Fréttablaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 53
SUNNUDAGUR 6. janúar 2008 21
Við athöfn í Iðnó á föstudag voru
styrkir Reykjavíkurborgar til menn-
ingarstarfsemi afhentir. Formaður
menningar- og ferðamálaráðs, Mar-
grét Sverrisdóttir, afhenti styrkina
48 sem veittir eru til verkefna og
liststarfsemi 2008, samtals að upp-
hæð 26 milljónir króna, og er það
tæplega sex milljón króna hækkun
frá síðasta ári. Jafnframt samþykkti
ráðið að veita tvo styrki samtals að
upphæð 700 þús. kr. af fjárveitingu
ársins 2007.
Ísafold - Kammersveit var valin
Tónlistarhópur Reykjavíkur 2008 og
hlýtur þess vegna styrk sem nemur
tveimur milljónum króna. Stjórn-
andi Ísafoldar er Daníel Bjarnason.
Í greinargerð fagnefndar segir:
„Ísafold kom nýlega fram á sjónar-
sviðið með miklum sprengikrafti og
árið 2008 mun hún fagna sínu
fimmta starfsári. Hljómsveitin, sem
skipuð er ungu og efnilegu tónlistar-
fólki, hefur sýnt og sannað að hún
hefur getu og vilja til þess að stuðla
að áhugaverðri nýbreytni og þróun
á sviði tónlistar. Einstakur metnað-
ur einkennir fjölbreytta verkefna-
skrá þeirra og samstarf við aðra
listamenn, listgreinar og listastofn-
anir. Í byrjun ársins 2005 var Ísa-
fold tilnefnd til Íslensku tónlistar-
verðlaunanna sem bjartasta vonin í
flokki sígildrar tónlistar.“
Hæsta styrkinn, að upphæð tvær
milljónir króna, hlaut Lókal, alþjóð-
leg leiklistarhátíð sem er nýmæli á
sviði leiklistar í borginni sem nú er í
undirbúningi og sækir mál sitt af
metnaði: segist ætla að gefa „borg-
arbúum færi á að upplifa nýjustu
strauma og stefnur í leiklist með
sýningum sem taldar eru þær mark-
verðustu í leikhúslífi Evrópu og
Bandaríkjanna þá stundina“.
Kling og Bang fær milljón í styrk
á þessu ári. Hópurinn hefur haldið
úti sýningaraðstöðu fyrir samtíma-
list í rúm fjögur ár en stóð einnig á
bak við Listverksmiðjuna Klink og
Bank. „Frumkvæði þeirra og fram-
tak hefur greitt fyrir kynningu á
myndlist og listafólki bæði hérlend-
is og erlendis sem leitt hefur til
gróskumikilla tengsla og samstarfs-
verkefna og gert borgina ríkari sem
menningarborg fyrir vikið,“ sagði í
niðurstöðum ráðsins.
Þá taka við hinir smærri styrkir:
800 þús. kr. styrk hlutu: Kvikmynda-
klúbburinn Fjalakötturinn í gamla
íshúsinu við Tjörnina, Tjarnarbíó,
Ívar Örn Sverrisson leikari vegna
leikverksins Óþelló sem hann hefur
í undirbúningi og dansleikhúshóp-
urinn Panic Production.
700 þús. kr. styrk hlutu: Blúshátíð
í Reykjavík og Kvikmyndafélag
Íslands ehf. – Stuttmyndadagar í
Reykjavík.
600 þús. kr. styrk hlutu: Guð-
mundur Arnar Guðmundsson v.
Heims sýnar, Höfundamiðstöð Rit-
höfundasambands Íslands og mynd-
listarhátíðin Sequences.
500 þús. kr. styrk hlutu: Atonal
Future, Draumasmiðjan ehf., Hall-
fríður Ólafsdóttir, Íslenska hreyfi-
þróunarsamsteypan, Kristín Mjöll
Jakobsdóttir v. Hnúkaþeys, List án
landamæra, Listfélag Langholts-
kirkju, Mýrin - félag um barnabók-
menntahátíð, Nordic Affect, Múlinn
Jazzklúbbur, Númer 9 ehf. – Ísold
Uggadóttir, Samband ísl. myndlist-
armanna v. Metropolis, Sjónauki,
Sviðslistahópurinn 16 elskendur,
Torfusamtökin og Örn Magnússon.
400 þús. kr. styrk hlutu: Halaleik-
hópurinn, Hinsegin bíódagar,
Kammerkórinn Carmina, Kolbeinn
Bjarnason, Leikminjasafn Íslands,
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Ólöf
Ingólfsdóttir, Músík og saga ehf.,
Nýhil, Reykjavík Documentary
Workshop, Sigurður Flosason og
Sjóminjasafnið.
300 þús. kr. fá Amínamúsík, Félag
íslenskra landslagsarkitekta, Félag
íslenskra listdansara, Félag
íslenskra tónlistarmanna, Húsfélag
alþýðu, IBBY á Íslandi, Ingibjörg
Hannesdóttir, Stuttmyndahátíðin
Ljósvakaljóð, Rúnar Ingi Einars-
son, Tangófélagið, Bryndís Hall-
dórsdóttir og TFA - áhugamannafé-
lag. Að auki var veitt af fjárveitingu
síðasta árs 350 þúsund krónum til
Myndhöggvarafélagsins í Reykja-
vík og Sinfóníuhljómsveitar unga
fólksins.
