Fréttablaðið - 06.01.2008, Page 6

Fréttablaðið - 06.01.2008, Page 6
6 6. janúar 2008 SUNNUDAGUR Sundlaug Kópavogs / sími 570 0470 / Íþróttamiðstöðin Versalir / sími 570 0480 / www.nautilus.is OPNUNARTILBOÐ Á ÁRSKORTUM 25.990 KR. Aðeins 2.166 kr. á mánuði með vaxtalausum Visa/Euro léttgreiðslum Tilboðið gildir aðeins þessa helgi! STÆKKUM Í SUNDLAUG KÓPAVOGS UM HELGINA ar gu s / 07 0 97 4 VIÐURKENNING Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða veitt í næsta mánuði, þriðja árið í röð, og skiptast í fimm flokka. Sá fyrsti nefnist Hvunndags- hetjan og koma verðlaunin í hlut einstaklings sem sýnt hefur sér- staka óeigingirni eða hugrekki, hvort sem er í tengslum við einn atburð eða með vinnu að ákveðn- um málaflokki í lengri tíma. Næsti flokkur nefnist Frá kyn- slóð til kynslóðar. Þar koma til greina kennarar, leiðbeinendur, þjálfarar eða aðrir uppfræðarar sem skarað hafa fram úr á ein- hvern hátt. Einnig félagasamtök sem sinna börnum af sérstökum metnaði og alúð. Til atlögu gegn fordómum nefnist þriðji flokkurinn. Þau verðlaun geta fallið hvort sem er einstaklingi eða félagasamtökum í skaut. Heiðursverðlaun hreppir einstaklingur sem með ævistarfi sínu hefur stuðlað að betra sam- félagi og fimmti og síðasti flokk- urinn nefnist einfaldlega Samfé- lagsverðlaunin og eru þau veglegust. Ein milljón króna fer þar til félagasamtaka sem hafa unnið framúrskarandi mannúð- ar- eða náttúruverndarstarf og hafa lagt sitt af mörkum til að gera íslenskt samfélag betra fyrir okkur öll. Allir sem eiga skilið virðingar- vott fyrir gjörðir sínar og fram- göngu koma til greina sem verð- launahafar, jafnt óþekktir einstaklingar sem þjóðþekktir. Steinunn Stefánsdóttir, aðstoð- arritstjóri Fréttablaðsins, er for- maður dómnefndar eins og und- anfarin ár og með henni er fólk úr ýmsum áttum. „Þetta er ein- staklega ánægjulegt verkefni, ekki síst vegna þess að tilnefn- ingar lesenda varpa ljósi á góð verk sem unnin eru hvarvetna í þjóðfélaginu,“ segir hún. „Það er líka skemmtilegt að fá tækifæri til að vekja athygli á þessum verkum sem kastljós fjölmiðla beinist sjaldan að.“ Tilnefningar til samfélags- verðlaunanna má senda á visir.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið samfelagsverdlaun@ frettabladid.is. Einnig má senda bréf í pósti merkt Samfélags- verðlaun Fréttablaðsins, Skafta- hlíð 24, 105 Reykjavík. Skila- frestur er til hádegis mánudaginn 28. janúar. gun@frettabladid.is Góðverkin verðlaunuð Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða veitt í febrúar. Lesendur geta haft áhrif á valið með því að senda inn tilnefningar. Allir koma til greina sem hafa lagt sitt af mörkum til að bæta samfélagið. FRÁ VEITINGU SAMFÉLAGSVERÐLAUNA 2007. Ævar Jóhannesson hlaut viðurkenning- una Hvunndagshetjan en Uppfræðari ársins var Benedikt Erlingsson. Fyrir framlag til æskulýðsmála fékk Ráðgjafarmiðstöðin Sjónarhóll verðlaun og Freyja Haraldsdóttir í flokknum Til atlögu gegn fordómum. Heiðursverðlaun hlaut Þorgerður Ingólfsdóttir og Samfélagsverðlaunin fékk AFA, aðstandendafélag aldraðra. Réttindalaus á ofsahraða Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði öku- mann um miðnætti í fyrrinótt sem mældist á 134 kílómetra hraða. Við eftirgrennslan kom í ljós að hann var réttindalaus og með fíkniefni. Tveir farþegar voru í bílnum. Á fullu gasi á ljósastaur Ökumaður á Húsavík varð fyrir því óláni að bensíngjöfin festist niðri þegar hann var að aka úr stæði í fyrrinótt. Ökuferðin varð því styttri en fyrirhugað var en