Fréttablaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 40
6. janúar 2008 SUNNUDAGUR24
ATVINNA
Óskum eftir að ráða
tvo starfsmenn til starfa í kjötmjölverksmiðju sem
staðsett er um 10 km fyrir utan Selfoss.
Um er að ræða verksmiðju/framkvæmdarstjóra og einnig
starfsmann til almennra starfa í verksmiðjunni.
Förgun ehf. tekur við sláturleyfum frá sláturhúsum og
kjötvinnslum sem notaðar eru til framleiðslu á feiti og mjöli.
Nú eru nýjir tímar framundan í rekstri verksmiðjunar, aukin
umsvif og nýjir möguleikar á afsetningu afurða. Leitað er að
jákvæðum og duglegum einstaklingum sem eru tilbúnir að
leiða þennan rekstur inn í betri tíma.
Áhugasamir vinsamlega hafi ð samband við
Guðmund Tryggva gto@sudurland.is og fáið frekari
upplýsingar eða sendið umsókn.
OKKUR VANTAR
SÉRFRÆÐINGA TIL STARFA VEGNA
EFLINGAR GEÐHEILBRIGÐIS Á SUÐURNESJUM!
Björgin athvarf fyrir fólk með geðraskanir á Suðurnesjum auglýsir eftir tveimur sérfræðin-
gum til starfa. Björgin hefur verið starfrækt í um þrjú ár. Tilgangur og markmið athvarfsins
er að skapa vettvang fyrir fólk með geðfötlun eða geðröskun, sem er utan stofnunar,
óvinnufært og/eða félagslega einangrað. Jafnframt að styðja það til aukinnar virkni í
athöfnum daglegs lífs og efla frumkvæði þeirra til þátttöku í samfélaginu. Þá er það
jafnframt markmið okkar að koma málefnum geðfatlaðra betur á framfæri og vinna gegn
fordómum.
STAÐA SÉRFRÆÐINGS VIÐ GEÐTEYMIÐ Á SUÐURNESJUM
Geðteymið á Suðurnesjum er þverfaglegt teymi sem vinnur að uppbyggingu á heildstæðri
geðheilbrigðisþjónustu á svæðinu. Teymið er skipað lækni, hjúkrunarfræðingi, sálfræðingi
og félagsráðgjafa. Óskað er eftir sérfræðingi til starfa með geðteyminu. Starfið felur í sér að
stórum hluta þróunarvinnu, uppbyggingu og samræmingu á þjónustu við einstaklinga og
hópa sem eiga við geðræn vandamál að stríða.
MENNTUNAR OG HÆFNISKRÖFUR:
• Háskólapróf í geðhjúkrun eða hjúkrun, sálfæði, félagsráðgjöf, iðjuþjálfun eða sambærilegt
nám sem nýtist í starfi
• Þekking á málefnum fólks með geðraskanir/geðfatlanir
• Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
• Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til þverfaglegrar samvinnu
STARFSSVIÐ:
• Starfar í umboði Geðteymis Suðurnesja
• Þátttaka í stefnumótun og uppbyggingu á heildstæðri geðheilbrigðisþjónustu á svæðinu
• Greining og skráning geðheilbrigðismála á Suðurnesjum sem og mat á árangri
• Klínísk vinna með einstaklinga og hópa, bæði almenn meðferð og endurhæfing
• Viðkomandi mun einnig koma að vinnu og uppbyggingu á starfsemi Bjargarinnar
STAÐA SÉRFRÆÐINGS Í BJÖRGINNI
MENNTUNAR OG HÆFNISKRÖFUR:
• Háskólapróf í geðhjúkrun eða hjúkrun, sálfæði, félagsráðgjöf, iðjuþjálfun eða sambærilegt
• Háskólapróf í sálfæði, félagsráðgjöf, iðjuþjálfun, hjúkrun, eða sambærilegt nám sem
nýtist í starfi
• Þekking á málefnum fólks með geðraskanir/geðfatlanir er æskileg
• Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
• Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til þverfaglegs samstarfs
STARFSSVIÐ:
• Þáttaka í faglegri ábyrgð á innra starfi og frekari þróun starfseminnar
• Staðgengill forstöðumanns
• Klínísk vinna með einstaklinga og hópa
• Einstaklingsbundin endurhæfing og eftirfylgni
• Þverfaglegt samstarf við stofnanir
• Viðkomandi mun einnig koma að vinnu og uppbyggingu Geðteymis Suðurnesja
Nánari upplýsingar gefur Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar
í síma 698 5258, netfag: ragnheidur.s.gunnarsdottir@reykjanesbaer.is.
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 15. JANÚAR.
