Fréttablaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 64
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar 11:13 13:33 15:53 11:25 13:18 15:12 Í dag er sunnudagurinn 6. janúar, 6. dagur ársins. með ánægju Smelltu þér inn á www.icelandexpress.is, kynntu þér áfangastaðina og bókaðu draumaferðina núna! Evrópa 2008 Nú í vikunni horfði ég með öðru auganu á breskan sjónvarps- þátt um ekkjumann sem varð ást- fanginn, en varð að gefa konuna sem hann unni upp á bátinn af því að uppkomnum börnum hans leist ekki á ráðahaginn. Þeim fannst hann svíkja móður þeirra með því að bera tilfinningar til annarrar konu, rétt eins og þeim sem komn- ir eru yfir móðuna miklu sé það sérstakt kappsmál að eftirlifandi ástvinir þeirra eyði því sem þeir eiga eftir ólifað í eymd og sút yfir brotthvarfi þeirra. Þegar hann benti á að hann ætti sér enn drauma og þrár hreytti ein dætra hans í hann að hann væri fjörutíu og þriggja ára. Í orðunum lá að á þeim aldri væri heiðvirt fólk vaxið upp úr svoleiðis vitleysu. Þetta hafði djúp áhrif á mig. Ég varð nefnilega fjörutíu og þriggja ára í gær. ÞEGAR ég var skiptinemi í Bandaríkjunum var mér úthlutað ritgerðarverkefninu „Ég árið 2000“. Þetta var haustið 1983, ég var átján ára og árið 2000 var í fjarlægri framtíð. Mér fannst að þá hlyti ég að vera kominn á minn stað í lífinu, þá yrði orðið fullljóst hvað úr mér yrði. Það er skemmst frá að segja að mér skjátlaðist hrapallega um framtíð mína. Í rit- gerðinni var ég virtur kvikmynda- leikstjóri, ég hafði komið íslenskri kvikmyndagerð á heimskortið með ódauðlegum meistaraverkum og bjó ásamt fullkominni eigin- konu minni og sæg barna í glæsi- villu í Öskjuhlíðinni. Raunin varð sú að bæði villan og leikstjórafer- illinn voru langt utan seilingar árið 2000. Þá var ég 35 ára. ÞÁ hvarflaði ekki að mér að 35 ára maður á alla jafna tvo þriðju hluta starfsævinnar framundan, menntaður kvikmyndaleikstjóri sennilega enn meira, líklega ekki minna en þrjá fjórðu. Þaðan af síður flögraði sú hugsun að mér að það væri sorglegt hlutskipti að vera búinn með helstu stórvirki sín í lífinu á þeim aldri og þurfa að verja lunganum af starfsævinni í skugga þeirra. Í raun var ég enn þröngsýnni en stúlkan í sjónvarpsþættinum. Mér fannst að þrjátíu og fimm ára ætti maður að vera orðinn eins og maður yrði (þ .e. full-orðinn) og hjakka í sama farinu upp frá því, af því að á þeim aldri tæki því ekki að byrja á einhverju nýju, verða ástfanginn eða skipta um starfs- vettvang. Núna efast ég um að ég hafi nokkurn tímann verið jafn- feginn að hafa rangt fyrir mér. Aldrei of seint
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.