bíllinn hafnaði á ljósastaur. Bíllinn er ónýtur, sem og ljósastaurinn, en ökumanninn sakaði ekki. LÖGREGLUFRÉTTIR Hafna bótakröfu Byggðaráð Norðurþings hafnar kröfu kaupenda jarðarinnar Eyvindarstaða um bætur vegna meintra skertra afnota af jörðinni og aukakostnaðar. Byggðaráð segir að kaupendunum hafi verið fullkunnugt um hvað þeir buðu í og keyptu. NORÐURÞING Sjálfstæðisafmælis minnst Fylgismenn flokks Aung San Suu Kyi, stjórnarandstöðuleiðtoga í Búrma (Mjanmar), minntust á föstudag sextíu ára sjálfstæðisafmælis landsins með því að krefjast þess að hún yrði látin laus úr stofufangelsi og að sleppt yrði pólitískum föngum, sem voru fangelsaðir er herforingjastjórnin batt enda á mótmæli lýðræðissinna í fyrra. BÚRMA SAMGÖNGUR Loftleiðaþota sem franskir starfsmenn hjálparsam- taka ætluðu að nota til að smygla 103 börnum frá Afríkuríkinu Tsjad í október er enn í Tsjad. Nýverið fékkst loks heimild til að nota þotuna á ný. Guðni Hreinsson, framkvæmda- stjóri Loftleiða Icelandic, dóttur- félags Icelandair, segir að nú eigi allir tilskildir pappírar að vera í lagi, og unnið sé að nauðsynlegu viðhaldi á þotunni eftir svo langa kyrrstöðu. Loftleiðir hafa ekki tapað fé vegna málsins, enda er spænska flugfélagið Girjet með þotuna í leigu til nokkurra ára og ber því alla ábyrgð á þeim tíma. - bj Flugheimild veitt fyrir kyrrsetta Loftleiðaþotu í Tsjad: Þotan brátt í loftið Hefur þú verið beitt(ur) ofbeldi á skemmtistað? Já 37% Nei 63% SPURNING DAGSINS Í DAG Telur þú að Barack Obama verði forsetaframbjóðandi demókrata? Segðu skoðun þína á vísir.is BANDARÍKIN Talsmaður Samtaka leikara í Hollywood, Alan Rosenberg, segir að einróma samkomulag hafi náðst um að virða verkfall handritshöfunda í Hollywood. Félagar í samtökun- um ætla að sniðganga Golden Globe-verðlaunahátíðina sem fyrirhuguð er um næstu helgi. Golden Globe-verðlaunin þykja koma næst á eftir Óskarsverð- laununum hvað orðstír varðar. Ef helstu leikarar ákveða að sniðganga athöfnina er óvíst hvort henni verður yfir höfuð sjónvarpað. Enn eru þó viðræður í gangi í því augnamiði að ná einhvers konar málamiðlun. - hs Sniðganga Gullna hnöttinn: Leikarar virða verkfallsmúra DÓMSMÁL Maður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir fjár- drátt á árunum 1999 og 2000 með því að hafa dregið fyrirtækinu TB- tæknibúnaði rúmlega 157 þúsund krónur af iðgjaldsgreiðslum starfs- manna fyrirtækisins. Einnig runnu greiðslur starfsmanna sem áttu að fara til Verslunarmannafélags Reykjavíkur, samtals rúmlega 39 þúsund krónur, til fyrirtækisins. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Sjö og hálft ár er liðið frá því brotin áttu sér stað en þau komust upp skömmu síðar. Guðjón Magn- ússon, fulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir nokkra þætti ráða því að manninum sé ekki birt ákæra fyrr en nú. Málið er angi af gjaldþroti. „Fyrst reyna stéttar- félögin að innheimta upphæðirnar sem um ræðir hjá félögunum sjálf- um. Það getur tekið tvö til þrjú ár. Síðan berst málið til lögreglunnar. Af þessu leiðir að málið verður ekki forgangsmál hjá lögreglunni. En það gefur auga leið að þetta er of langur tími,“ segir Guðjón. Málið barst til lögreglunnar um mitt ár 2003 og hefur það verið þar til meðferðar síðan. - mh Maður á sjötugsaldri ákærður meira en sjö árum eftir að upp komst um brotið: Ákærður eftir sjö og hálft ár LÖGREGLUSTÖÐIN VIÐ HVERFISGÖTU Sjö og hálft ár liðu frá því málið kom upp, þar til ákært var í því. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.