Fréttablaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 12
12 6. janúar 2008 SUNNUDAGUR Á rið 2008 verður annasamt fyrir þá feðga. Þórir Snær er ásamt félögum sínum í ZikZak að fara af stað með kvikmynd Dags Kára, A Good Heart, og Sigurjón er að framleiða stórmyndina Brothers sem skart- ar þremur af vinsælustu ungstirn- unum í Hollywood um þessar mundir; Natalie Portman, Jake Gyllenhaal og Toby Maguire. Og það er fleira á döfinni. Þórir Snær verður meðframleiðandi í einu stærsta kvikmyndarverkefni sem Danir hafa ráðist í en það er vík- ingamyndin Valhalla Rising með Mads Mikkelsen í aðalhlutverki. Sigurjón verður ekki víðsfjarri en Scanbox, dreifingarfyrirtæki hans í Danmörku, mun einnig koma að framleiðslu myndarinnar. Þar að auki hyggjast Þórir og ZikZak stofna kvikmyndafyrirtæki með leikstjóra myndarinnar, hinum danska Nicholas Winding Refn, sem þeir feðgar hafa mikla trú á. Nú eruð þið orðnir tveir Feðgarnir fögnuðu nýju ári fjarri skarkala höfuðborgarinnar og héldu til í húsi fjölskyldunnar á Snæfellsnesi. Að sögn Þóris var ekki það mikill vindur fyrir vestan að ekki væri hægt að skjóta upp nokkrum rakettum í lok ársins. Hins vegar gaf vonda veðrið þeim góða afsökun til að liggja yfir kvik- myndum morgna, kvölds og miðj- an dag. Sigurjón er í Akademíunni í Bandaríkjunum og Þórir situr í þeirri evrópsku og þeir fá sendan aragrúa af kvikmyndum áður en verðlaunatilnefningarnar eru til- kynntar og leggja þannig sitt af mörkum. „Ætli við séum ekki búnir að sjá rjómann af bestu kvikmynd- unum,“ segir Þórir. Kvikmyndir eru sameiginleg ástríða þeirra feðga og er því oft allt sem tengist kvikmyndum á einn eða annan hátt aðalumræðu- efni þeirra. Skiptir litlu máli hvort það er myndræn uppbygging Skaupsins, nýjasta afurð Tarantin- os eða bara spennandi bók. „Mamma sussar stundum á okkur þegar við byrjum,“ segir Þórir og rifjar upp söguna þegar Fíaskó, kvikmyndin sem lagði grunninn að kvikmyndafyrirtækinu ZikZak, var frumsýnd. „Þá andvarpaði mamma og sagði: Nú eruð þið orðn- ir tveir.“ Sigurjón bætir því við að hins vegar hafi sálfræðingurinn, sérkennarinn og húsfreyjan, Sig- ríður Jóna Þórisdóttir, fínan smekk á kvikmyndum og hafi meira að segja, þvert gegn sínum vilja að vísu, öðru hvoru lagt hönd á plóg- inn með tillögum um heppilegt kvikmyndaefni. En hvort sem kvikmyndagerð hefur hreinlega skotið rótum í fjöl- skyldugenunum eða er jafnvel borin fram með kvöldmatnum hefur Sigurjóni og Þóri borist lið- styrkur í kvikmyndaumræðunni. Dóttirin, Sigurborg, er þegar farin að segja sínar meiningar á kvik- myndum og er búin að skrifa sitt fyrsta kvikmyndahandrit, aðeins þrettán ára gömul. „Þannig að þetta stefnir ekki í gott,“ segir Sig- urjón en báðir virðast þeir þó nokk- uð sáttir við liðsaukann og taka fram að Sigurborg mæli eindregið með spænsku kvikmyndinni The Orphanage fyrir þrettán ára og eldri. Eini hvíti strákurinn í bekknum Feðgarnir hafa komið sér vel fyrir á Café Konditori á Suðurlands- brautinni í enn einni lægðinni sem gengur