Umsóknir skulu berast til forstöðumanns Bjargarinnar, Fitjabraut 6c, 260 Reykjanesbæ
eða í netpósti.
ÆSKILEGT ER AÐ VIÐKOMANDI GETI
HAFIÐ STÖRF SEM FYRST.
Framkvæmdasvið
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag
sem borgin er. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar,
4 11 11 11 færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í.
Óskað er eftir starfsmanni til starfa við almenn skrif-
stofustörf á hverfastöð. Hverfastöðvar Framkvæmda-
sviðs sjá um daglega þjónustu við íbúa um hvaðeina
sem viðkemur starfsemi Gatna- og eignaumsýslu
Framkvæmdasviðs. Hverfastöðvarnar sjá m.a. um opin
svæði og skólalóðir, götur og gönguleiðir, ruslatínslu
og stampatæmingar auk þess að sjá um að ryðja snjó
af stofnanalóðum.
Starfssvið
• Móttaka viðskiptavina
• Almenn skrifstofustörf
• Símsvörun, sinna ábendingum og kvörtunum frá
viðskiptavinum
• Varsla og innfærsla gagna, tímaskýrslur o.fl .
• Umsjón með skráningu á verkefnum starfsmanna
• Fundaritun, fundaboðun og undirbúningur funda
• Bréfaskriftir og umsjón með tölvukosti
Menntunar- og hæfniskröfur
• Stúdentspróf eða sambærileg menntun / reynsla.
• Góð tölvuþekking, Word, Excel o.fl .
• Þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur-
borgar og viðeigandi stéttarfélaga. Starfsmaður þarf að
geta hafi ð störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar um störfi n veitir Gunnar Ágústsson
rekstrarstjóri Miklatúni í síma 4118432, ísak Möller
rekstrarstjóri Jafnaseli í síma 4118442 og starfsfólk
mannauðsdeildar (mannaudsdeild.fs@reykjavik.is) í
síma 411 8000.
Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2008. Umsóknir
berist með tölvupósti á mannaudsdeild.fs@reykjavik.
is merktar ”skrifstofumaður á hverfastöð” . Einnig er
hægt að nálgast umsóknareyðublöð í þjónustuveri
Framkvæmdasviðs Skúlatúni 2 sem er opið frá
kl. 8:20-16:15 alla virka daga.
Skrifstofumaður á hverfastöð
Blikksmíði ehf
• Óskum eftir að ráða blikksmiði sem geta
unnið sjálfstætt og stjórnað verkum.
• Óskum einnig eftir aðstoðarmönnum við
blikksmíði.
Upplýsingar gefur Jón í s. 564 4111 & 893 4640.
KÓPAVOGSBÆR
LAUS STÖRF
Bæjarskrifstofur
• Launafulltrúi
Félagsþjónusta Kópavogs:
• Yfirseta í barnaverndarmálum
• Félagsliði í kvöldþjónustu
• Aðstoð við heimilisstörf
• Forstöðumaður v/þjónustuíbúðakjarna
• Starfsmaður við þjónustuíbúðakjarna
Roðasalir - sambýli og dagþjálfun
• Sjúkraliði
• Starfsmaður til aðhlynningar
Unglingasmiðjan
• Meðferðarfulltrúar
Íþróttamiðstöðin Versalir:
• Afgreiðsla/baðvarsla kvenna
GRUNNSKÓLAR KÓPAVOGS:
Digranesskóli:
• Forfallakennari á yngra stig
• Náttúrufræðikennari á unglingastig
• Stærðfræðikennari á unglingastig
• Smíðakennari
• Matráður á kaffistofu starfsmanna 100%
Hjallaskóli:
• Umsjónarkennari á miðstig
• Umsjónarkennari á yngsta stig
• Danskennari - hlutastarf
Kársnesskóli:
• Forfallakennari
• Starfsmaður í Dægradvöl 50%
• Stuðningsfulltrúi í Dægradvöl 50% e.hád.
Kópavogsskóli:
• Stuðningsfulltrúi 80%
• Forfallakennari
Lindaskóli:
• Skólaliði I – Dægradvöl 50% starf
• Skólaliði II – Gangav/ræstir, hlutastarf
• Forstöðumaður Dægradvalar
Salaskóli:
• Umsjónarkennari á yngsta stig
• Starfsfólk í Dægradvöl, hlutastarf
Snælandsskóli:
• Gangav/ræstir 60% frá 1. jan. 2008
Vatnsendaskóli:
• Starfsmaður í Dægradvöl 30-50%
• Stuðningsfulltrúi, fullt starf frá áramótum
• Kennari v/forfalla í 3.-4.bekk frá 1.1.’08
Nánari upplýsingar á:
www.kopavogur.is
og www.job.is