu. Sóknarleikurinn var agaður þó svo við höfum ekki verið að klára skotin nægjanlega vel. Varnarleikurinn var einnig mjög góður og Birkir í ágætu formi fyrir aftan vörnina. Síðari hálfleikur var ekki eins góður. Við réðum þá ekkert við línumann Norðmanna og vorum að láta reka okkur of mikið af velli. Birkir fann sig ekki en Hreiðar kemur inn undir lokin. Byrjar ekki vel en ver vel á síðustu mínútunum. Við hefðum getað tapað leiknum og við hefðum líka hæglega getað unnið hann,“ sagði Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari við Fréttablaðið eftir leikinn. Einar og Ólafur voru mikið mun sterkari í dag „Miðað við hvernig leikurinn þróaðist er ég þokkalega sáttur við úrslitin þó svo ég hefði viljað fá sigur. Aftur á móti er margt jákvætt í okkar leik á þessu móti. Einar Hólmgeirsson kom sterkari inn núna og Ólafur Stefánsson var miklum mun betri núna en gegn Pólverjum. Arnór átti köflóttan fyrri hálfleik en var samt að gera fína hluti að mínu mati, Logi Geirsson átti fína spretti í síðari hálfleik en það sem ég er ósáttast- ur við er hversu illa við kláruðum skotin. Róbert Gunnars- son og Guðjón Valur fundu sig ekki alveg. Snorri átti fínan fyrri hálfleik en það fjar- aði undan honum í þeim síðari,“ sagði Alfreð en hann skipti minna gegn Norðmönnum en gegn Pólverjum. Markverðirnir vörðu aðeins tólf bolta að þessu sinni en Alfreð var samt þokkalega sáttur við þeirra framlag. „Varnarvinnan var líka fín og Birkir átti góða kafla. Aftur á móti vörðum við síðan ekki bolta á 20 mínútna kafla og það er náttúrlega ekki ásættan- legt,“ sagði Alfreð en hvernig leggur hann upp leikinn gegn Dönum í dag? „Menn eins og Einar verða að fá að spila ef ég ætla að hafa hann í standi í Noregi. Bjarni Fritzson er kominn út þannig að hann fær eitthvað að spila og Ólafur fær meiri hvíld fyrir vikið. Við ætlum samt í leikinn til að vinna og munum ekki gefa neitt eftir,“ sagði Alfreð Gíslason. henry@frettabladid.is Margt jákvætt í okkar leik Ísland og Noregur gerðu jafntefli, 28-28, í öðrum leik liðanna á LK Cup í Dan- mörku í gær. Landsliðsþjálfarinn Alfreð Gíslason var tiltölulega sáttur við leik sinna manna og margir að spila ágætlega. Lokaleikurinn er við Dani í dag. ÓLAFUR HEITUR Ólafur Stefánsson átti mjög fínan leik gegn Norðmönnum í gær og skoraði sjö mörk úr níu skotum. Hann fær aðeins meiri hvíld gegn Dönum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR > Hlynur er ekki hjátrúarfullur Það vakti athygli í leik Snæfells og Njarðvíkur í gær að Hlynur Bæringsson mætti í treyju númer 8 en hann hefur verið í treyju númer 4 til þessa í vetur. „Jón vildi fá fjarkann og ég lét hann bara fá treyjuna. Mér er sléttsama hvaða númer ég ber á bakinu enda ekki hjátrúarfullur. Það var átta núna, tían í fyrra og hver veit hvað ég mæti með næst. Annars lentum við næstum í vandræðum út af þessu því við gleymdum að breyta skýrslunni og láta dómarana vita. Það slapp þó fyrir horn,“ sagði Hlynur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.