Samstarfssamningar til allt að
þriggja ára eru veittir listahópum
eða menningarstofnunum sem
sannað hafa gildi sitt í reykvísku
menningarlífi, hafa náð afbragðs
árangri og geta með rökstuddum
umsóknum sýnt fram á fram-
kvæmdagetu og fjármögnunarleið-
ir til að reka þá liststarfsemi sem
óskað er eftir samstarfi um. Þeir
voru ekki auglýstir að þessu sinni,
en nú er 41 slíkur samningur í gildi
sem nema samtals 54,7 m. kr. á
árinu og renna átta þeirra út í árs-
lok. Verður því meira til skiptanna
á næsta ári. pbb@frettabladid.is
Reykjavík styrkir listir
Vínartónleikar fara
fram í tónleikahúsinu
Laugarborg í Eyja-
fjarðarsveit í dag kl.
15. Þar kemur fram
Salonsveit Sigurðar I.
Snorrasonar og söng-
konan Hulda Björk
Garðarsdóttir.
Salonsveitina skipa
þau Sigrún Eðvalds-
dóttir fiðluleikari, Pál-
ína Árnadóttir fiðlu-
leikari, Sigurgeir
Agnarsson sellóleikari,
Hávarður Tryggvason kontra-
bassaleikari, Martial Nardeau
þverflautuleikari, Sig-
urður I. Snorrason klar-
inettuleikari, Anna
Guðný Guðmundsdótt-
ir píanóleikari og Pétur
Grétarsson slagverk-
sleikari.
Á efnisskrá tónleik-
anna verður ýmis Vín-
artónlist eftir meðal
annarra þá Josef og
Johann Strauss. Tón-
leikarnir hefjast á
nokkrum íslenskum
álfalögum.
Miðaverð er 2.500 kr. og boðið
verður upp á freyðivín í hléi. - vþ
Álfar og Vínartónlist
HULDA BJÖRK GARÐ-
ARSDÓTTIR Syngur með
Salonsveit Sigurðar I.
Snorrasonar á vínartónleik-
um í Laugarborg í dag.
Borgarstjórn Moskvu hefur sam-
þykkt að þar muni rísa heimsins
stærsta hús. Eins og vænta mátti
hafa Moskvubúar skiptar skoðanir
um þessa ákvörðun og á meðan
sumir fagna henni vilja aðrir meina
að byggingin verði lýti á ásjónu
borgarinnar.
Gólfflötur byggingarinnar, sem
hönnuð er af breska arkitektinum
Norman Foster, verður hvorki
meira né minna en tvær og hálf
milljón fermetra að flatarmáli. Í
húsinu verða 3.000 hótelherbergi,
900 íbúðir og skóli. - vþ
Stærsta bygging
heims rís í Moskvu
KHAN SHATYRY Bygging teiknuð af
Norman Foster sem svipar til þeirrar
sem mun rísa í Moskvu.
MENNING Frá veitingu styrkja Reykjavíkur til víðtæks menningarstarfs í höfuðborg-
inni á komandi ári.
Gítarnámskeið
Hefst 21. janúar
12 vikur - 40 mínútna tímar - 1 sinni í viku
Einkatímar: kr. 47.000-
Geisladiskur með upptöku nemanda í lok námskeiðs.
Hóptímar fyrir 6-9 ára: kr. 35.000-
Gítarskólinn er aðili að frístundakorti Í.T.R. www.itr.is
Öll stílbrigði !
Fyrir byrjendur á öllum aldri og lengra komna
Gítarkennsla er okkar fag !
Gítarskóli Íslands Síðumúla 29 Sími 581-1281
gitarskoli@gitarskoli.is
www.gitarskoli.is
Dansnámskeið
Þjóðdansafélags
Reykjavíkur
Gömludansanámskeiðin hefjast 7. janúar.
Opið hús 9. janúar.
Upplýsingar í síma 587 1616
Þjóðdansafélag Reykjavíkur Álfabakka 14a
11. janúar
19. janúar
25. janúar
ÓPERUFERÐ TIL NEW YORK
Vinafélag Íslensku óperunnar stendur fyrir ferð
í Metropolitan-óperuna í New York 4.-11. maí 2008.
Boðið verður upp á eftirfarandi óperusýningar í ferðinni:
Brottnámið úr kvennabúrinu eftir Mozart með Diönu Damrau, Matthew Polenzani
og Kristni Sigmundssyni.
Macbeth eftir Verdi með Carlos Alvares, Andreu Gruber og René Pape.
The First Emperor eftir Tan Tun með Plácido Domingo.
Boðið verður upp á aðra menningartengda atburði og verður því um allsherjar
menningarferð að ræða.
Fararstjórar eru Tómas H. Heiðar, stjórnarformaður Vinafélags Íslensku óperunnar,
og Edda Jónasdóttir, starfsmaður markaðssviðs Íslensku óperunnar.
Edda Jónasdóttir veitir nánari upplýsingar og annast skráningu
í síma 562-1077 kl. 10-16.
Einnig er unnt að senda tölvupóst á edda@opera.is.
Upplýsingar um ferðina má finna á www.opera.is undir Vinafélagið.