yfir landið og fara þaðan í huganum til Los Angeles, þangað sem fjölskyldan hélt fyrir 29 árum á vit ævintýranna. Þar hugðist Sigurjón, stórhuga og ungur maður, hasla sér völl meðal þeirra bestu. Þórir var þá rétt skriðinn á grunnskólaaldur og var fyrst komið fyrir í skóla í miðju South Central-hverfinu, einu þekktasta blökkumannahverfi L.A. Enda kom það á daginn að Þórir var eini hvíti strákurinn í bekknum. „En við fluttum síðan þaðan og feng- um hús niðri við strönd þar sem Þórir var svona „beach boy með blonde hair og blue eyes“. En heimalandið togaði alltaf í unga drenginn sem kom öll sumur og í öllum fríum hingað til lands og þegar hann varð þrettán ára setti hann foreldrum sínum stólinn fyrir dyrnar og vildi fara heim. „Ég fékk það bara í gegn og flutti heim til ömmu,“ útskýrir Þórir. Sigurjón taldi hins vegar á þeim tíma að sonurinn myndi snúa aftur úr kuldanum og myrkrinu því að fátt gæti jafnast á við eilífðar sól og sumar draumalandsins. Sigur- jón segir einnig að það hafi reynst þeim hjónum erfitt að sjá á eftir Þóri til Íslands en hins vegar hafi þau verið stolt af því að hann tók ákvörðun að eigin frumkvæði að vilja vera fyrst og fremst Íslend- ingur. Dæmið snerist við, í öllum fríum og sumrum kom Þórir til foreldra sinna og þegar hann náði sextán ára aldri og var kominn með bíl- próf var hann ráðinn sem sendill í fjölskyldufyrirtækinu. „Þetta var á gullaldarárum Propaganda,“ grínast Sigurjón með en það er þó ekki fjarri sanni. Fyrirtækið fram- leiddi tónlistarmyndbönd og meðal leikstjóra sem voru innan vébanda þess voru David Fincher (Seven og Zodiac), Antoine Fuqua (Train- ing Day), Michael Bay (Transfor- mers) og Spike Jonze (Adaptation) og þar með voru örlögin ráðin. Hin hliðin á glamúrnum Ýmislegt kemur upp úr kafinu þegar líður á spjallið. Þannig ætl- aði Þórir aldrei að fara út í kvik- myndabransann og upplýsir að hugurinn hafi stefnt í áttina að lög- fræði. Sigurjón rekur upp undrun- araugu og rámar ekkert í þær hug- myndir en man greinilega eftir því að Þóri hafi langað til að verða leik- ari. „Þar má eiginlega segja að ég hafi fengið mitt fyrsta heilræði frá pabba í þessari atvinnugrein. Hann benti mér á að það væru 250 þús- und íbúar á Íslandi og að það væru jafnmargir atvinnulausir leikarar í Los Angeles,“ Sigurjón telur sig hafa varað Þóri við þessari iðngrein, ekki síst þegar leikaradraumurinn fór að láta á sér kræla. „Mér finnst ég hafa frekar latt hann en hvatt. Og þegar sætu stelpurnar voru að mæta í prufurnar benti ég honum á að glamúrinn væri bara framhlið- in. Bakhliðin væri aðeins flóknari.“ Og það er einmitt það sem heldur Þóri frá draumaborginni, sem hann hefur augljóslega ekki mikið álit á. „Í Hollywood snýst gjörsamlega allt um kvikmyndir. Meira að segja þegar ég keypti jólatréð fyrir tveimur árum spurði náunginn sem seldi mér það hvað ég gerði. Það skipti engu máli þótt ég reyndi að draga úr atvinnugreininni með því að segjast vera íslenskur kvik- myndaframleiðandi, hann dró upp geisladisk og sagðist vera kvik- myndatónskáld.“ Sigurjón kannast vel við þetta einkenni, en háls-, nef- og eyrnalæknirinn hans er búinn að gefa honum sömu bókina tví- vegis. „Hann er bróðir fyrrverandi umboðsmanns The Doors og hefur skrifað ágæta bók um það sem hefur aldrei verið kvikmyndað í þeirra sögu.“ Sem skýrir þörf læknisins til að ota verkinu að kvik- myndaframleiðandanum. Þórir tekur við keflinu. „Þessi slúðurblaðamynd sem allir hafa af Hollywood er ýkt. Varla nokkur maður sem reykir né drekkur, allir fara snemma að sofa, vakna sex á morgnana, borða gras og eyða helgunum í að lesa handrit. Það eru fleiri hlutir sem skipta mig máli.“ Sigurjón kinkar kolli en segir síðan að Hollywood henti honum og hans persónuleika ágætlega. „Enda er vitað mál að ég er ofvirkur,“ segir hann og heldur áfram: „En það var líka bara þannig á þessum árum sem ég fór út að ef maður ætlaði sér á annað borð að ná áfram í hinum alþjóðlega kvikmyndaheimi varð maður að vera í Hollywood. Sem betur fer fyrir þá sem ekki eru tilbúnir að takast á við hinn harða heim þar hefur margt breyst á þeim aldarfjórðungi sem er lið- Forðumst að vinna of náið saman Fáar fjölskyldur á Íslandi geta státað bæði af Óskarstilnefningu og Gullpálmanum. En það geta feðgarnir Sigurjón Sighvatsson og Þórir Snær Sigurjónsson. Mynd Sigurjóns, Wild at Heart, fékk aðalverðlaunin í Cannes 1990 og stuttmynd ZikZak, Síðasti bærinn í dalnum, tilnefningu til Óskarsins fyrir tveimur árum. Freyr Gígja Gunnarsson settist niður með þeim og ræddi við þá um ástríðu þeirra sem stundum er sussuð niður við matarborðið. Í Hollywood snýst gjörsamlega allt um kvikmyndir. Meira að segja þegar ég keypti jólatréð fyrir tveimur árum spurði náunginn sem seldi mér það hvað ég gerði. Það skipti engu máli þótt ég reyndi að draga úr atvinnu- greininni með því að segjast vera íslenskur kvikmyndaframleiðandi, hann dró upp geisla- disk og sagðist vera kvikmyndatónskáld. ÞOLINMÆÐI OG STEFNULEYSI Þórir telur að kvikmyndaiðnaðurinn eigi að leyfa íslenskum leikstjórum að spreyta sig á fleiri tegundum kvikmynda en einni. Sigurjóni finnst Kvikmyndamiðstöð skorta skýra stefnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sigurjón Sighvatsson Eftirlætismynd: 1900 eftir Bernardo Bertolucci og Rauður, Hvítur og Blár-þríleikur Kieslowski. Draumaverkefni: Ævisaga Mariu Callas. Uppáhaldsbók: Sjálfstætt fólk eftir Halldór Kiljan Laxness. Mynd sem ég hef horft oftast á: Godfather 1 og 2. Þakkargjörðarhefð að renna þeim í gegn, svona annað hvert ár. Besti leikstjórinn: Erfitt að gera upp á milli Fellini, Pasolini, Berg- man og Fassbinder. Þórir Snær Sigurjónsson Eftirlætismynd: Apocalypse Now eftir Coppola. Draumaverkefni: Að kvikmynda Meistarinn og Margaríta eftir Búlga- kov. Uppáhaldsbók: East of Eden eftir Steinbeck. Mynd sem ég hef horft oftast á: The Untouchables eftir Brian De Palma og Pulp Fiction eftir Tarantino. Besti leikstjórinn: Billy Wilder og Kieslowski. EFTIRLÆTI FEÐGANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.